Tuesday, May 27, 2014

Nýtt: Makeup Geek og Mac

Það líður því miður (því miður fyrir veskið mitt þ.e.a.s.) aldrei langt á milli færsla um nýjar vörur í safninu mínu. En stundum er bara útsala í Mac...og þá bara þið vititð.

Fékk mér varalit sem var í Retro Matte línunni en er núna kominn í föstu línuna og heitir Relentlessly Red (reynið að segja það 10x hratt). Hann er alveg mattur og eiginlega meira bleikur heldur en rauður þó svo nafnið gefi annað til kynna. Ég set hann ýmist á með bursta eða bara beint á varirnar. 


Bjúdd!

Svo keypti ég afmælisgjöf handa einni góðri vinkonu á Makeup Geek síðunni. Var svo ánægð með augnskuggana sem ég hafði keypt þar um daginn að ég kippti með mér einum í viðbót, Gold Digger sem er alveg gylltur og svo einu Pigmenti, Utopia. Það er brún-gyllt og mjög gróft, sem mér finnst mjög flott. Ég spreyjaði smá Mac Fix+ á burstann til að glimmerið héldist betur. Finnst mjög fínt að fyrst kemur glimmerið soldið dreift yfir augnlokið en ef maður setur aðra umferð er hægt að byggja upp hversu mikið glimmer maður vill hafa. Ég setti tvær umferðir og notaði þéttan bursta með stuttum hárum frá Mac (237).





Afsakið Kára þarna á bakvið og glimmerið á kinninni á mér, fannst þetta bara svo góð mynd af varalitnum

Undir glimmerinu er ég með 2 brúna liti úr Sleek Oh So Special pallettunni. Ekkert meik á þessari mynd en hinsvegar er ég með smá brúnkukrem, hyljara, kinnalit frá Maybelline og highlighter frá Benefit. Mér finnst svo sumarlegt að leyfa freknunum bara að njóta sín og leyfa húðinni að anda aðeins í staðinn fyrir að setja meik eða BB krem.

Svo langar mig rosa mikið að þakka ykkur öllum sem heimsækið mig hingað reglulega, er alltaf jafnhissa hversu margir skoða þetta. Mér þykir líka ótrúlega vænt um öll komment, gaman að sjá hverjar þið eruð sem lesið :)
Væmni búin ókei bæ 

-kara
xx







Wednesday, May 21, 2014

Meik-laus förðun

Ég held ég geti alveg fullyrt það að ég hafi aldrei notað eins fáar vörur í heildar-andlitsförðun. Notaði 6 vörur! (plús bursta..en þeir teljast ekki með). Ég er ekki í stuði til að nota meik svona í sólinni svo ég notaði bara hyljara og örlítið púður á staði sem verða vanalega smá "oily" (leita hér með að íslensku fyrir oily...)
Þetta er allt sem ég notaði

Þetta er t.d. tilvalið til að taka með sér í ferðalag. Það er hægt að búa til fínasta dag og kvöld-lúkk með þessu öllu saman. Án þess að þrífa málningun af sér a milli..
T.d. svona:

Nr. 1: á ströndina (ef þú ert svo heppin að eiga leið þangað..ekki ég)
Eeeeekkert nema sólarvörn - málning á andliti á ströndinni er algjör sóun finnst mér..tiiiiil hvers?

Nr. 2: á daginn
Mac Pro Longwear hyljari (blandaði með RT buffing bursta), Rimmel stay matte yfir hyljarann og aðeins á T-svæðið, Sleek augabrúnablýantur, smá ljósbrúnn augnskuggi í crease-ið og smá bleikur augnskuggi á kinnarnar ooog maskari.

Nr. 3: út að djamma
Móta augabrúnirnar aðeins betur með blýantinum, brúnn augnskuggi á ytri hluta augnloksins, í crease-ið og undir neðri augnháralínuna. Önnur umferð af maskara og varalitur (frá Body Shop). 

Hugsa að þetta sé það sem ég mun taka með mér í næsta ferðalag + kannski 2, 3 varaliti í viðbót..(ef flugmennirnir og flugfreyjurnar vilja fljúga með okkur). Á það til að taka aðeins of mikið af förðunardóti með mér. Nú skal ég láta þetta duga!

