Sunday, January 26, 2014

Dökkar varir

Sunnudagar eru svo erfiðir. Samkeppnin á milli Friends og Orthopedic Physical Assessment bókarinnar (sem er þykkari en símaskráin) ætti að vera æsispennandi og hnífjöfn en svo er ekki...Friends sigra með yfirburðum. Svo tók ég mér smá pásu til að setja á mig varalit. Mjög nauðsynlegt. Liturinn heitir Cyber og er frá Mac. Hann er nokkurs konar blanda af fjólubláum og svörtum og fjólublái liturinn finnst mér alltaf ýta undir græna augnlitinn, jafnvel þó hann sé ekki á augunum.



Nú skal ég komast í gegnum nokkrar blaðsíður! Miklu skemmtilegra að lesa með varalit

-Kara

Innblástur í boði Lindu Hallberg

Hún eeeer svo fín og klár!

Fallegt hvernig hún notar ljósan blýant inn í vatnslínuna til þess að stækka augun á móti brúnu smokey

Smokey með neutral vörum

Óvenjuleg litasamsetning, kóralbleikur augnskuggi og rauð/bleikar varir - svínvirkar!

Hér notaði hún bara 1 augnskugga, Mac Pressed Pigment Black Grape. Augnförðunin þarf alls ekki að vera flókin

Geggjaður varalitur við dökk augu. Hvíta glimmerið inni í augnkrókunum gerir líka ótrúlega mikið

Svartar varir og dökkblár eyeliner


Njótið sunnudagsins


Saturday, January 25, 2014

Telma fer í brúðkaup

Ég gerði Telmu mína fína og sæta fyrir brúðkaup þeirra Tobbu og Silju. Telma vildi byggja augnförðunina aðallega í kringum Mac Copper augnskuggann, rauðkoparleitan augnskugga sem hún var að kaupa sér. Svo vildi hún ljómandi húð og látlausar varir. Hér er útkoman í myndum.


Nóg af dóti til að leika með






Fín er hún!

Innilega til hamingju með daginn ykkar fallegu brúðir, Tobba og Silja!

Eigið góða helgi kæru þið öll!


Tuesday, January 21, 2014

MESTA.SNILLD.Í.HEIMI

Ég skil ekki hvernig ég komst af án þessarar síðu..þið hafið kannski tekið eftir því að ég minnist stundum á Bryndísi vinkonu mína - hún er nefnilega eins mikill snyrtivöruperri og ég, ef ekki meiri. Hún benti mér á síðu sem heitir Findation.com. Þar geturðu slegið inn hvaða lit þú notar af uppáhalds farðanum þínum og færð upp hvaða liti þú þarft í ööööööllum merkjum og öllum tegundum farða.

Happy shopping!


Monday, January 20, 2014

Hvít húð og nýtt snyrtivöruskipulag

Þar sem sumarið í fyrra var hrikalegt og sólin skein í svona 3 daga breyttist húðliturinn lítið. Þar af leiðandi er ég orðin hvítari núna en ég hef verið mjög lengi. Ég ákvað þess vegna að gera smá litaprufu á öllum fljótandi förðunum mínum. Ég tók smá dropa og setti á kjálkalínuna og strauk aðeins niður á hálsinn til að sjá hvort liturinn passaði bæði við húðina á andlitinu og hálsinum. Það kom í ljós að bara 2 af 7 voru í réttum lit, hinir voru alltof dökkir, hef bara ekki tekið eftir því undanfarin skipti sem ég hef notað þá..hef bara ákveðið að þeir væru í réttum lit og skellt þeim á mig samt.

Fór og keypti mér einn gamalt og gott, Maybelline Dream Matte Mousse í lit sem var nógu ljós. Annars er líka gott að eiga tvo liti af sama meikinu, annan dökkan og hinn ljósan og blanda saman til þess að búa til réttan lit, breyta bara hlutföllunum milli árstíða. Svo er alltaf gott að nota bara brúnkukrem. Ég mæli sérstaklega með St. Tropez og Dove bodylotion-inu sem byggir upp brúnku smám saman. Svo stendur líka Kanebo Sensai Bronzing gelið alltaf fyrir sínu, gefur góðan raka og fallegan lit í andlitið.

Svo er líka tilvalið þegar maður er með svona hvíta húð að poppa aðeins uppá hana með fallegum kinnalitum. Kinnalitirnir frá Sleek eru geggjaðir, ótrúlega litsterkir og þarf lítið til að fá fallegan lit. Þeir eru líka hlægilega ódýrir og hægt er að fá frábærar pallettur, Blush by 3. Kosta litlar 1700 krónur svo það er vel hægt að leyfa sér að fá sér fleiri en eina. Hægt er að velja úr 8 mismunandi pallettum. Ein þeirra, California, inniheldur kremkinnaliti og svo er ein sem inniheldur 1 krem og 2 púður, Pink Lemonade. Annars eru allir hinir púðurlitir. Ef maður vill svo kaupa staka liti kosta þeir litlar 800 krónur og til eru 11 stakir litir. Ég á sjálf 2 staka liti, flamingo og golden rose - báðir eru gullfallegir og ég er á leiðinni að panta fleiri. Kannski aðeins dekkri tóna sem virka vel á fölri húð. Vinkona mín sýndi mér líka um daginn Maybelline krem kinnalit, þeir hafa ótrúlega fallega áferð og blandast fallega við húðina.

