Wednesday, April 1, 2015

Wednesday, March 4, 2015

Síðasta færslan í bili

Eins og þið örfáu hræður sem kíkið ennþá hingað reglulega hafið tekið eftir þá hef ég ekki setið sveitt við bloggið undanfarið. Ég er búin að vera í verknámi og að vinna og vinna og vinna meira og það tekur bara alla mína orku og tíma eins og er. Ofan á það setti ég sjálfa mig í snyrtivörukaupabann þar til í júní svo það verður ekki mikið nýtt að skrifa um þangað til. Svo hef ég notað sama bb kremið, hyljarann og maskarann í 8  vikur núna - ekkert annað og innblástur til að skrifa skemmtilegar færslur hefur bara ekki verið til staðar. Mig langar ekki að skrifa bara til að skrifa eitthvað heldur til að gera eitthvað fallegt eða sniðugt og hafa gaman af því!
Ég ákvað þess vegna að kveðja ykkur í bili, þar til ég hef aðeins meiri tíma og eitthvað sniðugt að skrifa um og bloggið hefur ekki verið ofarlega í mínum huga.

Takk fyrir að fylgjast með, sjáumst í sumar!

Tuesday, February 10, 2015

Bara þriðjudagur

Þar sem ég er ekki búin að blogga í milljón ár fannst mér við hæfi að koma með förðun sem er nóg drama fyrir alla blogglausu dagana til samans. Ég sótti innblástur í Lindu Hallberg en hjá henni er svona lúkk bara fyrir venjulegan þriðjudag. Og núna hjá mér líka.
Ég byrjaði á því að gera augabrúnirnar mínar mjög dökkar og hvassar en þá leit ég út eins og vitleysingur svo mér fannst glimmer yfir herlegheitin tilvalin leið til að laga mistökin. Rauðbleikur augnskuggi yfir allt augnlokið og vel inn í innra horn augans alveg upp við augabrúnina, risa gerviaugnhár og svo svartar varir með glimmeri yfir til að setja punktinn yfir i-ið.

Annars bara tilvalin förðun við sveitt tagl og under armour bol, finnst ykkur ekki?







Svartur eyeliner + kampavínslitað glimmer = blágrár glimmer varalitur! Þessi samsetning kom skemmtilega á óvart og er bara nokkuð töff. Kemst næstum því nálægt því að vera eins flott og blái glimmer-glossinn úr Make Up Store sem ég skal eignast. (Verst að ég lofaði mér í 4 mánaða snyrtivörubann eða þar til ég fer til NY í júní..)


Svo er aldrei að vita nema ég seti inn eins og eina eða tvær hugmyndir fyrir árshátíðarförðun. Eins ef einhver vill vera skvísa á árshátíðinni sinni er ykkur velkomið að senda mér skilaboð á facebook. Vert er að taka það fram að ég er ekki lærður förðunarfræðingur en hef tekið að mér farðanir hér og þar síðustu 2 ár. 


Góðar stundir




Tuesday, January 20, 2015

Húðumhirðan mín

Fyrir um 2 árum gerði ég það að vana að hugsa extra vel um húðina mína alla daga! Ég held að það hafi verið svona max fjórum sinnum á þeim tíma sem ég hef "gleymt" að þrífa framan úr mér málninguna á kvöldin. Eftir að ég sá myndband með Pixiwoo systrum og einhverjum húð-expert sem vöruðu við að nota bara hreinsiklúta hef ég alltaf notað hreinsiklútana bara til að taka málninguna af og svo annarskonar húðhreinsivörur til að þrífa húðina sjálfa.
Síðan ég fékk svo Olay hreinsiburstann hefur húðin mín orðið allt önnur og meira að segja Kári sem notar líka burstann dáist að því í laumi hvað hann sé með mjúka húð allt í einu.

Ég er með frekar "normal" húð - þ.e.a.s. hvorki þurra né feita, en verð eins og margir smá feit í kringum nefið og á enninu þegar fer að líða á daginn. Hef aldrei átt í neinum vandræðum með húðina mína, en eins og aðrir förðunaráhugamenn og -konur hætti ég sennilega aldrei að reyna að finna nýjar vörur til að "fullkomna" húðina. Allur farði lítur 100x betur út á hreinni, vel nærðri húð!

Ég hef notað sömu vörurnar núna í u.þ.b. tvo mánuði og húðin mín hefur aldrei verið eins góð. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna Olay hreinsiburstann sem ég nota í sturtunni daglega eða annan hvorn dag. Með honum nota ég ýmist Neutrogena visibly clear pink grapefruit fíngert kornakrem (alls ekki fyrir alla að nota kornakrem og skrúbb saman! mín húð virðist þola ansi mikið) eða milda hreinsimjólk frá Nivea. Þessar ódýru vörur hafa reynst mér afar vel en ég skipti alltaf um hreinsi um leið og einn klárast til að húðin mín verði ekki of vön einni vöru. Kannski bara ég að vera sérvitur?

Svooo er það hin heilaga þrenning (eða ferna..)


1. L'Oreal Skin Perfection Serum - þetta nota ég á þurra hreina húð beint eftir að ég skrúbba hana með bursta eða kornakremi. Fæst t.d. í Hagkaupum og þegar ég klára hin kremin ætla ég pottþétt að prófa rakakremið og augnkremið líka. 

