Sunday, July 28, 2013

Makeup helgarinnar

Nóg af tækifærum til að klæða sig upp og gleðjast um helgina í sólinni :)

Fór á Kopar með fjölskyldunni á fimmtudagskvöldið og notaði Sleek Showstoppers pallettuna til að gera grænt smokey með svörtum dramatískum eyeliner. Á vörunum er ég svo með Russian Red varalitinn frá Mac.








Í gær notaði ég svo svartan augnskugga til að gera smá smudged eyeliner línu og setti svo Little Black Bow gel eyeliner frá Mac yfir til að fá smá silfur-glans í línuna. Varalturinn er Pink Punch frá Maybelline.





Vona að þið hafið notið helgarinnar í sólinni!

-kara:)






Tuesday, July 23, 2013

Auðveld hversdagsförðun

Á sumrin finnst mér gott að nota léttan farða og eins lítið af snyrtivörum og hægt er. Ég keypti mér nýlega nýtt BB cream, Nude Magique BB Cream frá L'Oreal. Það er með svokölluðum smart pigment capsules, en kremið er hvítt á litinn þegar það kemur úr túbunni en aðlagast svo húðlitnum þegar það kemst í snertingu við húðina. Mér finnst L'Oreal kremið betra en Maybelline BB kremið að því leiti að áferðin er náttúrulegri. Eini gallinn finnst mér að light er örugglega of ljóst fyrir mig og ég rétt kemst upp með medium núna að sumri til. Annars er hægt að gera það aðeins meira svona 'dewy' með því að setja það á beint eftir að rakakrem er sett á, annars er ekki nauðsynlegt að setja rakakem undir þar sem kremið sjálft gefur góðan raka.

Jæja nóg um það - hér er mín sumar-hversdagsförðun í nokkrum skrefum:


Freknufés með enga málningu og engar augabrúnir (þarf að fara að lita þær en nenni því aldrei)


Hérna er L'Oreal Nude Magique BB cream komið á (og ég augljóslega virkilega ánægð með það hahah). Ég ber það á mig með fingrunum bara - langfljótlegast!


Skellti augabrúnum á mig. Notaði augabrúnakittið mitt frá Sleek og Mac 266 bursta


Maskari - Maybelline Illegal Length, hann er í miklu uppáhaldi hjá mér


Svo finishing touch, smá kinnalitur, Rose Gold frá Sleek og sólarpúður frá Make Up Store
Reyndar finnst mér annar galli á þessu kremi að það 'grípur' sólarpúðrið eiginlega of vel og litlu gull-agnirnar verða alltof shiny, allavega í sólarljósi. Kannski betra að setja smá púður (helst blothing powder) yfir kremið áður...gott að vera vitur eftirá!

Það eru til fleiri vörur í Nude Magique línunni og hér getiði séð myndband frá Trendnet förðunarsnillingnum Ernu Hrund þar sem hún notar kremið, hyljarann og kinnalitinn



Ætla að fjárfesta í restinni af línunni fljótlega - hlakka til!

-kara:)

Monday, July 22, 2013

Besta kvöldnartið


Ein mesta snilld sem ég hef uppgötvað síðan ég byrjaði að vinna á leikskóla er Latabæjarís!
Mig langaði svooo í nammi í kvöld en fór í staðinn og keypti mér Sollu stirðu og Íþróttaálfaís hahah! Ekkert betra að narta í á kvöldin en frosinn skyr íspinni!

Óskalistinn - Sephora

Ég er á leiðinni til Svíþjóðar í ágúst og mér til mikillar gleði er nýbúið að opna Sephora verslun í Stokkhólmi!
Letin hefur yfirhöndina hjá mér í dag eftir göngu helgarinnar og ég setti saman smá óskalista. Ég vona að allavega nokkrar af þessum vörum endi í ferðatöskunni minni á leiðinni heim.







Gleðilegan mánudag! 

-Kara**






Sunday, July 21, 2013

Fimmvörðuháls-myndir

Ég gekk Fimmvörðuhálsinn úr Skógum yfir í Bása í Þórsmörk í gær í hópi góðra vina. Fengum frábært gönguveður og smá sólarglætu þegar við komum niður. Snilldarlega vel heppnuð helgi að baki!
Mér fannst einu sinni ótrúlegt hvernig fólk nennti að arka yfir fjöll og firnindi og uppskera bara blöðrur á fótum og verk í baki og hnjám. En ég skil það sko heldur betur núna - ótrúlega eigum við fallegt land! Útsýninu á leiðinni verður ekki lýst með orðum! Svo ég sýni ykkur bara myndir í staðinn.
Leiðinlegt reyndar að á sumum myndunum sést ekki aleg nógu langt þar sem smá þoka skyggði á útsýnið.
























-njótið dagsins í sólinni!
áfram Stjarnan!

