Tuesday, September 24, 2013

Fyrir og eftir + meistaramánuður

Nú nálgast Meistaramánuður óðum og ég hef aldrei nennt að standa í svoleiðis veseni áður. Núna í ár langar mig hinsvegar að taka þetta með trompi og komast almennilega inní rútínuna sem er hægt og bítandi að myndast með skólanum og haustinu. Það er oft talað um það í sambandi við markmiðasetningu að segja sem flestum frá settu markmiði til þess að vera undir meiri pressu. Ég vinn best undir pressu og ætla þess vegna að deila með ykkur frekar persónulegum myndum sem ég hef nú ekki lagt í vana minn að setja á veraldarvefinn.

Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar maður hættir skyndilega að æfa 24 tíma á viku og fer að vinna á leikskóla með besta mat í heimi og nóg af honum (og skortur á sjálfsstjórn kemur þarna einhversstaðar inní líka..) þááá verður sko more to love! Það gerðist aldeilis hjá mér og mér brá eiginlega við að sjá hvernig ég var orðin..Bætti á mig a.m.k. 11 kílóum á einu ári! Var löngu hætt að stíga á vigt undir lokin því ég vissi alveg að mér myndi ekki þykja skemmtilegt að sjá hvað hún hefði að segja.
Svo um haustið hætti ég að vinna á leikskólanum og þá fóru alveg 5 kíló á svona 3 mánuðum. Ég ráfaði samt alltaf hálf stefnulaus um World Class og borðaði alveg hollt en allt svo random eitthvað - engin hugsun á bakvið það. Í desember fór ég svo í fjarþjálfun hjá Loga Geirs og þá fóru hlutirnir að gerast! Var í þjálfun fram í lok apríl og hér er það sem gerðist:



Þó ég sé alls ekki kominn á þann stað sem ég vil vera (fituprósentalega séð..) þá er ég komin langleiðina og þar kemur meistaramánuðurinn til sögunnar. Ég er búin að reyna að viðhalda þeim árangri sem ég náði í þjálfuninni síðustu mánuði og það hefur gengið mjög vel. Nú er hinsvegar kominn tími á nýja árangursmynd. Ég ætla að gefa mér 3 mánuði og bæta svo við þriðju myndinni. Nú verður allt sett á fullt. 

Ég ætla að njóta þess að hreyfa mig og njóta þess að borða góðan mat. Mat sem nærir líkamann og nýtist honum. Ég ætla ekki að neita mér um neitt sem mig langar í heldur njóta þess í hófi!

Kem svo örugglega með smá update inn á milli förðunarblogganna :)


Hvet alla til að skora á sjálfan sig og taka Meistaramánuðinn með trompi!


-kara:)



Monday, September 23, 2013

Rimmel London útsala!

Rimmel London
 


Afmælisgjafir frá mér til mín eru alltaf skemmtilegar. Hér er smá sýnishorn af gjöfinni í ár :)
Nú er 30% afsláttur á Rimmel vörum á asos.com og ef þið voruð að hugsa um að fjárfesta í einhverjum Rimmel vörum þá er þetta kjörið tækifæri til að kaupa sér fínerí á afslætti - það er aldrei leiðinlegt!
Þetta gerði annars blautan og gráan mánudag töluvert gleðilegri! Mæli með því að þið gerið slíkt hið sama!

-kara


Thursday, September 19, 2013

Fljótlegasti kvöldmatur í heimi

Í alvöru. Fyrir utan örbylgjunúðlur. Það liðu ca 30 mín frá því að ég byrjaði að elda og þar til maturinn var kominn á borðið. Ég er nýflutt og ísskápurinn er smátt og smátt að fyllast, en ég kann alls ekki að elda fyrir 2, svo ég elda bara fyrir svona 4-6..og á svo bara afganga í aðra máltíð eða nesti:)
Þegar ég elda er ég ekkert mikið fyrir að fylgja uppskriftum, hendi bara einhverju saman og þetta til dæmis kom mjög vel út! Ef þið eruð í tímaþröng þá er þetta ansi þægilegur og fljótlegur kvöldmatur:)

1 pakki af nautahakki
2-3 stórar gulrætur
1/2 sæt kartafla
1/2 brokkolíhaus
1 dós gular baunir
nokkrir sveppir
dass af pasta (ég notaði lífrænar spelt skrúfur frá Sollu..þær voru nefnilega á tilboði)
1 krukka salsa sósa
1 lítil dolla af rjómaosti

Allt skorið í bita, hakkið steikist á einni pönnu á meðan pastað sýður í öðrum. Smá olía í stóran pott og kartöflurnar, gulræturnar, brokkolíið og sveppirnir sett ofan í eitt af öðru. Svo er hakkinu og pastanu blandað við grænmetið og sósunni og rjómaostinum blandað við allt saman. Allt í eldfast mót, rifinn ostur yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Yuuum! (Var svo glorsoltin að ég gleymdi að taka mynd af góðgætinu áður en ég reif matinn í mig...enda býður þessi réttur ekki beint uppá glæsilega framsetningu, svolítið gums bara.)



Verði ykkur að góðu!
-Kara



Saturday, September 7, 2013

Nýtt uppáhalds

Ég er búin að vera ansi löt við blogg í sumar - en hinsvegar hef ég verið ansi dugleg að versla snyrtivörur, svo að ég býst við að það verði nóg af vöruumfjöllunarfærslum næstu daga. Nú er skólinn kominn á fullt og veðrið ógeðslegt að vanda og þá er best að sitja bara heima að læra..og blogga. Ætla líka að reyna að taka upp fleiri video, því mér finnst sjálfri svo gaman að horfa á svona video og vona að einhverjar ykkar geti kannski fengið innblástur eða lært eitthvað af videounum :)

En að aðalástæðu þessarar færslu : ég fjárfesti loksins í Nars Sheer Glow farðanum sem mér finnst aaaaaallir búnir að vera að tala um - og ekki að ástæðulausu greinilega. Ég hef aldrei orðið svona hrifin af farða við fyrstu sýn. Áferðin er ótúlega falleg og "dewy", ótrúlega auðvelt að skella á sig með höndunum í flýti, eða dunda sér við það með bursta. Hægt að hafa frekar létt rétt til að jafna út húðlitinn eða setja aðra umferð til að hylja betur. Áferðin verður svo náttúruleg og frískleg og mjög auðvelt að blanda og vinna inn í húðina.  Ég sé smá eftir því að hafa ekki keypt líka ljósari lit fyrir veturinn og helst bara tvö stk af hvoru. 
Ég hef líka heyrt að þetta meik sé jafnvinsælt hjá þeim sem eru með frekar feita húð og þeim sem eru með mjög þurra húð.
Eini gallinn við þetta annars snilldar meik er sá að það er engin pumpa svo maður þarf að hella farðanum úr til að nota hann. Sem mér finnst hrikalegt því að ég er hrædd um að það sé þá erfitt að ná farðanum úr þegar lítið er eftir. 


Ef þið eruð á leið til útlanda á næstunni eða viljið panta á netinu þá er þetta eitthvað sem ég mundi hiklaust mæla með að þið prófið :)