Friday, December 27, 2013

Fyrir græn augu

Afsakið bloggleysið - hér kemur eitt með hraði, aðallega myndir samt. Fékk í jólagjöf Sleek eyedust glimmer og notaði hér koparlitað glimmer sem heitir Inferno. Eins og sést á myndunum gerir það undur fyrir græn augu! Með því notaði ég dökkblágráan augskugga frá the Balm. Inn í augnkrókana notaði ég Naked Lunch frá Mac og setti smá Maybelline gel eyeliner alveg við augnhárin. Maskarinn er nýr en ég vann hann í facebook leik hjá L'Oreal. Hann heitir Million lashes og er geeeeggjaður! Lengir hvert augnhár fyrir sig og engar klessur. Varaliturinn er frá Maybelline, Choco Cream og Sugarbomb gloss frá Benefit








Nú ætla ég í bústað með góðum vinum yfir helgina! Hafið það gott :)

Saturday, December 21, 2013

Jólastress og dagatals-góðgæti

Þetta jólafrí hefur fyrst og fremst einkennst af hlaupum hingað og þangað, hittingum og brunch-um og kaupum og vinnum. Nú sit ég undir sæng með smákökur eftir vægast sagt magnaða Jólatónleika Baggalúts - frábær tónlist og uppistand í kaupbæti - flutt af frábærum tónlistarmönnum og snillingum með meiru. Nú næ loksins að sýna ykkur allt sem hefur komið upp úr jóladagatalinu góða frá Benefit frá því í síðustu dagatalsfærslu. Fyrst ætla ég aðeins að deila með ykkur lítilli sögu um eina jólastressaða Köru.

Tók mjög gott nánast bíómynda-móment heima hjá mér áðan með tárum og öllu tilheyrandi eftir mjög stressandi og langan jólagjafaleiðangur með þremur fýluferðum, góðri umferðarteppu eftir 6 bíla árekstur (ekki ég sem betur fer) og góðum 10 mínútum í að komast út af hverju einasta bílastæði sem ég fór inná. Að ógleymdu jólatrénu - hér á bæ er ekkert slíkt komið í hús og mér er greinilega mjög í mun að hafa fyrstu jólin okkar á þessu heimil fullkomin. Sem jól eru eiginlega aldrei - en þau koma samt alltaf og eru alltaf jafn yndisleg. Ég ætla aðeins að reyna að slaka á núna og njóta þess að sofa út og vera með fjölskyldunni og hvet ykkur til að gera það líka. Þó að jólatréð okkar verði lítið og bert og skakkt, einhver gjöf sé í vitlausri stærð eða ein eða tvær gjafir týnist..já það gerðist líka..þá er bara að reyna að hlæja að því - þó það hafi ekki verið mjög fyndið í dag (eða mér fannst það ekki..Kára fannst ég mjög fyndin og dramatísk). Nú ætla ég bara að njóta þess sem eftir er af fríinu og vinda mér í umfjöllun um nokkrar vörur sem leyndust í Benefit dagatalinu mínu :)



Allt draslið


girl meets pearl: einn besti highlighter sem ég hef prófað og ber nafn með rentu - áferðin er eins og perla
"that gal": á túpunni stendur brightening face primer. Mjög góður undir farða og gefur fallega ljómandi áferð
the POREfessional: einn mest umtalaði primerinn þetta árið. Á að gera svitaholur minna sýnilegar og slétta úr húðinni svo við höfum fallegan grunn fyrir farðann. Ég sá pínu mun á minni húð en ég er reyndar ekki með mjög sýnilegar svitaholur - prófaði svo að setja á Kára og það var enginn smá munur! Primerinn er með örlitlum ljósbrúnum lit og maður finnur ekki fyrir því á húðinni - smá eins og maður sé að bera eitthvað ímyndað krem á sig. Mæli hiklaust með þessum fyrir þær sem vilja fela sýnilegar svitaholur! Já og bara þess vegna fyrir stráka sem vilja fullkomna húð en ekki nota beint snyrtivörur.


sugarbomb: fallegt brúnleitt gloss sem glansar mjög mikið - ótrúlega fallegt til að poppa uppá rauðleita, bleika eða nude varaliti
coralista: gloss í sömu línu og coralista kinnaliturinn, kóralbleikt gloss sem gefur ekki mikinn lit en gerir samt mikið fyrir látlausa förðun eða smokey



total moisture facial cream: rakakrem í sömu línu og augnkremið sem ég sagði frá í síðustu dagatalsfærslu. Þetta er án nokkurs vafa besta rakakrem sem ég hef prófað! Var búin að vera með þurrkublett á hökunni í nokkrar viku og eftir að nota þetta krem í nokkra daga var hann horfinn og hefur ekki sést síðan. Nota það bæði kvölds og morgna svona í kuldanum og augnkremið líka. Mun hiklaust kaupa þetta í fullri stærð þegar það klárast


