Saturday, April 27, 2013

Gallabuxur

Ég fékk nýjar buxur í dag og er svo glööööð með það að ég varð að deila því með ykkur!

Að finna gallabuxur sem passa á mig er nefnilega eitthvað það allra leiðinlegasta sem ég geri. Þegar maður er með læri á stærð við stæltan karlmann og ballett-kálfa þá er fátt sem passar. Ef buxurnar passa á fæturnar eru þær of stórar að ofan og ef þær passa að ofan...þá eru þær örugglega stuttbuxur. Ég fann blessunarlega fyrir nokkrum árum snið í Topshop sem passaði mér, sniðið heitir Jamie og eru frekar teygjanlegar skinny jeans. Ég sleppi því svo yfirleitt núorðið að máta þær og kaupi bara alltaf sömu stærð, þær koma í mörgum mismunandi litum og eru á fínu verði, sem betur fer. Kemur reyndar fyrir að sumir litir séu örlítið stærri/minni en aðrir þó það séu sömu númer en þær hafa reynst mér mjög vel!
Þær eru með passlega háum streng, maður þarf  hvorki að hafa áhyggjur af muffin top né plömmer.




Svo var ég svo heppin um daginn þegar Telma mín kom til að fá lánuð föt hjá mér, að ég mátaði buxur sem hún á sem eru frá Dr. Denim og heita Solitaire. Þær eru svartar og mjög teygjanlegar, eiginlega bara jeggings, og mjög háar í mittið. Dr. Denim tekur hugtakið "figure-hugging-jeans" á allt annað level með þessum buxum get ég sagt ykkur. Eignilega svona aðhaldsbuxna-fílingur í þeim, kemst samt bókað í splitt í þeim. Þær eru SVO þægilegar! Þær passa líka örugglega á hvaða vaxtarlag sem er, því buxurnar mínar í M litu út á herðatrénu fyrir að vera svona XS og teygjast fáránlega vel. Þær eru líka til í fleiri litum og svo eru til aðrar týpur sem eru ekki alveg eins háar í mittið. 




Passa við allt og ekki skemmir fyrir að þær kostuðu litlar 8900 kr sem telst nú frekar lítið fyrir buxur á þessu landi okkar!
Mæli með að þær sem eru í sömu sporum og ég skelli sér í Dr. Denim og prófi þessa dásemd. Veit ekki hvernig er með venjulegar gallabuxur hjá þeim, þ.e.a.s. hvernig stærðirnar eru og sniðin en ég mun eflaust athuga það og láta ykkur vita. Það eru nefnilega svo margir fallegir litir til og allskonar fínir og sætir sokkar líka :)


Vona að þið eigið góða helgi!
xx

Thursday, April 25, 2013

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæra fólk :)


Núna þegar sólin er farin að láta sjá sig annars lagið langar mig virkilega að bæta smá litum í fatasafnið mitt og prófa allskonar sumartrend. Meðal þess sem ég ætla að láta reyna á í sumar er þetta:


Ég klippti hárið á mér stutt núna í febrúar eftir að hafa verið með það sítt síðan ég man eftir mér. Ég er búin að reyna að prófa mig áfram með ýmsar greiðslur en krullur er eitthvað sem ég á eftir að mastera. Ástæðan er reyndar sú að ég er alltaf svo lengi að mála mig áður en ég fer út að hárið er yfirleitt látið liggja milli hluta og enda ég yfirleitt á að grípa í sléttujárnið. Reyni að bæta úr þessu í sumar.


Klútar eru eitt af því sem ég hef alltaf verið frekar feimin við að prófa. Langar ótrúlega að prófa mig áfram með þetta trend


Blóm í hárið - sumarlegt og fínt


Ég á svo fína myndavél en kann því miður ekkert á hana. Væri mjög gaman að prófa mig áfram með hana í sumar. Að sjálfsögðu mun ég alltaf vera svona skvísa þegar ég tek myndir.


Skærar varir - svona fyrir utan pastelfjólubláu, ljósbláu og svörtu varirnar- þá ætla ég að vera roooosa dugleg að  ganga með varaliti í sumar. Það verður allt svo miklu skemmtilegra þegar maður er með varalit


Fínar tær ..
ég var einu sinni í ballett. Vil ekkert fara nánar út í það hvernig það fer með tær en nú skulu þær verða fínar! Það telst reyndar örugglega eðlilegt hjá flestum að hafa fínar tær og er nú ekki beint trend haha - en mitt markmið samt sem áður


Ég skal eignast litaðar gallabuxur í sumar, helst í fleiri en einum lit

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í dag hafði ég svo 15 mín til þess að gera mig til fyrir sumardagskaffi og ég átti eftir að fara í sturtu og klæða mig, gera eitthvað við hárið á mér og mála mig.
Ég hoppaði í eldsnögga sjampólausa sturtu, blés hárið mjög ófagmannlega og henti því uppí einhverja klessu - kom furðuvel út


5 mín makeup:

-Face and body foundation sett á - á ljóshraða
-Fylla upp í augabrúnir
-Cover all mix hyljari
-Hafði ekki tíma til að gera fínan eyeliner svo ég skellti bara smá í efri vatnslínuna í staðinn - miklu fljótlegra og lætur augnhárin virðast þykkari
-Colossal og Falsies maskari frá Maybelline - 1 umferð af hvorum
-Sólarpúður
-Í bílnum skellti ég svo á mig SKÆRbleikum varalit sem ég keypti á rétt rúmar 400 kr í zebra búðinni á Laugaveginum. Hélt að hann væri algjört drasl en það er mikill litur í honum og hann endist og endist!



