Sunday, November 30, 2014

Happy nude year

Þið furðið ykkur kannski á titlinum? Þetta er nafnið á Bourjois Rouge Edition Velvet varalit/gloss sem er tiltölulega nýkominn út og Vivianna vinkona mín sagði að hann væri snilld svo ég keypti hann. Ef ykkur vantar nýja youtube vinkonu mæli ég hiklaust með henni, ótrúlega skemmtileg. Gaman að segja frá því líka að þetta voru fyrstu snyrtivörukaupin mín í TVO MÁNUÐI! hvort sem þið trúið því eður ei.

Við í bekknum ákváðum að hrista aðeins úr klaufunum svona áður en próflesturinn fer á fullt svo ég tók mér góðan tíma við snyrtiborðið til að vera almennilega útlítandi fyrir þetta merka djamm. Var ótrúlega ánægð með að eyelinerinn heppnaðist looooksins nákvæmlega eins og ég vildi - svona Lindu Hallberg style þráðbein lína. Augnskuggarnir eru Mac All that glitters og Brun og svo Makeup geek Creme brule og Cocoa bear.






Þessi litur er ekki beint nude litur eins og nafnið gefur til kynna en ótrúlega fallegur fölbleikur (ekki alveg svona skærbleikur eins og á myndinni)

Eyrnalokkurinn (bara einn) er úr Topshop.

Vaknaði svo í morgun stífmáluð og ekki nærri því eins hress og í gærkvöldið....en það var nú vel þess virði fyrir góða skemmtun með góðum sjúllum!



Thursday, November 27, 2014

Jólagjafalistinn

Svona lítur jólagjafalistinn í ár út:




Wish list



L'oreal Skin Perfection línan - BilliBi ökklastígvél úr GS skóm - Kimono frá Andreu - Beats heyrnatól - YSL varalitur - Iittala essence hvítvínsglös - Under Armour hettupeysa (og buxur og boli og skó og allt í heiminum sem heitir under armour) - Real Techniques travel set, þoli ekki að multi task burstinn sé ekki seldur í stöku en ég myndi svo sem ekki slá hendinni á móti hinum tveimur í kaupbæti




Ást og friður



Wednesday, November 26, 2014

Nauðsynjavörur fyrir glimmer-season

Þegar líða fer að jólum er óhætt að taka upp glimmer augnskuggana sem hafa fengið að liggja ofan í skúffu og safna ryki. Ég var spurð um daginn hvað væri það besta til að setja undir glimmer svo það héldist á. Ég var ekki alveg viss svo ég lét reyna á tvær vörur sem ég átti og prófaði þær með guðdómlega fallegu glimmeri frá Makeup Geek (fæst hér á litla 7 dollara). Vörurnar tvær eru frá Make Up Store, Blend & Fix (hér) og Mixing Liquid (hér). Báðar tær snilld og algjört möst fyrir hátíðarnar. Eða allaveg önnur þeirra.



Hér er pigmentið Utopia frá Makeup Geek


Hér notaði ég Mixing Liquid og þannig blandaðist formúlan saman og úr varð svona falleg metal áferð þar sem glimmerið sjálft sést ekki svo mikið en í staðinn kemur litur með góðri þekju og ótrúlega fallegri áferð.


Með Blend & Fix kemur glimmerið sjálft betur fram og heldur áferðinni sem það hefur í dollunni en verður mun litsterkara og helst betur á. 


Eini gallinn við þetta annars fína glimmer er að þegar það er notað eitt og sér er það frekar lítilfjörlegt og nánast hægt að blása því af. Samt fallegt ef maður vill bara smá glimmer t.d. yfir annan augnskugga, ekki of áberandi.


Niðurstaða þessarar tilraunar: jafntefli. Bæði betra - eins og venjulegt cheerios og honey nut cheerios. Möst fyrir glimmersjúka að skella sér á aðra hvora vöruna allavega fyrir áramótin.



Knús!



