Sunday, September 21, 2014

AfmælisSigga

Skemmtileg tilbreyting að sjá annað andlit en mitt eigið á þessu bloggi, ekki satt? Sigga kom til mín í förðun fyrir afmælispartýið sitt og ég notaði Smashbox Full Exposure pallettuna og YSL babydoll maskarann. Á augnhárunum hennar Siggu er hann eins og gerviaugnhár - beeesti maskari í heimi, sver það. Notaði Nars Sheer glow í litnum punjab og smá Rimmel match perfection. Á vörunum er nude beauty varablýantur frá Make Up Store. Kinnaliturinn er ööörlítið af Flamingo frá Sleek og Mary Loumanizer highlighter frá theBalm.


Þessi augnhár!! <3





Til hamingju með afmælið fína sæta!



-Kara

Thursday, September 18, 2014

Annað Lorac lúkk

Eftir nokkrar tilraunir til að gera eitthvað klikkað lita Lindu Hallberg style á augun á mér endaði ég með eitthvað örlítið ófrumlegra en þó mjög klæðilegt smokey með Lorac Pro og gylltum eyeliner frá Make Up Store





Enduruppgötvaði ást mína á Rimmel Match Perfection meikinu. Fáránlega góð vara fyrir næstum engan pening!

Er með uppáhalds kinna-comboið mitt sem er Flamingo kinnaliturinn frá Sleek og Mary Loumanizer ofan á kinnbeinunum og blanda aðeins niður í kinnalitinn.

Á vörunum er ég með bleikan varablýant frá Nyx og Mac Rebel yfir 


over and out

-Kara

Sunday, September 14, 2014

Aðeins of gaman í gær?

Stundum er bara októberfest - svo þarf maður stundum að fara útúr húsi daginn eftir. Þá fyrst sér maður hvaða kraftaverk snyrtivörur geta gert. Var ekki í stuði fyrir mjög metnaðarfulla förðun en þessar fjórar vörur geta vakið ansi þreytulegt andlit til lífsins. Mín útgáfa af no makeup-makeup er gerð með eftirfarandi vörum:


Collection lasting perfection concealer. Hann er besti hyljari í heimi - engin spurning! Fæst því miður ekki á Íslandi en ef þið þekkið einhvern á leið til London myndi ég fá viðkomandi til að kippa með sér svona 30 stykkjum..Ég nota litinn 2 light. Það var ekki sjón að sjá mig þegar ég settist við snyrtiborðið í morgun (eða um 4 leytið..svoleiðis dagur bara). Ég hefði eiginlega átt að taka fyrir og eftir myndir því það var eins og ég hefði verið fótósjoppuð eftir að ég klíndi þessum undir augun á mér.

Kanebo Sensai Bronzing Gel. Ég hélt um tíma að þetta væri of-hypeaðasta vara í heimi og túpan lenti aftast í skúffunni um tíma. En þvílík dásemd sem þessi vara er og ég er mjög glöð að hafa enduruppgötvað hana. Gefur ótrúlega hraustlega, ferska og ljómandi áferð á húðina og pínu ponsu lit. Bara rétt svo maður líti ekki út eins og liðið lík. Hyljari + bronzing gel og þá þarf ekkert meik. Bara skella þessu á með fingrunum eða bursta. Mér finnst voða gott að nota RT buffing burstann. Passa bara að setja hyljarann á undan. Ég hef ekki hugmynd um hver minn litur er reyndar. Örugglega ljósasti.

Anastasia brow wiz. 2, 3 strokur yfir allra berustu svæðin á augabrúnunum, ekkert að móta þær eða skerpa neitt. Svona bara til að láta þær líta út fyrir að vera til staðar. Ég nota litinn ash blonde. 

Maskari að eigin vali. Þennan, YSL baby doll, er ég nýbúin að uppgötva og ooooh my lord þetta er besti maskari sem ég hef prófað. Segi það og skrifa. Fékk prufu af honum um daginn og svo aðra prufu sem kaupauka og keypti hann svo í fullri stærð en tími ekki að opna hann þar til prufa nr. 2 er alveg búin. Vil ekki að neitt af þessari dásemd fari til spillis!

Nú er það popp og mynd undir sæng. 

p.s. hætt að drekka


-Kara 



Monday, September 8, 2014

Skref fyrir skref - gel eyeliner

Mér finnst oft vanta eitthvað framan í mig þegar ég fer eitthvað fínt og er ekki með eyeliner. Oftast verður gel eyelinerinn frá Maybelline fyrir valinu þegar ég hef tíma til að vanda mig. Ef ekki nota ég L'Oreal Superliner Perfect Slim eða Maybelline gel-pennann. 



Lengst til vinstri er burstinn sem fylgir með eyelinernum frá Maybelline. Hann er mjög fínn ef maður vill fá frekar þykka línu. Silicone Liner burstinn frá Real Techniques er í miðjunni. Mér finnst gallinn við hann að maður þarf að setja svo oft meira gel á burstann. Mac 210 burstinn er svo mitt aðalvopn í baráttunni við jafna línu báðum megin.

Svona set ég á mig eyeliner - þessi aðferð verður yfirleitt fyrir valinu og mér finnst auðveldast að ná línunni eins báðum megin með henni. Ef ég byrja á að gera spíssinn út og dreg inná augnlokið verður hann oft fallegri en ekki séns að ná honum eins báðum megin...

1. klára alla aðra augnförðun fyrst - augnskugga og svoleiðis stúss


2. mér finnst best að byrja innst og halda hárunum lárétt þétt uppað augnháralínunni. Læt hann svo fylgja formi augans. Byrja semsagt með oddinn á ská niðurávið og svo réttist hann við. 


 3. klára línuna meðfarm augnhárunum. dreg svo línu frá horni augans og í áttina að enda augabrúnarinnar eins langt og ég er í stuði fyrir að hverju sinni.


 4. Tengi svo línurnar saman - efri línan endar vanalega ca á miðju augnlokinu


5. fylla inní



Voilá! 

Gangi ykkur vel!