Tísku- og förðunarblogg spretta upp eins og gorkúlur þessa dagana og ég fylgist með vandræðalega mörgum svoleiðis! Matarbloggin gefa þeim svo ekkert eftir og ég er líka ansi dugleg að lesa þau þó ég hafi nú ekki verið svo liðtæk í eldhúsinu þetta árið - það fer vonandi að breytast samt.
Það sem liðið er af árinu 2013 hefur svo farið í allsherjar mataræðistiltekt hjá mér og miklum bætingum á formi og heilsu og almennri vellíðan og mér finnst líka rosa gaman að lesa blogg hjá fólki í sömu stöðu og sömu pælingum.
Svo finnst mér einstaklega skemmtilegt að skoða falleg hús og innanhúshönnun.
Svo finnst mér einstaklega skemmtilegt að skoða falleg hús og innanhúshönnun.
Mig hefur langað til að byrja blogg um þetta allt saman en hef ekki gefið mér tíma í það - en svona í prófatíð gefur maður sér tíma í ótrúlegustu hluti.
Hér mun ég semsagt deila, með hverjum sem nennir að lesa bullið í mér, allskonar förðunar-, heilsu-, tísku- og matartengdum pælingum og myndum og ýmsu öðru sem mér dettur í hug.
-Kara :)
No comments:
Post a Comment