Fékk mér varalit sem var í Retro Matte línunni en er núna kominn í föstu línuna og heitir Relentlessly Red (reynið að segja það 10x hratt). Hann er alveg mattur og eiginlega meira bleikur heldur en rauður þó svo nafnið gefi annað til kynna. Ég set hann ýmist á með bursta eða bara beint á varirnar.

Bjúdd!
Svo keypti ég afmælisgjöf handa einni góðri vinkonu á Makeup Geek síðunni. Var svo ánægð með augnskuggana sem ég hafði keypt þar um daginn að ég kippti með mér einum í viðbót, Gold Digger sem er alveg gylltur og svo einu Pigmenti, Utopia. Það er brún-gyllt og mjög gróft, sem mér finnst mjög flott. Ég spreyjaði smá Mac Fix+ á burstann til að glimmerið héldist betur. Finnst mjög fínt að fyrst kemur glimmerið soldið dreift yfir augnlokið en ef maður setur aðra umferð er hægt að byggja upp hversu mikið glimmer maður vill hafa. Ég setti tvær umferðir og notaði þéttan bursta með stuttum hárum frá Mac (237).
Afsakið Kára þarna á bakvið og glimmerið á kinninni á mér, fannst þetta bara svo góð mynd af varalitnum
Undir glimmerinu er ég með 2 brúna liti úr Sleek Oh So Special pallettunni. Ekkert meik á þessari mynd en hinsvegar er ég með smá brúnkukrem, hyljara, kinnalit frá Maybelline og highlighter frá Benefit. Mér finnst svo sumarlegt að leyfa freknunum bara að njóta sín og leyfa húðinni að anda aðeins í staðinn fyrir að setja meik eða BB krem.
Svo langar mig rosa mikið að þakka ykkur öllum sem heimsækið mig hingað reglulega, er alltaf jafnhissa hversu margir skoða þetta. Mér þykir líka ótrúlega vænt um öll komment, gaman að sjá hverjar þið eruð sem lesið :)
Væmni búin ókei bæ
-kara
xx
No comments:
Post a Comment