Monday, July 28, 2014

Ofur-pönnukökur

Þegar maður elskar pönnukökur en er að reyna að verða ekki akfeitur (segir ein með fullan kjaftinn af  m&m...) er um að gera að hafa opinn huga í leit að nýjum hráefnum í pönnukökur sem hægt að njóta án samviskubits t.d. bara á svona grámyglulegum mánudegi eins og þessum. Þ.e. fyrir árrisula...ekki fyrir mig nema kannski um helgar. 

Mér finnst rosa gaman að fara ein í búðina og standa lengi í heilsuganginum í Krónunni og skoða úrvalið af fræjum og mjöli og öllu mögulegu sem þar er til. Svo fór einn daginn að ég birgði mig upp af hinum ýmsu fræjum, m.a.a til að gera hrökkbrauð. Svo sá ég hampfræ í litlum poka og mundi þá eftir að Ása Regins á Trendnet hafði verið að dásama þessi fræ og talaði m.a. um að þau hefðu gert undur fyrir exemið hjá stráknum hennar og þeir lesendur sem höfðu prófað tóku í sama streng. Hér og hér getiði séð færslurnar hennar Ásu. 
Ég er að vísu ekki með exem - en það getur ekki sakað að prófa allt sem getur gert húðinni gott! 

Með í pokann rötuðu svo chia fræ - sem ég skal bara viðurkenna hér og nú að ég þoli ekki því ég bara skil ekki áferðina. Á maður að tyggja þetta? gleypa? Skil ekki. Ég veit að það er rosa töff að borða chia graut úr krukku á morgnanna en ég geymi varaliti í krukkunum mínum og get ekki sett þennan graut inn fyrir mínar varir. En vegna þess hvað chia fræin innihalda mikið af góðum næringarefnum reyni ég að nota þau eins oft og ég man eftir út í Nutribullet drykkina mína. Þá hakkast fræin og verða ekki svona klístraðir hlunkar skiljiði. Maður finnur varla fyrir þeim. 

Keypti líka hörfræ og á þau yfirleitt alltaf til. Til þess að geta tekið upp næringuna úr hörfræjunum þarf að mala þau eða leggja í bleyti. Mér finnst betra að mala þau og þá einmitt fæ ég næringuna en þarf ekki að tyggja þau í einhverjum graut. 

Öll þessi fínu fræ notaði ég svo til að búa til þessar dýrindispönnukökur sem sjást hér í extreme close up


Ég setti dass (því ég var í tilraunastarfsemi og bjóst ekki við að þetta myndi koma svona vel út, satt best að segja) af hampfræjum, chiafræjum og hörfræjum í Nutribullet blandarann og bjó til einhverskonar mjöl úr þeim. Það tekur enga stund því þessi blandari er einhver undragræja. Malar allt í klessu á ca 4 sek. 

Svo hellti ég öllu sammen í skál
-stappaði banana í miður girnilega stöppu
-bætti út í helling af kanil
-tvö egg
-nokkrir dropar af steviu (ég setti eitthvað á milli 6-9 dropa)
-örlítið lyftiduft
-smá mjólkurdreitill (hvernig mjólk sem er - kúa- eða möndlu eða hvað sem er)

Svo hrærði ég eins og vindurinn þangað til gumsið í skálinni leit út ca eins og steypa. Næst er að skella smá klessu á pönnuna (með kókosolíu ef vill) og steikja þar til þær líta sæmilega út.

Ostur og smjör og verði ykkur að góðu!

-Ást og pönnsur
-Kara

Thursday, July 24, 2014

Meira (ó)nauðsynlegt

Þegar ég fór á pósthúsið spurði Kári mig hvað ég hefði verið að panta. Ég leit skömmustuleg niður og sagði sannleikann: "fullt af dóti sem ég þarf ekki á að halda..." En ég var samt svo glöööð og kát þegar ég sótti pakkann minn. Alltaf gaman að fá nýtt dót að leika með. Hér er það sem ég keypti (á feelunique.com)


Burstasett í ferðastærð frá EcoTools

Sjúklega sætir - sjúklega hentug stærð og sjúhúhúúúklega mjúkir! Hlakka til að prófa

Fyrsta Stila pallettan mín. Hún var limited edition svo ég varð..