Vona að þið hafið átt ljúfan fyrsta sumardag þrátt fyrir smá snjókomu:)
-Kara


Tuesday, April 23, 2013

Í snyrtibuddunni

Sko ég á reyndar ekki eina svona snyrtibuddu sem ég geymi allt í - heldur á ég bara risastóra skúffu með allt of miklu dóti í. En ef ég þyrfti að velja mér það allra nauðsynlegasta myndi það vera eftirfarandi:




Face and body foundation frá MAC
Léttur farði sem hylur ekki of mikið, samt hægt að byggja hann upp og gera hann þykkari með því að nudda honum lengur inn í húðina. Freknurnar mínar fá að sjást í gegn ef ég vil og mér líður eins og ég sé ekki með neitt framan í mér. Ég nota yfirleitt 187 burstann frá Mac til að bera farðann á mig en auðvitað er hægt að nota líka bara fingurnar ef maður er að drífa sig.


Maskarar frá Maybelline
Þessir 3 eru aaaalgjör snilld! Nota colossal hversdags, aðeins fínna one by one og ef ég er með dökka förðun og rosa fín þá nota ég eina umferð af annað hvort colossal eða one by one og svo falsies yfir. Ef ég er með gerviaugnhár set ég svo eina umferð af falsies yfir þau til að gera þau ennþá meira dramatísk!

Cover all mix hyljari frá Make Up Store
Einhver mesta snilld ég hef keypt og fer varla út úr húsi án þess að setja hann á mig. Ferskjulitaði hlutinn hylur bláa liti, t.d. bauga undir augum - vægast sagt mikið notaður hjá mér og hylur mjög vel. Guli liturinn hylur rauða bletti og húðlitaða nota ég til að annað hvort blanda við hina eða lýsa upp húðina í kringum augun og nefið. Nota yfirleitt svamp til að setja hyljarann á.

Bronzing powder baked frá Make Up Store
Besta sólarpúður sem ég hef prófað! Gefur húðinni ótrúlega frísklegt yfirbragð og svo er það svo stórt að það mun endast mér leeeengi lengi lengi :) Nota yfirleitt risastóran fallega bleikan bursta úr Make Up Store til að setja það á

Blacktrack blautur eyeliner frá MAC
Mjög góður eyeliner frá MAC sem ég nota með bursta nr 210 frá þessum elskum í MAC


Reflex cover frá Make Up Store
Fallegt highlight undir augun - nota hann sjaldan einan og sér reyndar. Nota hann ef ég er að fara eitthvað fínt og set þá fyrst cover all mix, svo face and body foundation, næst púður yfir og svo í lokinn reflex cover til að hafa ekki alveg matta áferð á húðinni. Set hann í þríhyrning undir augun og læt hann ná meðfram efri hluta kinnbeinsins

Studio Fix púður frá MAC
Meiri snilldin sem þetta púður er! Nota það aðallega til að fá alveg flawless húð og set það þá yfir farða, eða bara eitt og sér og þá mjög lítið af því. Mér finnst best að nota 116 burstann frá MAC með þessu púðri því ef ég nota svampinn kemur svo þykkt lag sem mér finnst oft gervilegt. Get stjórnað betur hvað kemur mikið með burstanum.



Gamla góða Vaseline
Besti varasalvi í heimi. Staðfest. Set hann á mig óteljandi sinnum á dag. Mér finnst líka gott að svona einu sinni í viku ca tannbursta yfir varirnar þangað til það svíður smá og setja svo vel af vaselini og sofa með það. Varirnar verða svo ótrúlega mjúkar þegar maður vaknar! Líka fallegt ef maður vill hafa bara nude varir með dökkri augnförðun. Hef oft fengið hrós fyrir fallegt gloss sem reynist svo bara vera vaseline:)


Augabrúnablýantur frá Maybelline
Þegar ég er löt að lita á mér augabrúnirnar lít ég út fyrir að vera alls ekki með augabrúnir. Ég fer ekki út úr húsi án þess að vera búin að fylla upp í þær með blýanti frá Maybelline




Ég gæti haldið endalaust áfram en þetta er svona allra mest uppáhalds. Þarf örugglega sér færslu fyrir varaliti og augskugga og allskonar annað seinna :)


-Kara :)






Friday, April 19, 2013

Bleikt og annað fallegt


Ég er komin í sumarskap. Rigningin í dag var ekki alveg til að hrópa húrra fyrir reyndar, en hugsið ykkur hvað þetta er gott fyrir grasið og blómin :)
Nú langar mig að fara að ganga í litríkum fötum með litríka fylgihluti og förðun. Datt svo alveg óvart inn á Michael Kors síðuna í dag. Þar er afar takmarkað úrval fyrir fátæka námsmenn EN maður má nú láta sig dreyma. Mikið af nýju töskunum er í svo guðdómlega fallegum bleikum lit!






