Sunday, August 18, 2013

5 varalitir

Það er aldrei hægt að eiga nóg af varalitum - það vita allar konur. En ef ég mætti bara eiga 5 varaliti/gloss myndi ég velja þessa:


Mac - Hue
 Hinn fullkomni nude bleiki litur. Hann er því miður ekki ennþá kominn í safnið EN hann er næstur á innkaupalistanum


Mac - Russian Red
Hinn fullkomni rauði varalitur að mínu mati. Blátóna litur svo að tennurnar virðast ekki gular eins og þær gera oft með rauðum varalit. Liturinn er mattur og helst því mjög vel og lengi á vörunum. 



Mac - Rebel
Fallegur fjólubleikur litur sem hægt er að byggja upp frá því að vera skærbleikur í það að vera dökkur haust/vetrarlitur. 


Mac - Show Orchid
Svo ég haldi áfram með Mac varalitina..þessi litur er sennilega ekki fyrir alla, en ef þú vilt að tekið sé eftir þér..þá er þetta liturinn! Hann er einnig á innkaupalistanum mínum!


Maybelline - Midnight Plum
Uppáhalds varaliturinn minn. Ever. En því miður þá týndi ég honum og er alltaf á leiðinni að kaupa nýjan. Hann er svo fallega fjólublár og fullkominn fyrir haustið sem nálgast óhugnalega hratt!



Ég veit ég sagði 5..en ég verð að bæta við einu glossi sem ég keypti mér loksins eftir að vera búin að ætla mér það leeeengi lengi..það er Beige frá NYX. Ótrúlega fallegur bleikur litur. Tanya Burr Youtube skvísa er búin að tala um þetta endalaust og ég  varð að kaupa það! Sé ekki eftir því :)



----------------------------------------------------------------------------


-kara :)