posetint: svipað og benetint, fljótandi kinna- eða varatint í skærbleikum lit. Þornar fljótt og skilur eftir sig mjög skemmtilegan bleikan blett ef maður blandar það ekki fljótt inn í húðina. Annars mjög fallegur litur sem hentar vel á sumrin
stay don't stray: læddist með inn á myndina en átti bara ekkert að vera þar..talaði um það í síðustu dagatalsfærslu hér ef þið viljið lesa um hann
highbeam: geggjaður highlighter. Hann er svona ljósbleik-kremaður með glans-ögnum.
ohh la lift: krem með ögnum sem endurkasta ljósi og á að virka eins og lyfting fyrir augnsvæðið. Hef því miður ekki prófað það enn, en læt ykkur vita ef þetta gerir kraftaverk :)
sunbeam: highlighter eins og highbeam nema gylltari á litinn. Óóóótrúlega fallegur!


bad gal waterproof kohl liner: ótrúlega góður vatnsheldur svartur eyeliner. Tilvalinn til að setja í vatnslínuna og tightline (efri vatnslínuna)
hoola bronzer: hið margrómaða sólarpúður. Fullkomið til að skyggja, ekki of bleikt, ekki of gult og ekki með glimmeri. Mun pottþétt kaupa mér þetta líka í fullri stærð þegar þetta klárast. Hef verið að nota það með Real Techniques contouring burstanum - algjörlega foolproof leið til að skyggja andlitið!
bad gal lash: mjög fínn maskari sem gefur augnhárunum þykkt án þess að virka of gervilegt. Mæli algjörlega með honum!



Monday, December 16, 2013

Hátíðarförðun með Make Up Store glimmeri


Þar sem ég hef ekki alveg tíma í dag til að gera svona fína sýnikennslu þá er hér hugmynd að jóla/áramótaförðun frá Lauren Kurtis sem er youtube-ari frá Ástralíu. Make Up Store er greinilega að slá í gegn í Ástralíu, en þær þrjár sem ég fylgist mest með þaðan eru allar farnar að nota mikið af Make Up Sore vörum :)

Í þessu myndbandi notar hún meik frá MUS, sólarpúður, eyeliner, Orion glimmerið, MUS mixing liquid og glos sem heitir Spy. Það ætti að vera auðvelt að ná þessu sama lúkki þar sem allar þessar vörur fást hérna heima:) Svo er örugglega hægt að finna líka í Make Up Store augnskugga sem líkjast þessum sem hún notaði í Meet Matt(e) Nude pallettunni.

En...jólafríið er handan við hornið og ég ætla að halda áfram að læra!

-Kara

Saturday, December 14, 2013

Hugmynd að jólaförðun


Gaman að mála sig + ekki gaman í tölfræði = þetta myndband






Gleðilegt jólafrí þeir sem eru búnir í prófum! Ég klára á þriðjudaginn og þá fara vonandi að koma inn fleiri förðunarhugmyndir fyrir hátíðirnar :)

Thursday, December 12, 2013

Uppáhalds í vetur

Winter favourites


Nokkrir hlutir sem hafa verið í miklu uppáhaldi í vetur. Förðunar-, heimilis- og hlýir hlutir

Saturday, December 7, 2013

Öðruvísi jóladagatal

Held það sé kominn tími til að deila með ykkur hvað hefur leynst á bakvið fyrstu 7 gluggana í fallegasta jóladagatali sem ég hef átt! Nefnilega Benefit jóladagatalinu. Það er, ólíkt öðrum jóladagatölum sem ég hef átt, ekki fitandi, heldur inniheldur það 24 litla snyrtivöruglaðninga frá Benefit. Reyndar bara 21 því mér til lítillar gleði fékk ég hárspennu í gær..voða sæta spennu reyndar en mig langaði meira í snyrtivörur. Veit svo að það er eitt afar óspennandi armband og líka óspennandi hálsmen sem bíður mín. En fyrir utan það þá er þetta dagatal allra peninganna (!) virði, því þó þetta séu mini-útgáfur af öllum vörunum notar maður svo lítið í einu af hverju að það ætti að endast manni í dágóðan tíma. Auk þess er þetta sniðug leið til að prófa vörur frá merkinu og þá getur maður splæst í alvöru stærð ef manni líst vel á eitthvað af þessu fína dóti :)


Svona lítur gripurinn út

-------------------------------------------------------


Fyrstu 7 gluggarnir



Í fyrsta glugganum var kinnalitur sem mig hafði dauðlangað að prófa mjög lengi. Hann heitir Coralista og er, eins og nafnið gefur til kynna, kóral-bleikur. Hann er með mjög fínum glitrandi ögnum, ekki of mikið glimmer en hæfilega mikið til að hann nái að þjóna tilgangi kinnalits og highlighter á sama tíma. Mun mjög líklega kaupa mér þennan í fullri stærð þegar þessi klárast.


