Tuesday, April 23, 2013

Í snyrtibuddunni

Sko ég á reyndar ekki eina svona snyrtibuddu sem ég geymi allt í - heldur á ég bara risastóra skúffu með allt of miklu dóti í. En ef ég þyrfti að velja mér það allra nauðsynlegasta myndi það vera eftirfarandi:




Face and body foundation frá MAC
Léttur farði sem hylur ekki of mikið, samt hægt að byggja hann upp og gera hann þykkari með því að nudda honum lengur inn í húðina. Freknurnar mínar fá að sjást í gegn ef ég vil og mér líður eins og ég sé ekki með neitt framan í mér. Ég nota yfirleitt 187 burstann frá Mac til að bera farðann á mig en auðvitað er hægt að nota líka bara fingurnar ef maður er að drífa sig.


Maskarar frá Maybelline
Þessir 3 eru aaaalgjör snilld! Nota colossal hversdags, aðeins fínna one by one og ef ég er með dökka förðun og rosa fín þá nota ég eina umferð af annað hvort colossal eða one by one og svo falsies yfir. Ef ég er með gerviaugnhár set ég svo eina umferð af falsies yfir þau til að gera þau ennþá meira dramatísk!

Cover all mix hyljari frá Make Up Store
Einhver mesta snilld ég hef keypt og fer varla út úr húsi án þess að setja hann á mig. Ferskjulitaði hlutinn hylur bláa liti, t.d. bauga undir augum - vægast sagt mikið notaður hjá mér og hylur mjög vel. Guli liturinn hylur rauða bletti og húðlitaða nota ég til að annað hvort blanda við hina eða lýsa upp húðina í kringum augun og nefið. Nota yfirleitt svamp til að setja hyljarann á.

Bronzing powder baked frá Make Up Store
Besta sólarpúður sem ég hef prófað! Gefur húðinni ótrúlega frísklegt yfirbragð og svo er það svo stórt að það mun endast mér leeeengi lengi lengi :) Nota yfirleitt risastóran fallega bleikan bursta úr Make Up Store til að setja það á

Blacktrack blautur eyeliner frá MAC
Mjög góður eyeliner frá MAC sem ég nota með bursta nr 210 frá þessum elskum í MAC


Reflex cover frá Make Up Store
Fallegt highlight undir augun - nota hann sjaldan einan og sér reyndar. Nota hann ef ég er að fara eitthvað fínt og set þá fyrst cover all mix, svo face and body foundation, næst púður yfir og svo í lokinn reflex cover til að hafa ekki alveg matta áferð á húðinni. Set hann í þríhyrning undir augun og læt hann ná meðfram efri hluta kinnbeinsins

Studio Fix púður frá MAC
Meiri snilldin sem þetta púður er! Nota það aðallega til að fá alveg flawless húð og set það þá yfir farða, eða bara eitt og sér og þá mjög lítið af því. Mér finnst best að nota 116 burstann frá MAC með þessu púðri því ef ég nota svampinn kemur svo þykkt lag sem mér finnst oft gervilegt. Get stjórnað betur hvað kemur mikið með burstanum.



Gamla góða Vaseline
Besti varasalvi í heimi. Staðfest. Set hann á mig óteljandi sinnum á dag. Mér finnst líka gott að svona einu sinni í viku ca tannbursta yfir varirnar þangað til það svíður smá og setja svo vel af vaselini og sofa með það. Varirnar verða svo ótrúlega mjúkar þegar maður vaknar! Líka fallegt ef maður vill hafa bara nude varir með dökkri augnförðun. Hef oft fengið hrós fyrir fallegt gloss sem reynist svo bara vera vaseline:)


Augabrúnablýantur frá Maybelline
Þegar ég er löt að lita á mér augabrúnirnar lít ég út fyrir að vera alls ekki með augabrúnir. Ég fer ekki út úr húsi án þess að vera búin að fylla upp í þær með blýanti frá Maybelline




Ég gæti haldið endalaust áfram en þetta er svona allra mest uppáhalds. Þarf örugglega sér færslu fyrir varaliti og augskugga og allskonar annað seinna :)


-Kara :)






1 comment:

  1. Í örvæntingartón: Kenndu mér!
    Ég eeeelska hvað þú ert flink með svona. Ætla að panta einkatíma eftir próf

    ReplyDelete