Monday, February 24, 2014

Nýtt í safnið

Ég verð að fara að hætta þessu. Ég lofa, ég er komin í snyrtivörubann fram á sumar. Allavega þá fékk ég sendingu í dag frá feelunique.com með smá góðgæti fyrir sálina mína. Ég pantaði kinnalit frá Maybelline (sem er reyndar til hér heima en hann var ódýrari þarna), Stila augnskuggann Kitten sem mig hefur langað í rooosalega lengi, þar sem youtube-skvísur kepptust um að dásama hann á tímabili, Rimmel Apocalips gloss, það þriðja í safnið, í litnum Nova og síðast en ó alls ekki síst Real Techniques Miracle Complexion Sponge. Hann er frændi hins alræmda Beuty Blender og mér skilst á dómum sem hann hefur fengið að hann veiti honum harða samkeppni, sérstaklega miðað við verðið. RT svampurinn kostar um 1100 krónur íslenskar á meðan Beauty Blenderinn kostar 2200.





Það sem gerir RT svampinn öðruvísi en BeautyBlenderinn er lögun hans en hann er flatur á einni hliðinni en sú hlið er hugsuð til að bera farða undir augun og ná þannig betur t.d. inn í augnkrókinn og alveg upp að neðri augnhárunum

Oddmjói endinn er til að hlyja lítil svæði


Svona lítill og sætur kemur hann úr pakkanum

En stækkar svo þegar maður bleytir hann stækkar hann töluvert. Það er hægt að nota hann bæði þurran og rakan. Ég hef reyndar bara séð hann notaðan rakan. Þá rennbleytir maður hann og kreistir allt vatnið úr honum og dúmpar svo farðanum á andlitið.  Hér getiði séð Sam úr Pixiwoo sýna hvernig hún notar hann 

Glossið Nova frá Rimmel - án flass

Með flassi

Kitten frá Stila

Maybelline Dream Blush, fallega ferskjulitaður kremkinnalitur


Allt voða fínt og nauðsynlegt! Skelli í aðra færslu um RT svampinn bráðum

-Gleðilegan mánudag! :)

-Kara

Thursday, February 20, 2014

#3

Hér er enn eitt árshátíðarlúkkið. Ég ákvað að leika mér aðeins með nýja liti og notaði til þess tvær pallettur frá Sleek, Ultra Matte V2 og Showstoppers. Notaði grænbláan og svartan lit úr þeirri möttu og svo fjólubleikan sanseraðan úr Showstoppers, bleikan og ljósan sanseraðan. Í þetta skiptið byrjaði ég á augunum því ég notaði dökka liti og það féll svolítið undir augun. Þess vegna lít ég út eins og panda á nokkrum myndum...

Hér eru herlegheitin, skref fyrir skref

1. Gleði gleði gleði


 2. Panda panda panda..blágrænn augnskuggi yfir og undir


3. Fjólubleikur í crease-ið og undir neðri augnhárin alveg inn í augnkrókinn


 4. Hvítur sanseraður augnskuggi inn í augnkrókana og svartur eyeliner meðfram augnhárunum


 5. Hyljari og svo blanda blanda


 6. Meik og púður og allt svoleiðis (Rimmel Wake Me Up Foundation + Stay Matte púður undir augun)


 7. Augabrúnir - aðeins dekkri en venjulega en mér fannst þetta lúkk þurfa aðeins sterkari augabrúnir. Þarna er ég líka búin að skyggja undir kinnbeinin, setja kinnalit og highlighter


 8. Maskari og nude varablýantur + gloss...voilá!








 Off it goes...

Hej då!

