Monday, March 31, 2014

ELLA og helgin

Ég á svo fína og flotta vinkonu sem var að sýna fyrir ELLA um helgina á RFF

Girl power

Bryndís sýndi fágaðan og fallegan kjól sem skar sig þó töluvert úr línunni sem einkenndist af kápum og einföldum, stílhreinum flíkum. 
Ein uppáhaldsflíkin mín úr sýningunni er þessi kápa

Fínar fyrirsætur

Ég var líka svo heppin að fá að fljóta með í partý í íslensku óperunni þar sem mikið af fallega (og skringilega líka) klæddu fólki var komið saman til að fagna vel heppnaðri RFF 2014
Ég hafði nægan tíma til að gera mig til og endaði að sjálfsögðu með dramatíska glimmer-augnförðun, en ekki hvað?





Bláa glimmerið setti punktinn yfir i-ið! Ég var mjög sátt með útkomuna :)

Gleðilegan fallegan mánudag! vona að þið eigið skemmtilega viku framundan

-Kara





Tuesday, March 25, 2014

Bleikar varir

Bleikt þema í dag eins og svosem fleiri daga. Yfir allt augnlokið setti ég Grain frá Mac, gerði svo milda bleika skyggingu með augnskugga úr Sleek Ultre Matte V2  pallettunni,  setti kóral/bleikan kinnalit frá Maybelline og bleikan varablýant og varalit. Varaliturinn er frá NYX og heitir Beauty Queen. Notaði svo smá fjólubláan eyeliner undir augun en það virðist ekki sjást alveg nógu vel á myndunum.




Bleika skyggingin sést ágætlega á þessari mynd. Hinar myndirnar sýna litina ekki alveg í réttu ljósi. Maskarinn er nýi Miss Manga maskarinn frá L'Oreal. Ég er mjög ánægð með hann, þykkir vel og lengir líka

-Kara




Friday, March 21, 2014

Bleikt og blátt

Bleikar varir og blár maskari koma skemmtilega út saman. Á efri augnhárunum er ég með nýja L'oreal maskarann, Miss Manga. Ég keypti hann í gær á 50% afslætti á konukvöldi Smáralindar. Kippti líka með mér nýja silicone liner burstanum frá Real Techniques og notaði hann til að setja á mig gel eyeliner frá Maybelline og er mjög ánægð með útkomuna, mjög auðvelt að vinna með hann. Maskarinn er frá & other stories í Stokkhólmi. Mig langar rosalega í dökkbláan Dior Show, svona ljósblár er ekki beint svona hversdags. Kannnnski ég splæsi í svoleiðis næst þegar ég á leið í fríhöfnina. Ávörunum er ég með Rimmel Apocalips glossið í litnum Nova




Góða helgi! 

Sunday, March 16, 2014

Eitt fyrir Cöru og eitt fyrir Köru

Í gær skellti ég mér út á lífið en hitti þó ekki nöfnu mína Delevingne, því miður...Ég notaði silfurgráan eyeliner frá Mac sem augnskugga og dekkti aðeins og skyggði með dökkblágráum augnskugga frá theBalm. Kom ansi vel út. Svo fór ég aðeins framúr mér með eyelinerinn..en það er bara gaman að breyta aðeins til. Skæri varaliturinn hefði venjulega ekki verið mitt fyrsta val við þessa augnförðun en ég kenni páskabjórsmakkinu um. Kom furðuvel út samt.



Svo var ég bara að leika mér í kvöld með bleikan augnskugga. Þessu lúkki myndi ég seint skarta meðal fólks en kom skemmtilega út.




Svona pink on pink er kannski aðeins of mikið af hinu góða en vá hvað bleikur augnskuggi gerir græn augu eiturgræn!

Eitt sem ég hef tekið sérstaklega eftir síðan ég ákvað að reyna að fara meira í Cöru Delevingne augabrúna-áttina er að örið mitt góða sést svo rosalega vel. Það virðist vera ómögulegt að fela það með lit. Svo ég hef ákveðið að sætta mig bara við það..þetta verður mitt signature lúkk, og örugglega bara komið í tísku bráðum, sanniði til!

Vona að allir hafi átt góða helgi!

-Kara






Saturday, March 15, 2014

Morgunmatuuuur

Ég hef sett uppskrift svipaða þessari inn áður en hún er bara svo góð að ég ætla að skella henni inn aftur.

Haframjöl (ca. 1,5 dl)
Stappaður banani
2 egg
Smá ab mjólk
Kanill
Smá vanilludropar

Hræra og smella á pönnu. Gerist ekki mikið einfaldara!

Í þessari uppskrift eru ca 400 kcal - fínn morgunmatur fyrir einn mjög svangan eða bara tvo. Ég gerði tvær frekar stórar pönnukökur og eina litla úr restinni, en er vel hægt að gera alveg 6 minni úr þessari uppskrift. Þessir klattar eru fullkomnir til að skella í álpappír inn í frysti og kippa með í nesti á morgnanna. Mér finnst þeir bestir með smjöri og osti.