P.s. Þóra Kristín, vonandi var þetta hjálplegt ;)


Monday, November 24, 2014

Bara Maybelline

Tvo daga í röð?! Frökenin greinilega komin í upplestrarfrí og prófabugunin yfirvofandi. Þá er nú gott að geta leitað huggunar í það sem er skemmtilegra en að hugsa um að fara kannski bráðum að byrja smá að læra..snyrtiborðið.

Mér finnst mjög gaman að sjá svona one brand förðunarlúkk þar sem (augljóslega) er bara notað eitt merki. Ekki skemmir fyrir þegar merkið er í ódýrari kantinum og það á svo sannarlega við um Maybelline. Ég hef sankað að mér þónokkrum vörum frá Merkinu og held að ekki ein einasta hafi valdið mér vonbrigðum. Mér tókst á örfáum mínútum (grínlaust sko) að búa til fínasta jólalúkk aðeins með Maybelline vörum. Ég þykist nú ekkert vera að finna upp hjólið með gull/shimmer augnskugga og rauðum vörum - EN - eitthvað sem tekur enga stund, allir geta gert og krefst engra sérstakra hæfileika.

Hér eru vörurnar sem ég notaði:


Húð: Dream Matte mousse og Dream touch kinnalitur (02)
Augabrúnir: Express kajal og brow drama augabrúnagel
Augu: Color Tattoo (mesta snilld í heimi) í litunum permanent taupe (undir augun) og on and on bronze (á augnokin), the Colossal volum' express maskarinn - uppáhalds!
Varir: síðast en hreint ekki síst varaliturinn Hollywood Red sem ég held að sé bara uppáhalds og mest notaði varaliturinn minn. Hann er svona rauð/bleik/mauve litaður, þarna á milli einhversstaðar.



Highlighter óþarfi með þennan fína kinnalit sem gefur svona fallegan glans ef maður dreifir honum aðeins upp á kinnbeinin

Ahhh þessi varalitur! what a bjúd

Svo er einnig hægt að skella í svona snúð sem tekur u.þ.b. 10 sek (15 sek max)

Auðvitað ef fólk hefur tíma og þolinmæði er hægt að bæta við blautum eyeliner, Master Precise, Gel eyelinernum eða gel-pennanum..allir snilld. Ég hef reyndar ekki prófað blauta/gel eyelinera frá neinu fancy merki þar sem Maybelline (og L'Oreal reyndar líka) hafa reynst mér afar vel og ég held ég haldi mig bara við þessar fínu budget-friendly vörur!

Eina sem ég átti ekki frá Maybelline er hyljari, en mig langar mikið að prófa einn sem reyndar fæst ekki á Íslandi, anti-age eraser eye concealer, sem allir á youtube hafa verið að dásama. Skelli mér á hann þegar hinir klárast..heh..

ást og friður og góðar stundir



Sunday, November 23, 2014

Pixi

Pixi er merki sem er frekar nýtt fyrir mér en ég ákvað fyrir nokkrum vikum að skella mér á litla pallettu frá þeim eftir að ég sá myndband frá þessari kláru stelpu, Desi Perkins, á Youtube.

Tilvalin jólaförðun! mæli með því að fylgjast með henni á youtube, mjög flott!

Ég keypti pallettuna á Asos, en í henni eru 5 mineral augnskuggar. Þessi palletta er til í nokkrum litum og mig langar eiginlega að eignast þær allar..kannski í næsta lífi (kv. fátæki námsmaðurinn).

Þar sem ég var ekki alveg í gerviaugnhárastuði lét ég augnskuggann nægja og setti bara þunna línu af brúnum eyeliner undir neðri augnhárin, en mig langar sjúklega að eignast blýantana sem hún notar í myndbandinu.




Áferðin á þessum litum er ótrúlega falleg og endingin mjög góð. Mæli með því að prófa þessar ódýru og fínu vörur sem fást á asos.com. 



L8er...