-kara xx








Tuesday, May 20, 2014

Meira Sleek í safnið

Ég pantaði örlítið Sleek góðgæti frá henni Heiðdísi á haustfjord.is.



Ég var búin að hafa augastað á augabrúnablýant bæði frá Anastasia og Hourglass en tímdi bara alls ekki að kaupa mér svoleiðis svo ég ákvað að prófa sambærilegan blýant frá Sleek til að sjá hvort það væri eitthvað varið í hann. Og viiiiiti menn, þvílík snilld! Vaxkenndur "skrúfblýantur" með skáskornum oddi og spooley greiðu á hinum endanum. Fullkominn til að fylla inn í og móta augabrúnirnar.

Augabrúnalaust freknufés



Voilá


Keypti líka Matte Me gloss í litnum Fandango Purple sem er fjólublátt gloss sem þornar alveg matt. Liturinn er mjög sterkur og kemur mjög vel út á vörunum.


Aldrei vill myndavélin mín sýna ykkur raunverulegan lit varalita/glossa..eitthvað stillingaratriði sem ég kann ekki á. Liturinn er mikið fjólublárri svona in real life

Keypti svo augnskuggapallettu sem heitir Oh So Special og er með fallegum bleiktóna litum. Eftir að Naked 3 pallettan frá Urban Decay kom út hefur mig langar mikið í einhverja svipaða með bleiklita tónum en eins og þið giskuðuð sennilega á tími ég alls ekki að kaupa mér hana heldur... Eins og ég hef talað um áður hér á blogginu eru augnskuggarnir frá Sleek algjör snilld! Mjög sterkur litur í þeim og í pallettunni er passleg blanda af möttum og glimmer litum(samt ekki glimmer..bara svona smá).


Í lúkkið hér fyrir neðan notaði ég bleika í efri röðinni, og nr. 2 og 4 frá vinstri í þeirri neðri



Ég notaði ljósbleika augnskuggann í efri röðinni sem kinnalit og er ótrúlega ánægð með hvernig það kom út! Mér dettur líka í hug að ljósbrúni liturinn í neðri röðinni gæti virkað sem skyggingarlitur fyrir ljósa húð. Þessi palletta er því tilvalin í ferðalög! Multitasker þessi..


Ég á í love/hate sambandi við freknurnar mínar. Núna þýða þær að sólin er komin og það gleður mig gríðarlega og ég býð þær velkomnar!

L8er homies
-kara xx





Monday, May 19, 2014

Förðunardótstiltekt

Ég tók smá förðunartiltekt um daginn - ætlaði að fara í gegnum allt og henda gömlu drasli og svona. Henti einu meiki og 2 augnskuggum. Allt hitt er eins nauðsynlegt og hendur og fætur fyrir mér.

Fyrir:



Fann þetta krútt í Ikea og stóðst ekki mátið. Skipti svo um skoðun og geymdi eyelinera þarna í staðinn

Mig vantar ennþá almennilega hrislu fyrir varaliti

Söstrene grene boxið - er ekki alveg nógu ánægð með þetta skipulag - allt í klessu. Eeeen það besta sem ég get gert í bili

Mun betri nýting á fína Godmorgen Ikea boxinu. Allir varalitirnir komnir á einn stað svo enginn gleymist í sumar. 

Gleðilega sól!!





Monday, May 12, 2014

Nýtt - Inglot og Mac

Ég var algjör sauður og gleymdi að taka mynd af Eurovision förðuninni minni á fimmtudaginn laugardaginn og þessvegna er engin færsla sem heitir Júróförðun nr. 2 eða nr. 3..sawryyy
EN hinsvegar var ég mjög ánægð með laugardagsförðunina - keypti mér gullfallega augnskugga úr Inglot, einn gel og hinn í eiginlega sama lit en ekki eins metallic áferð og öörlítið af fjólubláum tónum í honum líka. Bjúúútífúl! og ekki skemmir fyrir að saman kostuðu þeir litlar 3300 kr! Sem mér finnst ekki mikið fyrir góða augnskugga.