-Kara

Wednesday, February 19, 2014

5 highlighter-ar

Ein tegund snyrtivara sem ég kynntist fyrir ekki svo löngu er highlighter. Því miður kann ég ekki gott íslenskt orð yfir þessa fegurð en það verður að hafa það.
Í Benefit jóladagatalinu mínu leyndust þrír slíkir, annan frá Benefit keypti ég í Saga Shop hjá Icelandair og þann fimmta pantaði ég á spottprís hjá Sleek. Allir eru þeir fallegir, en með mismunandi liti og áferð. Ég tók myndir af þeim öllum með og án flass svo þið sæjuð hvað þeir koma fallega út á mynd, en mér finnst highlighter vera algjört möst við fínni tilefni þegar ég veit að nokkrum myndum verður smellt af það kvöldið. Hann er borinn á ýmist með bursta eða fingrum. Mér finnst best að nota bara puttana til að blanda kremvörunum en nota bursta fyrir púðrið og stundum líka fyrir Watt's Up, þá nota ég litla flata foundation burstann frá RT.

Highlighter er borinn á efri hluta kinnbeina og jafnvel aðeins fram á epli kinnanna (lita bollusvæðið sem birtist þegar við brosum), fer eftir smekk. Mér finnst það mjög fallegt. Svo er hann gjarnan settur niður eftir nefinu, samt ekki alveg á nefbroddinn, í v'ið á vörunum (cupid's bow) og undir augabrúnirnar.
Á nefið, cupid's bow og undir augabrúnirnar myndi ég þó segja less is more, ekki fallegt að vera of glansandi um allt andlitið.



Watt's Up // Sleek // Girl Meets Pearl // Highbeam // Sunbeam

Highlighter stifti sem hægt er að skrúfa upp og kemur með bursta á hinum endanum. Skemmtilegar umbúðirnar líka

Watt's Up án class

Watt's Up með flassi

Púður-highlighter sem kemur í Contour Kit frá Sleek. Sólarpúðrið er líka mjög gott til að skyggja með. Þennan er hægt að hafa mjög lítið áberandi og byggja upp ef maður vill. Gæði og gott verð - I like

Án flass

Með flassi

Krem-highlighter með ó svo mjög fallegri áferð. Þessi er í uppáhaldi þessa stundina

Ekkert flass

Flass
Þessi tvö sætu sýnishorn komu í dagatalinu. Highbeam er ljósari og meira svona silfur/hvít/bleikur á meðan Sunbeam væri sérlega fallegur á fallega sólbrúnni húð í sumar, aðeins gylltari tónar í honum.

Highbeam // Sunbeam
ekkert flass

Highbeam // Sunbeam
flass


ÁYoutube eru endalaust af sýnikennslumyndböndum sem þið getið notfært ykkur til að læra hvernig og hvar highlighterinn er settur á :)

Þetta er algjört möst fyrir árshátíðina! Ég held að langflest snyrtivörumerki séu með einhverskonar highlighter og svo er líka hægt að nota bara ljósan sanseraðan augnskugga. T.d. Phloof frá Mac eða Vanilla pigmentið frá þeim, um að gera að prófa sig áfram og alltaf gaman þegar maður getur nýtt vörur í eitthvað annað en þær "eiga" að gera



-Kara





Tuesday, February 18, 2014

Nýtt ódýrt uppáhalds

Það er svo gaaaman að finna gott meik á góðu verði! Ég pantaði á ASOS Bourjois Happy Light, sem er reyndar ekki komið til Íslands ennþá en hlýtur að koma. Það var á útsölu svo að ég gat eiginlega ekki sleppt því. Það er svo ótrúlega auðvelt að vinna með það og liturinn hentaði mér mjög vel. Umbúðirnar lofa manni 8 klst raka og þegar þetta er skrifað er ég búin að vera með meikið á mér í 6 klst og það er ennþá fullkomið. Ég finn reyndar ekki mikinn mun á rakanum í húðinni, en mín húð hefur aldrei verið til vandræða þannig lagað séð. Væri gaman að heyra ef einhver ykkar er með þurra húð hefur prófað þetta hvernig það entist á ykkur. Áferðin er mjög falleg og náttúruleg og ég notaði ekki einu sinni púður yfir, sem ég er annars vön að gera. Ég tók smá séns að panta þetta á netinu, því að litatónarnir í þessu eru alls ekki eins og í Healthy Mix og Healthy Mix Serum, sem er skrýtið því allir litirnir heita fimmtíuog-eitthvað..Ég nota t.d. 52 í Healthy mix en tók ljósasta (50) í Happy Light. Hann er samt alls ekkert svo ljós.. Í Happy Light línunni eru líka til tveir serum primer-ar, annar fyri "luminous" áferð og hinn fyrir matta. Ég tímdi ekki að skella mér á þá í þetta skiptið þar sem ég á nóg af primerum til að endast mér allavega fram á sumar, sé til með hina þá.

