Ég eyði örugglega meiri tíma en eðlilegt þykir í að horfa á aðra mála sig á youtube og ætla að sýna ykkur nokkrar af mínum uppáhalds youtube-skvísum :)
Nr. 1 - PIXIWOO
Þær eru algjörlega uppáhalds! Þetta eru breskar systur, báðar menntaðir förðunarfræðingar sem urðu smátt og smátt frægar á youtube og vinna núna bara við það að kenna okkur amateurunum að mála okkur. Fáránlega klárar og svo virka þær bara svo yndislegar eitthvað
Nr. 2 - Tanya Burr
Hún er líka bresk og er einmitt trúlofuð bróður Pixiwoo systranna. Þær eiga tvo bræður sem eru báðir með mjög vinsælar youtube-channels. Skemmtilegt fjölskyldu hobbý
Nr. 3 - Camila Coelho
Þessi er brasilísk og talar portúgölsku í videounum en er líka með enska channel sem er samt með mikið færri videoum (getið séð hana hér). Hún gerir reyndar frekar dramatísk look og ekki beint svona hversdags, en notar mikið af litum og glimmeri sem mér finnst mjög skemmtilegt.
Nr. 4 - MissMavendotcom
Veit voða lítið um þessa, er frekar nýbyrjuð að fylgjast með henni en hún er voða voða sæt og líka frekar væmin eins og margar aðrar - een samt með flott video
Nr. 5 - Makup by Sona
Líka nýbyrjuð að horfa á þessa - mjög flott
Bæði Pixiwoo og Tanya Burr eru líka með makeover video á channel sem heitir Daily Mix
Góða skemmtun!
No comments:
Post a Comment