Aðeins of sumarlegir litir fyrir íslenska sumarið 2014? oh well..

Lipstick queen er merki sem ég er búin að vera ótrúlega spennt að prófa. Liturinn sem mig langaði mest í var því miður búinn svo ég ákvað að prófa þennan.

Hann heitir Hello Sailor og er EKKI blár. Hann er nánast eins og varasalvi nema í guðdómlega fallegum umbúðum og dregur fram náttúrulega bleik/berja-litinn í vörum hvers og eins. Þessvegna er hann mismunandi á öllum. Liturinn sem ég ætla að splæsa í næst frá þeim heitir Aloha og er ótrúlega fallegur bleikur litur sem ég sá á Youtube hjá Essie Button, einum uppáhalds youtube-aranum mínum. Mæli með því að kíkja á videoin hennar!

Fallegur ferskjulitaður/fölbleikur kinnalitur frá Rimmel. Afsakið (alltaf!!) neglurnar mínar. Virðist ekki geta bloggað með nýásett naglalakk

Tveir Rimmel Kate Moss maskarar. Einn svartur og einn blár. Ég er aðeins eftirá í litaða maskara trendinu en hlakka samt til að prófa hann. Þessi hefur töluvert meira notagildi en hinn blái sem ég á frá & Other Stories en hann er skær-ljósblár. Ekki beint hversdags


En ég er afskaplega glöð með allt nýja dótið mitt. Sama hvort ég þurfti á því að halda eður ei.

Takk og bless <3

-Kara


Tuesday, July 15, 2014

Linda Hallberg

Ég má bara til með að deila með ykkur fleiri myndum með förðunum eftir Lindu Hallberg, sænskum förðunarfræðingi sem er einfaldlega töframaður með förðunarburstana. Allt sem hún gerir er fullkomið. Fuuuuullkomið. Geez. Elska hana. Læt myndirnar tala:








Og svo þessi mynd hér - sem sýnir enn betur að förðun er í raun og veru ekkert nema list - og Linda er svo sannarlega listakona!


Svo fallegt! 

Þetta var innblástur vikunnar. Vona að ég verði eins flink og hún einhverntímann!

-kara

Monday, July 14, 2014

Maybelline Baby Lips

Ég hef ekki vísindalegar sannanir fyrir því - en ég er nokkuð viss um að það sé hægt að vera háður varasalva. Ég er það allavega. Því tók ég komu Maybelline Baby Lips fagnandi og er búin að fá mér þrjá liti. Mér þykir afar sennilegt að allir litirnir verði komnir í safnið innan skamms.

Sko. Í fyrsta lagi eru pakkningarnar svo krúttlegar og litríkar og bara hreint ómótstæðilegar að maður getur ekki annað en keypt fleiri en einn lit. Lúkka svo vel svona allir saman.
Í öðru lagi er lyktin af þeim hiiiiiiimnesk. Sérstaklega þessum appelsínugula - góóóður guð ég gæti þefað af honum allan daginn.
Í þriðja lagi finnst mér mikill kostur að hægt sé að skrúfa þá svona niður. Eins og mér finnst EOS varasalvarnir sjeeewlega góðir þá finnst mér svo asnalegt að setja þá á sig. Maybelline 1-0 EOS. 
Í fjórða lagi eru litirnir svo ótrúlega léttir og fallegir og endast vel og lengi á vörunum. 



Þessi er nýjastur í safninu mínu og strax orðinn uppáhalds með miklum yfirburðum. Lykin..óóó lyktin. Var með hann hjá mér við skrifborðið í vinnunni í dag og þefaði margoft af honum þegar enginn var að horfa. Setti hann líka sennilega óþarflega oft á mig. En ég er líka háð, muniði.

Liturinn á þessum er svo sætur og bleikur! Og hann lítur líka út eins og varalitur - ekki varasalvi. Sem er skemmtilegt. Reyndar á þessari mynd eru varirnar mínar pínu þurrar eftir að þurrka endalaust varasalva af og setja aftur á og taka nýja mynd. Svo er líka bara lítið af honum. Það er hægt að byggja litinn meira upp. 
P.S. afsakið neglurnar..