Svo á ég rosalega góða foreldra sem voru í London og ég bað móður mína að kaupa fyrir mig í duty free í London varalitinn Kinda Sexy frá Mac og 224 blöndunarburstann. Kinda sexy var því miður ekki til, en ég var svo heppin að Alluring Aquatic línan er komin út og í staðinn fékk ég litinn Enchanted One úr þeirri línu. Ég sver það að ég hefði borgað fullt verð bara fyrir pakkninguna, oh lord hvað þetta er fallegt! Hefði ég vitað að þessi lína væri að koma út (hef ekki verið með puttann á förðunarpúlsinum síðustu vikur greinilega...) hefði ég beðið mömmu að kippa með sér fleiri vörum úr línunni, mig langar í allt! Vonandi verður eitthvað til í Svíþjóð þegar ég fer þangað eftir rúmar 3 vikur..krossa fingur!
Sjáiði þetta bjútí!




Áferðin er mött en hann er samt mjög mjúkur, frekar þykkur og mjög pigmentaður - algjörlega einn af þessum your lips but better litum! Örugglega mjög fallegt líka að setja örlítið bleiktóna gloss yfir, mér dettur strax í hug NYX Beige glossið..en það er líka fyrsta glossið sem kemur upp í huga minn ef ég hugsa um gloss - alltaf! Best í heimi..varð að koma því hérna inn

Þessi er möst - aðeins meira fluffy en 217



Nú er komið sumarfrí og fyrsta mál á dagskrá er að útbúa förðunaraðstöðu með nýjum hirslum og nýju skrifborði (snyrtiborði) - hlakka til að sýna ykkur þegar það er tilbúið!

Oooog eitt enn! Lína vinkona mín er algjör snillingur bæði í förðun og bara lífinu - fyndnust í heiminum! Hún setti sér þá áskorun að ganga með varalit á hverjum degi í 82 daga og blogga um hvern og einn einasta. Varalitasjúka ég fylgist spennt með og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama :) einnvaralituradag.blogspot.it - check it out


aaaadios amigos
ást xx


Tuesday, May 6, 2014

Júróförðun nr. 1

Ég fór úr náttbuxunum seinni partinn í dag og í betri gallann til að horfa á Eurovision í einni af nokkuð mörgum lærdómspásum í dag. Mér fannst það kjörið tækifæri til að prófa nýju Makeup Geek augnskuggana mína. Ég eeeelska þá! Svo pigmentaðir og svoo ódýrir! Keypti fjóra: Peach Smoothie, Creme Brulée, Cocoa Bear og Cinderella. Notaði þá alla í þetta lúkk. Peach smoothie yfir allt, creme brulée í crease-ið, cocoa bear til að dekkja ennþá meira í creasið og aðeins á ytri hluta augnlokanna og svo cinderella á innri ca 2/3 augnloksins. Svo notaði ég L'Oreal Super Slim eyelinerinn og L'Oreal million lashes maskara. Á húðinni er ég með Rimmel Match Perfection, sólarpúður frá Make Up Store og Coralista kinnalit frá Benefit. Á vörunum er varaliturinn Syrup frá Mac.



Nokkrar freknur farnar að láta sjá sig


Freknunærmynd



Gleðilegt Eurovision!! xo


Kara

Thursday, May 1, 2014

Hollur heimagerður ís

Nú fyrst held ég að bragðlaukarnir mínir séu orðnir fullþroskaðir. Ég borða nefnilega hnetusmjör núna, viti menn! OG snickers! OOOG peanut m&m. Já, undur og stórmerki gerast.
Þetta blogg átti að vera tilbúð fyrir langalöngu en myndavélin mín var með mótþróa svo hér er það..blogg nr. 2 þetta kvöldið!

Ég hef nokkrum sinnum gert mér "ís" úr frosnum bönunum og ákvað að gera svoleiðis um daginn eftir að ég mundi að ég ætti banana í frystinum - en svo, 40 gigtar- og bæklunarfyrirlestrum seinna, fannst mér bara að ég þyrfti að bæta einhverju smá gúmmelaði í þetta til viðbótar.

Frosinn banani (bananar? fer eftir magamáli hvers og eins) + hnetusmjör + smá kakó í blandara/matvinnsluvél



Nei þetta lítur ekki út eins og ís..en ekki gefast upp (og måske bætið við mjólkurdreitli ef þetta er allof þurrt - bara smá dropa!)

ÍS!!

oooooomnomnom!

Nammnamm ís og glósur



Gleðilega ísgerð!