Að öðru..síðan við fluttum hefur það mest notaða af snyrtidótinu verið í Godmorgon kassa frá Ikea og restin, allir augnskuggarnir, varalitir sem komust ekki fyrir o.fl, hafa fengið að húka í kassa og gleymast þess vegna stundum. Ég fór í Söstrene Grene og keypti 3 glæra kassa, 2 litla og 1 stóran til þess að skipuleggja dótið betur. Ég sá reyndar þegar ég var að raða í gær að ég hefði vel mátt kaupa allavega 2 í viðbót, verkefni morgundagsins.

Fyrir þá sem eiga hóflegt magn af snyrtidóti (semsagt ekki ég...) eru Godmorgon hillurnar frá Ikea algjör snilld! Þægileg hólf fyrir allt og auðvelt að halda öllu vel skipulögðu. Læt hérna fylgja myndir af nýja skipulaginu.






Eini gallinn við þetta annars fína box er þetta hólf..það kemst mjög lítið fyrir í því ef hitt boxið ofaná á að komast fyrir líka
Glimmer í boxi
Eyelinerar og varablýantar í boxi
Stakir augnskuggar í boxi






Vona að þið hafið átt góðan mánudag!
-Kara  xx

Tuesday, January 14, 2014

Janúarhugleiðingar - bootcamp, blak og fitubrennsla

Venjulega fyllist ég einhverjum eldmóði í byrjun árs og lofa sjálfri mér öllu fögru. Er svo yfirleitt dottin í sukkið um miðjan febrúar. Þetta árið eru væntingarnar og markmiðin hógværari en áður. Allt síðasta ár fór í allsherjar yfirhalningu á mataræði og lífsstíl með hjálp frá Loga Geirs fyrri hluta árs og svo ein og óstudd þann síðari. Ég get sagt með stolti að ég hafi lært að hugsa um mat og æfingu gjörsamlega uppá nýtt og lært að njóta án samviskubits. Síðan ég hætti í þjálfuninni hefur mér tekist að halda mínu striki án þess að á mér hafi sést mikill munur. Hef eiginlega staðið í stað en þó gefið í í ræktinni og held að ég geti talið á fingrum annarrar handar hversu oft ég átti viðskipti við Nammiland Hagkaupa síðasta ár. Sem er viss persónulegur sigur haha..Ég lofaði í nóvember árangursmynd í desember en neyddist svo til að taka mér pásu frá lyftingum og öllu nema stöðugleikaæfingum fyrir axlir og kvið og bak í desember vegna meiðsla og náði því ekki þeim árangri sem ég ætlaði mér í desember. 

Nú er svo komið nýtt ár og nýju ári fylgja nýjar áskoranir. Ég setti mér svosem ekki beint áramótaheit nema að geta gert 6 upphífingar í júní. Ég skráði mig nefnilega í BootCamp í Elliðaárdalnum og byrjaði í síðustu viku. Þvílíkt hörkupúl og algjör snilld! Þarna kemst maður ekki upp með neinar afsakanir! Frábær stemning, skemmtilegur hópur og flottir þjálfarar. Ég er ekki vön miklu hlaupi og skoppi en þetta er ótrúlega passleg blanda af þoli og styrk og mikið af para- og hópavinnu þar sem maður fær hvatningu frá félögunum. Þarna þýðir ekkert að hafa spaghetti hendur og minn veikleiki eru einmitt upphífingar. Það er skemmtileg tilbreyting að hafa áramótaheiti sem felur ekki í sér að missa x kíló eða passa í x stærð af buxum heldur að geta gert eitthvað, hlaupið hraðar, lyft þyngra og gert fleiri armbeygjur. 

Svo skráði ég mig líka í byrjendablak í HK og hlakka mikið til að byrja. Hef nefnilega aldei æft neina boltaíþrótt..eða neina íþrótt yfir höfuð. Það er svo sannarlega áskorun fyrir mig og vel út fyrir þægindahringinn þar sem ég á það til að skrækja og loka augunum þegar ég sé bolta koma fljúgandi að mér...vonandi breytist það.