Þessi sæti er alveg litlaus og er með dásamlegri piparmyntulykt. Það er líka sólarvörn (mig langar að segja spf 20?) í honum. Sem er frábært - fyrir alla nema Íslendinga því við fáum enga sól. Kv. ein bitur.

En dásamlegir varasalvar og hvet ykkur til að kaupa þá aaaalla! Allavega byrja á einum. Þið munuð enda með þá alla. Lofa. 


Ást og friður og góðar stundir
-kara 


Saturday, July 5, 2014

Fyrir og eftir Olay húðburstann

Þetta óbloggleysi er alfarið mér að kenna. Ekki nýja borðinu mínu. Skil einfaldlega ekki hvað er í gangi..langt síðan það hefur liðið svona langt á milli færsla hjá mér. Eeeen hér er ein - vonandi skemmtileg, allavega merkileg (í lokin).

Ég heiti Kara og ég er förðunarfíkill. ("Halló Kara!") Keypti mér smá Maybelline gotterí. Það var útborgunardagur..

Hvað er það sem allar stelpur dreymir um? Ryan Gosling? Sellerí sem bragðast eins og súkkulaði? Vissulega..en líka gel-eyeliner sem auðvelt er að setja á sig! Og hann er til. Og hann er ekki frá Benefit og kostar hvítuna úr augunum. Hann er nefnilega frá Maybelline og kostar ekki einusinni hálfvirði hvítunnar í augunum..ekki einu sinni úr öðru auganu! 




Maður skrúfar upp..svona eitt til tvö skrúf - og upp kemur gel sem maður dreifir með þessum fína skáskorna gúmmíoddi. Úr kemur eins fín lína og maður vill (oftar en ekki verður mín svona þreföld samt en það er því spegillinn er svo langt frá mér og ég nenni ekki að ná í hinn spegilinn sjáiði til..)

Svona svartur líka..eins og sál mín
Djók

Svo er eitt svona issjú sem ég á með ljósa hárið mitt - en það eru augabrúnirnar mínar sem mér finnst alltaf þurfa að vera dekkri en þær eru. En svo keypti ég bara svona augabrúnagel með smá lit og vandræði mín eru úr sögunni. Ég er með náttúrulega ljósar augabrúnir sem sjást ekki en með þessu geli lítur út eins og þær séu til staðar - og eins og þær séu bara svona í alvörunni!

Ekki eins og NARS draslið sem ég keypti - það var nú meira bullið. Ein stór klessa í augabrúnina, eintómt vesen fyrir hellings pening.

Svo er það nú ástæðan fyrir þessari færslu. Ég biðst fyrirfram afsökunar á hvað myndavélin mín pikkar upp minnstu smáatriði. Fyrir ykkur sem eruð viðkvæm fyrir svitaholum up close and personal, hættið bara að lesa hér. 

Eins og ég hef sagt áður keypti ég mér Olay hreinsiburstann fyrir ca 5 vikum. Ég tók "fyrir" myndir svona just in case að það yrði einhver munur. Nú splæsti ég myndunum saman og viti menn. Eins og fótósjopp! Hef notað burstann samviskusamlega kvölds og morgna síðan ég fékk hann. Líka 3x eftir djamm kl. ca 4 um nótt..hlakkaði bara til að koma heim og þvo mér í framan. Húðumhirða getur verið fínasta skemmtun! Fyrir marga er 2x á dag alltof mikið fyrir húðina - sérstaklega viðkvæma húð - en mín húð þolir ýmislegt og kann einstaklega vel við svona svakalegt dekur. 

 25. maí:



mmmm mm svitaholur!  

2.júlí


Og til að sýna muninn betur:


Það er bara eins og ég hafi farið með sandpappír þarna yfir, svitaholurnar hafa minnkað svo mikið! Voru miklu dýpri og meira áberandi fyrir. Myndirnar eru teknar á sömu stillingu - bara í mismunandi herbergjum og það útskýrir litamuninn - ekkert búin að fikta í þeim í neinu forriti!

Þessi bursti var svo sannarlega allra sjöþúsund krónanna virði!


Eigið góða helgi elsku þið öll!

-kara 
xo