Nýtt og nýlegt

Góðan og fallegan daginn elsku þið!

Ég biðst afsökunar á fjarveru minni, hef bara ekki beint verið í förðunar-stuði svona í prófunum. Mig langaði samt að skella í eina litla færslu og sýna ykkur nokkra hluti sem ég hef sankað að mér síðustu vikur. Það líður sjaldan langt á milli þess sem ég kaupi mér eitthvað nýtt í safnið. Ég veit ég átti að vera í snyrtivörubanni fram á sumar..en hvern er ég að reyna að blekkja? Ég er hömlulaus. Naglalökk eru venjulega ekki á innkaupalistanum en ég er bara búin að lenda óvart með nefið ofan í 50% naglalakka-útsölu körfur í apótekum borgarinnar. Kemur fyrir besta fólk!


1. Bourjois Rouge Edition Velvet 06 Pink Pong
2. Mac Pro Longwear Concealer
3. Maybelline Color Show Rose Chic
4. L'Oreal 819 Sublime Platine
5. L'Oreal 833 Wasabi Hint
6. Depend nr. 362
7. Depend nr. 347

Ég var spenntust fyrir Bourjois varalitnum sem ég keypti í dag, en ég rakst á hann í Hagkaupum í dag mér til mikillar ánægu eftir að hafa séð tvo uppáhalds youtube bjútíbloggarana mína dásama þá undanfarið! Keypti litinn Pink Pong. Þetta kemur út eins og gloss en þornar með mattri/velvet dásamlega fallegri silkimjúkri áferð. Hér sjáiði hvernig liturinn lítur út á mér:



Myndavélin pikkar ekki alveg upp hversu mikið fallega bleikur hann er - ekki svona rauðbleikur eins og á myndinni..samt mjög fallegur. Finnst ekki ósennilegt að fleiri litir rati í safnið á næstunni. Næst á dagskrá er fallega rauði liturinn Hot Pepper. 



Mig vantaði nýtt rakakrem svo ég keypti mér Nordic Moisture frá Garniere. Hlakka til að prófa það, hef aldrei prófað vörur frá Garniere áður. 
Ég kippi oft með mér í Body Shop litlum kremdollum. Þær eru rosa sniðugar oooog ódýrar. Bæði sniðugt til að prófa ný krem án þess að borga morðfjár fyrir krem sem hentar þér svo kannski ekki. Líka tilvalið að taka með sér í ferðalög! Fíla bæði kremin mjög vel. Annað er frískandi rakakrem með E-vítamíni og hitt er Aloe næturkrem. Mér finnst gott að hafa tvö rakakrem í gangi. Fínt fyrir húðina að breyta aðeins til.


Þennan maskara keypti ég á miðnæturopnun í Kringlunni á 50% aflslætti. Ég hef notað hann mjög mikið og finnst hann mjög góður. Lengir vel og þykkir við rót augnháranna. Eina sem ég get kvartað yfir er burstinn. Ég er ekki hrifin af burstahárunum og ekkert sérstaklega hrifin af löguninni, en formúlan finnst mér frábær!
Mig vantaði svo nýjan felt tip eyeliner fyrir svona morgna þar sem maður er á síðustu stundu en vill aðeins sjæna sig. Þessi er tilvalinn í það. Lögunin á pennanum er frábær og auðvelt að nota hann en ég er ekki alveg nógu hrifin af formúlunni. Innst í augnkrókunum finnst mér liturinn smitast niður í neðri vatnslínuna þar sem ég vil alls ekki hafa neinn lit. Kaupi þennan sennilega ekki aftur þar sem það er nóg úrval til af svona pennum.

Ég keypti líka tóma pallettu í Mac og depot-aði í gær nokkra augnskugga. Þeir eru afar glaðir með nýja heimilið sitt. Að depot-a augnskugga er efni í heila færslu í viðbót sem ég skal skrifa með glöðu geði ef einhver hefur áhuga á að vita hvernig það er gert, endilega látið mig vita hvort þið viljið sjá svoleiðis :)


Þá hef ég formlega hafið störf á ný eftir pásu. Eftir prófin hef ég agalega lítið að gera og kem því vonandi til með að koma með nýtt blogg daglega eða annan hvorn dag. 

Góðar stundir! xo

Kara