2. Benefit It's Potent eye cream - á meðan serumið er að vinna sig inn í húðina set ég augnkremið undir augun, ofan á augnlokin (hentar e.t.v. ekki öllum) og alveg út að gagnauga. Fæst t.d. á Asos. Mæli með því ef þið viljið prófa þessa húðumhirðulínu frá Benefit (ein sú allra besta sem ég hef prófað!) að þá fæst hér sett með mini útgáfum af öllu í línunni. Endist ótrúlega vel og alltaf hægt að kaupa fulla stærð þegar hitt klárast :)

3. Blue Lagoon mineral moisturizing cream - þessu kremi var ég ekki mjög hrifin af einu og sér því það nærir bara efstu lög húðarinnar og mér fannst ég ekki fá nægan raka. Hinsvegar eftir að ég fékk L'oreal serumið finnst mér fullkomin blanda að setja þetta á eftir að ég set augnkremið á, þegar serumið er komið vel inn í húðina. Þá finnst mér húðin haldast góð allan daginn og mér líður eins og ég hafi nært hana vel og vandlega niður í dýpstu húðlögin. 

4. Origins drink up - intensive. Þessa vöru nota ég t.d. þegar ég er að fara eitthvað fínt daginn eftir og vil að húðin sé extra vel nærð og falleg. Öflugur rakamaski með hinum ýmsu innihaldsefnum, olíum og sýrum sem dekra við húðina á meðan þú sefur. 


Ef þið viljið versla vörurnar ykkar hér á klakanum mæli eindregið með L'oreal línunni - ódýrar vörur miðað við flest annað sem fæst hér á landi og hægt að fá rakakrem, augnkrem, serum og svona þreytu"bana" krem sem er eins og létt bb krem. Love it!

Annars ef þið eruð í netverslunarpakkanum eða eigið leið til útlanda fljótlega mæli ég með að prófa Benefit kittið og Origins maskann! Aaahahahalgjör snilld!


Gleðilegt húðdekur!



Sunday, January 11, 2015

Laugardagskvöld

Ég og Steinunn skelltum okkur í dansgallan í gær og settum upp sparifésið. Notuðum báðar YSL pallettuna sem ég skrifaði um hér. Við fórum fyrr um daginn í Smáralind í leit að djammdressi fyrir Steinunni en auðvitað kom Steinunn út tómhent og ég með snyrtivörur. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Útsalan í CoolCos var agalega girnileg og varalitirnir á rúmar 1600 kr stykkisvo auðvitað keypti ég tvo - en ekki hvað. Ræð ekkert við mig.

Steinunn er ekki vön að vera mikið máluð svo ég reyndi að halda aftur af mér með augnskuggana og var mjög ánægð með útkomuna:






Ég hrúgaði aðeins meira á augun á mér og annar CoolCos varaliturinn var svo fallega nammibleikur að ég stóðst ekki mátið og skartaði honum stolt vð pallíettutopp úr H&M sem lýsti upp andlitið á mér þegar ég tók myndirnar. 



Ég hef svo tekið ástfóstri við krullujárn sem hefur legið að mestu ónotað ofan í skúffu síðan ég fékk það því ég var eitthvað feimin við að nota það þegar ég var stuttklippt. Nú hefur hárið tekið þvílíkan vaxtakipp sem ég tek fagnandi og krulla eins og ég eigi lífið að leysa. 

Mæli með að þið kíkið á varalitina hjá CoolCos!

Knús





Wednesday, January 7, 2015

Neutral förðun og 3 varalitir

Fékk Bryndísi í förðun á annars ómerkilegu sunnudagskvöldi og lagði ekki í mjög dramatískt lúkk en prófaði í staðinn þrjá varaliti með þessari hlutlausu förðun. Notaði Smashbox Full Exposure pallettuna og litlu pixi pallettuna sem ég talaði um hér.

Fyrsti varaliturinn er Nude delight frá Rimmel





Næsti er Fab Orange úr Maybelline Color Drama


Og þriðji Fandango Purple Matte Me frá Sleek




Hún er bjútí þessi!



Hej då!





Monday, January 5, 2015

Í stíl

Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir að lesa bloggið árið 2014!

Skólinn byrjaður aftur og ég byrjuð á öðru verknámstímabilinu mínu. Ekki láta ykkur koma á óvart ef það verður smá lægð á blogginu núna eins og í síðasta verknámstímabili þar sem ég lufsaðist um í lufsufötunum mínum allan daginn.

En ég ætla að sýna ykkur einu snyrtivöruna sem leyndist undir trénu í ár, Maybelline Color Drama blýantur í litnum Fab Orange. Ég veit eitt fyrir víst og það er að ég mun kaupa mér alla þessa liti. Áferðin er svo sannarlega ekki síðri en á "alvöru" varalit, extra auðveldur í ásetningu og endingin alvöru góð!



Með þessum er tilvalið að setja á sig naglalakk í sama lit, úr matte línunni frá Barry M sem heitir Copacabana og fæst hér


Sést því miður ekki nógu vel á myndinni hvað það er matt en það er aalveg matt og aaalveg rosalega fallegt! 
Segið svo að það vinni aldrei neinn í þessum facebook leikjum! Takk fotia.is! 

Vona að þið hafið átt góða byrjun á árinu og farið inn í það með gleði í hjarta og allt svoleiðis - á þessu ári þarf ég að læra að slaka á - tala fallega um og við mig sjálfa (hljómar agalega væmið en er víst afar nauðsynlegt) og skipuleggja mig vel. Markmiðin eru fleiri en ég deili þeim ef til vill í sér færslu. Ætla ekki að leggja á ykkur eitthvað svo dramatískt svona í blábyrjun ársins.