-kara:)



Saturday, July 13, 2013

Kolaportið

Ég og Bryndís Lára vinkona mín verðum með bás í Kolaportinu á morgun, sunnudaginn 14. júlí. Við höfum báðar verið ansi duglegar að sanka að okkur dóti síðustu ár svo það verður aldeilis úr nógu að velja! Ég er allavega með tvær fullar ferðatöskur og held að Bryndís sé með svipað magn. Svo er ég með svartan ruslapoka nánast fullan af skóm og einnig verð ég með dágóðan slatta af eyrnalokkum sem ég hef verið voða dugleg að safna mér. 
Endilega kíkið á okkur ef þið hafið ekkert að gera í rigningunni á morgun og hjálpið okkur að losa við þetta allt saman! :)


-kara :)


Tuesday, July 2, 2013

Bestu/verstu snyrtivörurnar

Ég hef verið ansi dugleg að kaupa mér snyrtivörur í gegnum tíðina en síðan ég uppgötvaði förðunar-samfélagið á Youtube hef ég rannsakað allar vörur og lesið mér til um þær/skoðað dóma áður en ég kaupi eitthvað sem mig langar í. 
Ég ætla að nefna hérna nokkrar vörur sem ég hef annað hvort notað upp til agna og keypt aftur og aftur eða mundi kaupa aftur og svo nokkrar sem ég hef ekki verið nógu ánægð með.

Hér eru þær sem ég elska, dýrka og dái!



Maybelline The Colossal Volum' Express maskarinn stendur alltaf fyrir sínu! Einn besti Maybelline maskarinn að mínu mati. Ein umferð fyrir hversdagsförðun og tvær + fyrir dramatíska kvöldförðun


Hreinsivörurnar frá gamla apótekinu - best í heimi


Mac Face and Body foundation - fyrsti fljótandi farðinn sem ég keypti mér og sá eini sem ég hef klárað og keypt aftur og aftur



Smashbox photo finish primer. Keypti svona litla túbu í Sephora sem er alveg að klárast. Ætla pottþétt að fjárfesta aftur í svona. Gerir áferðina á farðanum fallegri og lætur hann endast miklu lengur



Augnskuggar frá NYX. Ótrúlega endingagóðir og sterkir litir. Helmingi ódýrari en t.d. Mac og endalaust litaúrval. Er líka mjög hrifin af loose pearl eyedust-inu. Hér er facebook síða NYX á Íslandi



Kinnalitir frá Sleek - mig langar í þá alla!



Svo eru því miður nokkrar vörur sem hafa ekki ratað eins ofarlega á listann - sem dæmi:


Nú verða eflaust margir hissa því þetta er af mörgum talinn maskarINN - en hann því miður gerir bara alls ekki neitt fyrir mín augnhár. Mér finnst líka ekki þægilegt að hafa svona litla greiðu.


Þeir örfáu litir sem ég prófaði í þessari ollu mér miklum vonbrigðum. Um leið og ég ætlaði að blanda aðeins út línurnar þá bara hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu. Eflaust eru samt einhverjir sem eru í lagi - geri kannski vísindalega könnun á því síðar. 



Maybelline The Falsies Feather-Look. Eins og ég dýrka venjulega falsies maskarann þá er ég alls ekki hrifin af þessum - mér finnst hann bara láta augnhárin mín líta út fyrir að vera ósköp einmanna strá hér og þar og afskaplega lítið annað.




Maybelline Master Shape brow pencil. Keypti mér þennan þegar gamli góði var alveg búinn. Hélt að þessi væri eins en nei ónei aldeilis ekki. Þessi er svo mjúkur að hann er eiginlega bara litað vax. Þarf að ydda hann í hvert einasta skipti sem ég nota hann og endist því örstutt ólíkt hinum. Notaði áður eldri týpu frá Maybelline sem virðist því miður ekki vera til sölu lengur.


Mac Blacktrack eyeliner. Þessi á reyndar heima bæði í uppáhalds og óuppáhalds. Hann er yndislega fallegur og þægilegur i notkun þegar hann er nýr en þornar svo fljótt! Ég er ekki mikið í að nota svona blautan eyeliner nema kannski um helgar og þess vegna fer lítið af honum í einu en nú á ég hálfa dolluna eftir og allt orðið skraufþurrt. Ég keypti svo Maybelline Gel eyelinerinn og hann er geggjaður! Hlakka til að sjá hvort hann endist lengur en þessi.



-----------------------------------------------------------------------------------------

Auðvitað erum við mismunandi eins og við erum margar/mörg - það sem mér finnst glatað gæti verið í uppáhaldi hjá einhverjum öðrum og öfugt. Væri gaman að heyra frá ykkur hvort þið séuð sammála eða ósammála mér í þessum efnum :)

-Kara