Stay Don't Stray Primer - þetta er primer fyrir augnsvæðið, bæði fyrir hyljara og augnskugga. Hef ekki náð að prófa hann undir augnskugga en prófaði hann undir hyljara. Reyndar hef ég ekki átt í neinum vandræðum með að að hyljararnir mínir crease-i, svo ég hreinlega veit ekki hvort að hann hjálpaði til við að halda honum á sínum stað eða ekki. Hef þó fulla trú á honum og hlakka til að sjá hvernig hann stendur sig í að halda hátíðar-augnförðuninni á sínum stað :)


Þetta augnkrem er svoooo mjúkt og gott og ég finn að augnsvæðið mitt þurfti greinilega á þessu að halda. Hef bara átt eitt augnkrem og ekki notað það mikið, en held það sé kominn tími til að huga að þessu svæði og næra það vel þar sem húðin í kringum augun er sérstaklega viðkvæm og mikið af förðunarvörum hjálpar sennilega ekki til við að halda því í góðu standi. Mæli hiklaust með þessu kremi!


Neutral bleikt/coral gloss sem fer sérlega vel með dökku smokey. Látlaust og fínt og ekki skemmir lyktin fyrir!


Þetta er mjög áhugaverð og skemmtileg vara. Lítur svolítið út eins og gerviblóð og er með svona naglalakka-bursta. Þetta er fljótandi kinnalitur/vara-tint sem maður doppar á sig og dreifir svo úr. Minna er meira með þessa vöru - liturin er lúmskt sterkur og þornar fljótt svo ekki leyfa honum að þorna á húðinni áður en þið dreifið úr honum. Best að dreifa bara úr honum með fingrunum finnst mér. Endist heillengi á húðinni og gefur mjög fallegan lit í kinnarnar. Svo er líka mjög fallegt að nota þetta á varirnar. Fjölnota snilld!


Annað gloss, aðeins bleikara og aðeins sterkari litur. Myndi líka henta einstaklega vel með dökkri augnförðun eða bara hversdags. Lyktin er líka dásamlega góð.


Spennan, frekar sæt reyndar. Aldrei að vita nema ég noti hana einn daginn.


Er aðeins búin að stelast til að athuga hvað er inni í hinum gluggunum á netinu og veit að það er fullt af skemmtilegu sem bíður mín! Veit þó ekki í hvaða röð, svo að það er alltaf spennandi að vakna og kíkja í dagatalið - alveg eins og þegar ég var lítil. Þetta dagatal og kaffi er það sem gerir prófatímabilið bærilegt í ár :)



Monday, December 2, 2013

Vetrarvaralitir

Hér eru 6 uppáhalds rauðu/dökku varalitirnir mínir. Myndirnar gera mismuninum á þessum 3 rauðu ekki alveg nógu góð skil, en þeir eru mjög ólíkir samt sem áður, hvort sem þið trúið mér eða ekki

Maybelline - 540 Hollywood Red



Mildur rauður litur sem passar við allt og fer öllum. Lyktar eins og play-doh leir..ahhh minningar

-------------------------------------------------------------

Maybelline - 527 Lady Red


Ekta glansandi skær-rauður varalitur. Fullkominn t.d. fyrir klassíska eyeliner+rauðar varir comboið

---------------------------------------------------------------------

Mac - Russian Red


Hinn eini sanni. Mattur, eldrauður og helst á allan daginn/kvöldið. Gerir það sem nánast enginn annar rauður varalitur gerir..gerir tennurnar EKKI gular (!!) heldur bara hvítar og fínar! Mamma mín spurði mig hvort mér fyndist hann ekki "of rauður"...en ég svaraði að það væri ekki til neitt sem heitir of rauður varalitur. Þessi er í algjöru uppáhaldi.
---------------------------------------------------------------

Mac - Rebel


Sennilega einn vinsælasti Mac varaliturinn og mjög oft uppseldur hér á landi. Er mun meira fjólublár/bleikur heldur en sést á myndinni, en í eldri færslu (hér) sýndi ég 3 mismunandi leiðir til að nota Rebel.

--------------------------------------------------------

NYX - Violet Ray


Þessi hefur mjög sérstaka áferð, ótrúlega mjúkur svo ég bjóst ekki við að hann entist mjög lengi á vörunum en hann entist í svona 4 klukkutíma án þess að ég þyrfti að laga hann til (var meira að segja með drykk við höndina megnið af tímanum)

-------------------------------------------------------------------

Mac - Cyber


Sá nýjasti í safninu og sá dekksti sem ég hef þorað að nota. Mamma yrði sennilega ekki heldur hrifin af þessum - en mér finnst hann ótrúlega flottur og hvet ykkur til að prófa ykkur áfram með svona dökka liti, mér finnst allt klæða mann ef maður ákveður að það klæði mann!

----------------------------------------------------------------------------------------

Svo er mjög gott þegar maður er með svona áberandi varaliti að setja einn fingur hálfpartinn upp í sig aðeins inn fyrir varirnar og loka munninum varlega til að ná litnum sem sest of innarlega og mun annars enda á tönnunum stuttu seinna..afar óheillandi.