þetta fallega clutch veski er frá Jimmy Choo

Alexander McQueen

Ég komst heldur ekki hjá því að láta mig aðeins dreyma um skó sem kosta örugglega nokkur mánaðarlaun hjá flestum, þeir eru bara svo fallegir!

Brian Atwood 

Giuseppe Zanotti

Charlotte Olympia

Og þessir allra mest uppáhalds - Christian Louboutin
Draumabrúðkaupsskór allra kvenna - allra skó-/glimmersjúkra kvenna allavega


-Kara

Monday, April 15, 2013

Beyonce fyrir H&M

Beyonce er nýja andlit H&M er með bikini og beachwear línu sem er eins falleg og Beyonce er sjálf! Myndirnar eru loksins komnar og hér getið þið séð grein um línuna.

Hér er þessi fegurð í öllu sínu veldi









Mér þætti ekki mjög leiðinlegt að eiga eins og eina eða tvær flíkur úr þessari línu. Ef ég liti út eins og hún væri ég líka bara alltaf í bikiní - allsstaðar..

-Kara

Sunday, April 14, 2013

Pixiwoo top 10

Hér eru nokkur af mínum uppáhalds makeup look-um frá þeim systrum :)

 Katherine Jenkins


Nr. Victoria's Secret style

Nicole Scherzinger


Cheryl Cole


Adele Grammys


Olsen systur


Rachel Weisz-Oz the great and powerful


Vanessa Paradis


Veronica Lake


Audrey Hepburn




Ég hef reyndar bara prófað 2 af þessum og þau komu bæði mjög vel út. Aldrei að vita nema ég fari í það verkefni að endurgera eitthvað af þessum og hendi því hér inn ef þau koma vel út :)

Saturday, April 13, 2013

Uppáhalds Youtube förðunarsnillingar

Ég eyði örugglega meiri tíma en eðlilegt þykir í að horfa á aðra mála sig á youtube og ætla að sýna ykkur nokkrar af mínum uppáhalds youtube-skvísum :)

Nr. 1 - PIXIWOO

Þær eru algjörlega uppáhalds! Þetta eru breskar systur, báðar menntaðir förðunarfræðingar sem urðu smátt og smátt frægar á youtube og vinna núna bara við það að kenna okkur amateurunum að mála okkur. Fáránlega klárar og svo virka þær bara svo yndislegar eitthvað


Nr. 2 - Tanya Burr

Hún er líka bresk og er einmitt trúlofuð bróður Pixiwoo systranna. Þær eiga tvo bræður sem eru báðir með mjög vinsælar youtube-channels. Skemmtilegt fjölskyldu hobbý


Nr. 3 - Camila Coelho

Þessi er brasilísk og talar portúgölsku í videounum en er líka með enska channel sem er samt með mikið færri videoum (getið séð hana hér). Hún gerir reyndar frekar dramatísk look og ekki beint svona hversdags, en notar mikið af litum og glimmeri sem mér finnst mjög skemmtilegt.


Nr. 4 - MissMavendotcom

Veit voða lítið um þessa, er frekar nýbyrjuð að fylgjast með henni en hún er voða voða sæt og líka frekar væmin eins og margar aðrar - een samt með flott video



Nr. 5 - Makup by Sona

Líka nýbyrjuð að horfa á þessa - mjög flott



Bæði Pixiwoo og Tanya Burr eru líka með makeover video á channel sem heitir Daily Mix



Góða skemmtun!



Friday, April 12, 2013

Allskonar um ýmislegt

Tísku- og förðunarblogg spretta upp eins og gorkúlur þessa dagana og ég fylgist með vandræðalega mörgum svoleiðis! Matarbloggin gefa þeim svo ekkert eftir og ég er líka ansi dugleg að lesa þau þó ég hafi nú ekki verið svo liðtæk í eldhúsinu þetta árið - það fer vonandi að breytast samt. 
Það sem liðið er af árinu 2013 hefur svo farið í allsherjar mataræðistiltekt hjá mér og miklum bætingum á formi og heilsu og almennri vellíðan og mér finnst líka rosa gaman að lesa blogg hjá fólki í sömu stöðu og sömu pælingum.
Svo finnst mér einstaklega skemmtilegt að skoða falleg hús og innanhúshönnun.
Mig hefur langað til að byrja blogg um þetta allt saman en hef ekki gefið mér tíma í það - en svona í prófatíð gefur maður sér tíma í ótrúlegustu hluti.

Hér mun ég semsagt deila, með hverjum sem nennir að lesa bullið í mér, allskonar förðunar-, heilsu-, tísku- og matartengdum pælingum og myndum og ýmsu öðru sem mér dettur í hug.

-Kara :)