Dyggur félagi minn á BootCamp æfingum hefur verið Polar-púlsmælirinn sem ég fékk í jólagjöf. Ótrúlega sniðug græja sem mælir hjartsláttinn og hitaeiningarnar sem þú brennir. Til að finna þinn hámarkspúls dregur þú aldurinn þinn frá 220. Minn hámarkspúls er því 198. Oft er talað um að sá púls þar sem mest fitubrennsla verður sé á bilinu 70-85% af hámarkspúls. Hjá mér væri það þá á bilinu 138-168. Þá stilli ég púlsmælinn minn á það bil og sé hvenær púlsinn fer uppfyrir það. Einnig sé ég hversu mörgum hitaeiningum ég brenni á æfingunni. Púlsmælirinn getur svo geymt gögn um nokkrar æfingar aftur í tímann (10 minnir mig..) og þú getur flett upp í þeim. Púlsmælirinn er ótrúlega einfaldur í notkun. Með honum fylgir teygja með elektróðum sem þú bleytir og festir bandið utan um þig, undir brjóstunum. Ég smeygi mínu alltaf undir íþróttatoppinn svo hann renni ekki til. Svo ýtirðu bara á start og mælirinn sendir upplýsingarnar í úrið. Frábær leið til að fylgjast með framförum á æfingum og svo er hvetjandi að sjá hversu mikið maður er að brenna hverju sinni. Mér finnst það allavega. 


Polar púlsmælarnir fást m.a. í Altis í Hafnarfirði og eru fáanlegir í nokkrum litum. Minn er svona fallega bleikur eins og þessi á myndinni hér fyrir ofan. 

Ef þið nenntuð að lesa þetta allt...*high five* og gangi ykkur vel með ykkar markmið á árinu, hver svo sem þau eru!

-Kara



Tuesday, January 7, 2014

Náttúrulegar augabrúnir

Það er fátt leiðinlegra en að kaupa dýrar snyrtivörur sem valda manni svo vonbrigðum og eins er fáránlega skemmtilegt að kaupa ódýrar snyrtivörur sem koma manni skemmtilega á óvart. Ég hef fylgst með Shannon á youtube frekar lengi og hún er alltaf að tala um e.l.f. augabrúnakittið. Ég hef keypt nokkrar vörur frá e.l.f. á frábæru verði en oft kemur fyrir að vörurnar séu eftir því. Hinsvegar er þetta augabrúnakitt frábær vara sem ég mun halda áfram að kaupa aftur og aftur! Kostar litlar 1090 krónur :) Fann fyrir stuttu hinn fullkomna augabrúnalit fyrir ljóshærðar þegar ég keypti Omega augnskuggann frá Mac en þessi vara mun veita honum mikla samkeppni. Annars væri líka mjög flott að nota bæði gelið og Omega saman. Það verður svona spari.



Vinstra megin er gel og hægra megin púður. Ég hef bara notað gelið en gott að nota púðrið ef maður vill að liturinn endist lengur. Það fylgir lítill bursti með sem ég reyndar notaði ekki, mér finnst best að nota 266 frá Mac til að móta augabrúnirnar. Tekur örstutta stund og gefur mjög náttúrulegan lit. Tilvalið fyrir stelpur með ljóst hár.


Fyrir svona hversdagslúkk er ég ekkert að vanda mig voða mikið, rétt bara fylla upp í. Annars er hægt að gera neðri hlutann með skarpari línu og jafnvel setja hyljara undir til að fá "hreinni" línu. Hér eru svo nokkrar sýnikennslur um augabrúnir







2 blogg á einum degi...met!


-kara


Væntanlegt í fataskápinn

Ég gerði góð kaup á útsölunni á asos.com.




Þessi hvíti er tilvalinn á árshátíðina og ég er mjög spennt að prófa buxurnar. Pantaði þær númeri stærri en ég hefði venjulega gert svo þær væru aðeins víðar. Er svo ótrúlega hrifin af smáatriðunum aftan á svarta kjólnum. Allt þetta á rúmar 8000 kr! Mjög glöð með þessi kaup

Um að gera að skella sér á netútsölurnar..fara ekki námslánin annars að detta inn?...

-kara

Friday, January 3, 2014

Bestu snyrtivörur síðasta árs

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að lesa bloggið! Ég er ótrúlega ánægð með viðtökurnar 2013 og vona að þið haldið áfram að lesa á þessu ári. Ég ætla að gera mitt besta til að halda áfram að deila með ykkur allskonar um allskonar!

Þetta átti að vera topp 10 bestu snyrtivörur en eftir vandlega umhugsun sá ég að það var ekki hægt þar sem ég get ómögulega valið bara 10. Ég held ég hafi aldrei verið eins dugleg að prófa mig áfram með nýjar snyrtivörur eins og á þessu ári og er því með heilan helling af fínu dóti sem mig langar að mæla með! Ég hef fjallað um flestar af þessum vörum einhverntímann áður og ætla því ekki að fara nákvæmlega í hverja og eina heldur setja bara inn myndir. Ef ykkur líst á einhverjar af þessum vörum tekur örstutta stund að fletta þeim upp á t.d. youtube og fá meiri upplýsingar :)

Fljótandi farði


Hyljarar

Púður

Augabrúnir


Varalitir


Augnskuggar


Maskarar


Svo eru hér nokkrar vörur sem ég varð að nefna líka..