Monday, November 17, 2014

Instagram

Netið komið í lag..þá bilar tölvan. Grrreat! Skelli því inn nokkrum instagram myndum síðustu vikna í örvæntingarfullri tilraun til að lífga upp á bloggið í tölvuleysinu.

Kannist þið við þessar? Rótarlausar!! Báðar tvær. Fór loksins í litun til Ebbu snilla! Mjög ánægð með litinn :) 

Málaði mig og fór í bíó að sjá the judge. það var nefnilega uppselt á interstellar. Var spenntari fyrir að fá popp í hléinu heldur en fyrir myndinni. Svo var ekkert hlé :'( . Myndin var samt fín sko

Reyndi að raða inn í nýju íbúðina án þess að það liti út fyrir að trendsetterinn hafi ælt yfir hana.

Sá hvítan mink í Breiðholtinu!!!! Er það eðlilegt?

Hannaði dagbók á netinu og fékk senda heim. Bleik auðvitað.


Nú vona ég að tölvufólkið drífi sig að laga tölvuna mína. Svo ég geti nú farið að læra (eða ekki læra, geri sennilega meira af því með þessa tölvu)


Ykkur er velkomið að fylgja mér á instagram (karaelvars) og fylgjast með æsispennandi lífi mínu. 

Annars vona ég að þið eigið góðan mánudag!

Góðar stundir

-kara 
xoxo

Monday, November 10, 2014

Nýja heimilið

Þá erum við loksins búin að koma okkur almennilega fyrir hér í 104. Fikrum okkur smátt og smátt nær miðbænum, úr 210 í 200 og svo 104. Ekki margir sem minnka við sig á þessum aldri en ég get sagt ykkur að það er ekkert grín að koma innbúi úr 200 fm fyrir í 46 fm. Hinsvegar líður okkur voða vel hérna í Laugardalnum og eftir að hafa losað okkur við nánast allt dótið sem við höfðum fengið að láni héðan og þaðan komum við öllu ágætlega fyrir hérna.

Ég fékk það í gegn (með fallegu brosi og puppy eyes) að nota borðstofuborðið sem eldhús-/lærdóms- og alt muligt borð svo að blessaða snyrtiborðið mitt kæmist fyrir þar sem gert er ráð fyrir skrifborðsaðstöðu. Nýtti tækifærið og endurraðaði öllu snyrtidótinu, henti og skipulagði og enduruppgötvaði nokkrar gamlar vörur sem ég hlakka til að draga fram aftur. Því, til þess að vera alveg hreinskilin, ég hef ekki keypt mér snyrtivörur í svo langan tíma að ég býst við símtali frá bankanum hvað og hverju um óvenjulega (ó)notkun á kortinu mínu....

Svona líta herlegheitin út:

Svona var stemningin í byrjun





Kári duglegur að setja saman húsgögn

Gat ekki staðist þetta skilti í Söstrene Grene í dag á þessum kalda mánudegi

Við höfum fengið ansi margar iittala vörur að gjöf síðasta árið og það var aðeins erfiðara að dreifa þeim um íbúð sem er 1/4 af þeirri gömlu..Myndaþraut dagsins - hvað spottar þú margar iittala vörur á myndinni? (svarið er 8...jább..8) Mætti halda að trendsetterinn búi hérna.

Keypti þetta krúttlega símaborð á Bland.is! þvílíkar gersemar sem leynast þar inn á milli, lúkkar mjög vel með kontrabassanum - sem er í hlutverki skrauts á þessu heimili (og 2 iittala vörur í viðbót..auðvitað)

Oooog snyrtiborðið mitt. Það á að vísu eftir að setja upp spegilinn en þetta er fínt svona í bili. Þangað til ég kaupi mér borvél. Heh..



Mér finnst ótrúlegt hversu margir hafa kíkt í heimsókn á bloggið daglega þrátt fyrir að ég hafi ekki skrifað stakt orð..takk fyrir að kíkja við og sorry með mig! Lofa að hætta að vera latur og netlaus ómálaður aumingi!