Mjöög gamall banani








Góða helgi! :)

Thursday, March 13, 2014

Búðu til þinn eigin eyeliner

Frábær leið til að búa til sinn eigin blauta eyeliner er að blanda saman Make Up Store Blend&fix við hvaða lausa augnskugga sem er. Ég prófaði að blanda saman ljósfjólubláu eyedust frá Make Up Store við og þetta var útkoman:








Svo er hægt að gera þetta við hvaða liti sem er. Skemmtileg tilbreyting frá venjulegum svörtum eyeliner :)


-Kara


Tuesday, March 11, 2014

Vor í lofti...bráðum

Nú er loksins farið að birta svona aðeins fyrir hádegi og að því tilefni skellti ég í aðeins ljósari og meira glitrandi förðun en hefur einkennt veturinn hjá mér. Gerði svipaða skyggingu og á Írisi um helgina, notaði Stila Kitten, Mac Omega og Brun. Enginn eyeliner og bara ein umferð af maskara (ok kannski tvær). Á varirnar setti ég Mac Russian Red og svo Sleek Tangerine Scream sem er skærappelsínugulur ofaná. Á kinnarnar setti ég ferskulitaðan kremkinnalit frá Maybelline.





Ég er líka búin að vera að plokka augabrúnirnar eins lítið og ég kemst upp með og er frekar ánægð með þær svona þykkar. Það sem er svo fínt við svona einfalda skyggingu er að það er svo auðvelt að byggja hana upp með dekkri litum og gera lúkkið dramatískara. Þá er líka flott að "loka" ytra horninu á augnlokinu með sama lit og skyggingin er gerð og láta hann ná aðeins inn á augnlokið, meðfram augnhárunum og setja sama lit meðfram neðri augnhárunum. Þannig er t.d. hægt að breyta þessu í kvöldförðun. Svo bara skella einni umferð af maskara yfir og jafnvel eyeliner ef maður er í stuði

-Kara

Monday, March 10, 2014

Íris og Thelma Rún fara á árshátíð

Mér gafst því miður ekki tími til að taka myndir af þeim sem ég farðaði fyrir árshátíðir síðustu helgi, en þær voru 5 talsins og svo ég sjálf. Allar voða fínar og sætar en í stressinu gleymdi ég alveg að taka myndir. Þessi helgi var svo öllu rólegri en Thelma Rún og Íris frænka komu í förðun fyrir árshátíðir.


 Á Thelmu notaði ég Mac Face and Body og Rimmel Match Perfection, Hoola bronzer og Coralista kinnalit. Á augun notaði ég Mac Bronze og brúnt NYX glimmer og svo Phloof undir augabrúnirnar. Reyndar vantar á hana varalit þarna en ég geri ráð fyrir að hún hafi valið eitthvað fínt, hollenska prinsessan.



Á Írisi gerði ég mjög létta skyggingu með Mac Omega og Brun og svo var Kitten frá Stila í aðalhlutverki yfir allt augnlokið. Á andlitið notaði ég líka Match Perfection frá Rimmel og Hoola bronzer frá Benefit. Varaliturinn er Hollywood Red frá Maybelline.



Gleðilegan mánudag og nýja skólaviku kæra fólk.



Monday, March 3, 2014

Uppáhalds í febrúar



Þessar vörur hafa ýmist verið notaðar á hverjum degi í febrúar eða eru tiltölulega nýjar og strax orðnar uppáhalds. Keypti aftur tone correcting sjampóið frá John Frieda þar sem ég var að lýsa á mér hárið og það á það til að verða svona gul-gyllt með tímanum en þetta sjampó kemur í veg fyrir það. Það er rosalega mikið fjólublátt á litinn sem virkar pínu scary en það gerir það sem það á að gera! 

Nú tekur mars við með nýjum markmiðum og smá auka dassi af metnaði..allavega svona fyrstu vikuna - segir ein sem liggur uppi í sófa með sæng og er alveg að fara að horfa á einhverja glataða stelpumynd...það má eftir hörku BootCamp æfingu samt. Ég sver það, það er ekkert sem góð æfing getur ekki lagað. Að boxa í púða af öllu afli er einhver sú besta leið til að fá útrás sem til er. Þyrfti endilega að fjárfesta í einum slíkum fyrir heimilið. 

Markmið mars-mánaðar er nammilaus mánuður! Það var ákveðið eftir að ómannlegt magn af sælgæti rann ofan í mig í gær yfir Óskarnum. Ætla svo að gera það að vana að taka "árangurs"myndir einu sinni í mánuði, var einmitt að rifja upp í dag hvernig ég leit út 2012..almáttugur. Svo gaman að eiga þetta á mynd til að sjá árangurinn svart á hvítu, fátt sem er meira hvetjandi en markmiðið að toppa síðustu mynd. Það finnst mér allavega.

Gangi ykkur vel með ykkar markmið þennan mánuðinn! 

-Kara