Tuesday, February 10, 2015

Bara þriðjudagur

Þar sem ég er ekki búin að blogga í milljón ár fannst mér við hæfi að koma með förðun sem er nóg drama fyrir alla blogglausu dagana til samans. Ég sótti innblástur í Lindu Hallberg en hjá henni er svona lúkk bara fyrir venjulegan þriðjudag. Og núna hjá mér líka.
Ég byrjaði á því að gera augabrúnirnar mínar mjög dökkar og hvassar en þá leit ég út eins og vitleysingur svo mér fannst glimmer yfir herlegheitin tilvalin leið til að laga mistökin. Rauðbleikur augnskuggi yfir allt augnlokið og vel inn í innra horn augans alveg upp við augabrúnina, risa gerviaugnhár og svo svartar varir með glimmeri yfir til að setja punktinn yfir i-ið.

Annars bara tilvalin förðun við sveitt tagl og under armour bol, finnst ykkur ekki?







Svartur eyeliner + kampavínslitað glimmer = blágrár glimmer varalitur! Þessi samsetning kom skemmtilega á óvart og er bara nokkuð töff. Kemst næstum því nálægt því að vera eins flott og blái glimmer-glossinn úr Make Up Store sem ég skal eignast. (Verst að ég lofaði mér í 4 mánaða snyrtivörubann eða þar til ég fer til NY í júní..)


Svo er aldrei að vita nema ég seti inn eins og eina eða tvær hugmyndir fyrir árshátíðarförðun. Eins ef einhver vill vera skvísa á árshátíðinni sinni er ykkur velkomið að senda mér skilaboð á facebook. Vert er að taka það fram að ég er ekki lærður förðunarfræðingur en hef tekið að mér farðanir hér og þar síðustu 2 ár. 


Góðar stundir