Ég var samt svo heppin í þetta skiptið að þegar ég pantaði á ASOS ætlaði ég fyrst bara að panta mér Rimmel Match Perfection og Rimmel Wake Me Up í ljósari lit því þau sem ég á eru orðin of dökk fyrir vetrar-mig. Svo skellti ég einu Rimmel Stay Matte púðri með í körfuna og borgaði. Sá svo að Happy Light var á útsölu svo ég hætti við hina pöntunina og pantaði í staðinn Happy Light og Match Perfection og hætti við púðrið og Wake Me Up. Daginn eftir fékk ég tölvupóst þess efnis að báðar sendingarnar væru á leiðinni til mín, en þar sem ég hafði hætt við aðra þeirra og það hefðu verið þeirra mistök að senda hana yrði ég ekki rukkuð fyrir hana en fékk samt að eiga hana aaaalveg fríkeypis. Ég var mjög glöð að enda með 4 meik og 1 púður í staðinn fyrir 2 meik. Alltaf gaman að fá ókeypis dót!

Hér eru myndir af Bourjois Happy Light í nr. 50 (porcelain) og burstanum sem ég notaði til að setja það á mig, Buffing brush frá Real Techniques. Ég var mjög ánægð með útkomuna en sökum prófamyglu fáið þið ekki að sjá mig með meikið á mér..kannski bara seinna :)




Gleðilegan mánudag!

-Kara

Saturday, February 15, 2014

Makeup kvöldsins

Eurovision með Saumaklúbbnum Braga - stefnir í toppskemmtun! Varaliturinn er minn heittelskaði Rimmel Kate Moss 107 sem ég pantaði nýlega eftir að hafa týnt gamla mínum..kjána Kara





Góða skemmtun í kvöld gott fólk



Friday, February 14, 2014

Árshátíðarförðun #2

Þetta lúkk er töluvert dramatískara en það síðasta, en þetta er hinsvegar meira í áttina að því sem ég er vön að setja á mig þegar ég fer út. Kannski ekki alveg með glimmerinu og litunum, en svona..

Ég veit að það er alls ekki fyrir alla að hafa glimmer OG liti OG þykkan eyeliner allt í einum graut en mér finnst það fínt og ég vona að ykkur finnst það líka :)


1. Fyrir

2. Notaði meik frá Make Up Store og e.l.f. augabrúnalit. Notaði svo Helena Rubinstein Magic Concealer undir augun og Rimmel Stay Matte Púður yfir hyljarann og aðeins á ennið og nefið


 3. Setti Chrome glimmer frá Make Up Store yfir allt augnlokið og svo Pollution Microshadow (líka frá Make Up Store) meðfram augnhárunum og svo upp við augnbeinið.


 4. Blandi blandi blandi


 5. Setti svo hvítan lausan glimmeraugnskugga frá Make Up Store innst á augnlokin og inn í augnkrókana


 6. Eylineeeeer (Gel eyeliner frá Maybelline)


 7. Scale Microshadow frá Make Up Store upp við neðri aughnárin, svo fjólublátt glimmer frá Gosh yfir og aftur Scale til að mýkja aðeins glimmerið því línan varð aðeins of skörp fyrir minn smekk. Ég spreyjaði Fix+ frá Mac á burstann áður en ég setti hann í glimmerið og það var þvílíkur munur að nota það svona blautt, miklu meira áberandi og festist betur á!


 8. Varaliturinn er Rimmel Kate Moss nr. 113 og NYX Beige gloss yfir


 Notaði Hoola Bronzer frá Benefit til að skyggja undir kinnbeinunum og Dandelion kinnalit líka frá Benefit...


Og já..ég kann bara einn svip..


Djók, tvo!


Góða helgi kæra fólk! 

-Kara