Thursday, April 25, 2013

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæra fólk :)


Núna þegar sólin er farin að láta sjá sig annars lagið langar mig virkilega að bæta smá litum í fatasafnið mitt og prófa allskonar sumartrend. Meðal þess sem ég ætla að láta reyna á í sumar er þetta:


Ég klippti hárið á mér stutt núna í febrúar eftir að hafa verið með það sítt síðan ég man eftir mér. Ég er búin að reyna að prófa mig áfram með ýmsar greiðslur en krullur er eitthvað sem ég á eftir að mastera. Ástæðan er reyndar sú að ég er alltaf svo lengi að mála mig áður en ég fer út að hárið er yfirleitt látið liggja milli hluta og enda ég yfirleitt á að grípa í sléttujárnið. Reyni að bæta úr þessu í sumar.


Klútar eru eitt af því sem ég hef alltaf verið frekar feimin við að prófa. Langar ótrúlega að prófa mig áfram með þetta trend


Blóm í hárið - sumarlegt og fínt


Ég á svo fína myndavél en kann því miður ekkert á hana. Væri mjög gaman að prófa mig áfram með hana í sumar. Að sjálfsögðu mun ég alltaf vera svona skvísa þegar ég tek myndir.


Skærar varir - svona fyrir utan pastelfjólubláu, ljósbláu og svörtu varirnar- þá ætla ég að vera roooosa dugleg að  ganga með varaliti í sumar. Það verður allt svo miklu skemmtilegra þegar maður er með varalit


Fínar tær ..
ég var einu sinni í ballett. Vil ekkert fara nánar út í það hvernig það fer með tær en nú skulu þær verða fínar! Það telst reyndar örugglega eðlilegt hjá flestum að hafa fínar tær og er nú ekki beint trend haha - en mitt markmið samt sem áður


Ég skal eignast litaðar gallabuxur í sumar, helst í fleiri en einum lit

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í dag hafði ég svo 15 mín til þess að gera mig til fyrir sumardagskaffi og ég átti eftir að fara í sturtu og klæða mig, gera eitthvað við hárið á mér og mála mig.
Ég hoppaði í eldsnögga sjampólausa sturtu, blés hárið mjög ófagmannlega og henti því uppí einhverja klessu - kom furðuvel út


5 mín makeup:

-Face and body foundation sett á - á ljóshraða
-Fylla upp í augabrúnir
-Cover all mix hyljari
-Hafði ekki tíma til að gera fínan eyeliner svo ég skellti bara smá í efri vatnslínuna í staðinn - miklu fljótlegra og lætur augnhárin virðast þykkari
-Colossal og Falsies maskari frá Maybelline - 1 umferð af hvorum
-Sólarpúður
-Í bílnum skellti ég svo á mig SKÆRbleikum varalit sem ég keypti á rétt rúmar 400 kr í zebra búðinni á Laugaveginum. Hélt að hann væri algjört drasl en það er mikill litur í honum og hann endist og endist!



Vona að þið hafið átt ljúfan fyrsta sumardag þrátt fyrir smá snjókomu:)
-Kara


4 comments: