Thursday, August 28, 2014

Youtube made me buy it

Það er "tag" á youtube sem heitir Youtube made me buy it þar sem youtube-skvísurnar tala um vörur sem þær hafa séð talað um á youtube og keypt svo í kjölfarið. Ég er sek um nokkur svoleiðis kaup...

Efri röð: Rimmel Match Perfection - Rimmel Wake Me Up - Nars Sheer Glow - Makeup Forever HD Foundation - All-in-one BB creme frá Body Shop
Fyrstu 3 meikin eru þau sem Tanya Burr hefur dásamað hvað mest. Bæði Rimmel meikin eru frábær, sérstaklega miðað við hvað þau eru ódýr! Nars meikið er svo ennþá betra og gefur svo ótrúlega fallega áferð. Ég er sek um að eiga 2 liti af öllum þremur. 
Skellti mér svo á  MUF HD Foundation þegar ég var í Svíþjóð þar sem nánast allir sem ég fylgist með á  youtube hafa talað um þetta meik sem þeirra uppáhalds. BB kremið er svo frá Body Shop. Kremið sjálft er frekar þykkt en áferðin ótrúlega náttúruleg og falleg. Jafnar út húðlitinn án þess að þekja of mikið. 

Neðri röð: Mary Loy-Manizer frá theBalm - Rimmel Stay Matte - Benefit Hoola - Benefit Coralista
Þetta er held ég bara uppáhalds highlighter allra sem ég hef séð tala um hann. Enda er hann fáránlega fallegur. Rimmel Stay Matte púðrið er eins og sést vel elskað og þetta er meira að segja dolla nr. 2, ekki oft sem ég kaupi sömu vöruna 2x í röð! Næstu 2 eru svo frá Benefit og voru í Benefit jóladagatalinu mínu. Ég mun hiklaust kaupa þessar tvær í fullri stærð þegar þær klárast. 


Á þessari mynd í einni klessu eru: Mac og Makeup Geek augnskuggar - Pixi palletta - elf eyebrow kit - Lorac Pro - Anastasia Brow Wiz og Dipbrow Pomade og Nyx Jumbo Eyepencil í litnum Milk
Það nýjasta í þessari hrúgu er pixi pallettan en ég hreinlega varð að kaupa hana eftir að ég sá þetta myndband. Shannon á shaaanxo elskar elf augabrúnakittið og það geri ég líka enda fáránlega ódýrt og akkúrat litur fyrir mig. Anastasia vörurnar eru svo nýjar (týndi gamla brow wiz *grát*) en þær eru það besta sem ég hef prófað á augabrúnirnar! Nyx blýanturinn er góður sem base undir augnskugga og Lorac Pro pallettan er bara svo falleg. 

Bourjois Rouge Edition Velvet Pink Pong- Lipstick Queen Hello Sailor - Bourjois Color Boost Fuchsia - Rimmel Kate Moss 107 og 113 - Rimmel Apocalips Big Bang, Nova og Luna - Rimmel Nude Delight
Svosem ekki margt um þetta að segja nema kannski (augljóslega) að það sé ekki beint erfitt að sannfæra mig um að ég verði að eignast eitthvað...

Mac Fix Plus - Real Techniques: buffing brush, contour brush, exper face brush, blush brush, powder brush, setting brush (x2), silicone liner brush - Mac: 217 (x2), 266 og 239
Held að fix+ sé mögulega ofmetnasta og mest hype-aða vara í snyrtivörubransanum. Ég get allavega vel án þess verið og skil ekki alveg af hverju öllum finnst þetta svona mikið must. En ég nota það nú samt oft (til að klára það..) og þá aðallega eftir að ég er búin að mála mig til að "setja" förðunina (þó ég sjái kannski ekki mikinn mun..nema eitthvað sem ég ímynda mér til að réttlæta kaupin á vörunni?) og svo til að bleyta shimmer augnskugga til að fá smá metal áferð. Burstarnir eru hinsvegar allir hið mesta þarfaþing og eru allir jafnmikilvægir. Sumir meira en aðrir þó. Væri til í að eiga svona 3 í viðbót af bæði 217 og setting burstanum. Því ég er löt að þrífa burstana mína..


---------------------------------------------------

Svona er ég mikill sökker fyrir því sem aðrir segja að ég þurfi að eignast...en það er samt ekki ein einasta vara þarna sem ég sé eftir að hafa keypt og eiga flestar alveg skilið það hype sem þær fá á netinu , allavega að mínu mati :)


-kara

Monday, August 25, 2014

Mac varalitirnir mínir

Um daginn áttaði ég mig á því að Mac varalitasafnnið mitt var farið að stækka ansi ört svo ég tók mig til og tók mynd af þeim öllum og "swatches" á hendina á mér fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir sér hvaða lit þið eigið að splæsa í næst - ég get engan veginn gert upp á milli þeirra og finnst allir bráðnauðsynlegir og gullfallegir.




Frá vinstri: Enchanted one - Lovelorn - Hue - Syrup - Innocence Beware


Rebel - Russian Red - Relentlessly Red - Diva - Cyber

Ætla ekki að lýsa hverjum og einum en hér eru myndir 

Enchanted One



Lovelorn



Hue



Syrup



Innocence Beware (limited edition)



Rebel



Russian Red



Relentlessly Red



Diva



Cyber



Einn varð reyndar útundan, Costa Chic, en hann er í pössun hjá mömmu


Ef ég þyrfti nauðsynlega að velja uppáhalds og óuppáhalds Mac varalitina mína væri Innocence Beware minnst uppáhalds - aðeins of ljós og svona ekki alveg tóna við minn húðlit. Uppáhalds akkúrat núna á þessari stundu og í sumar bara er Relentlessly Red - svooo mattur og bleikur. Í haust tekur svo sennilega Diva við af honum. Annars getur maður alltaf á sig blómum bætt og safnið mun sennilega halda afram að stækka næstu mánuði og ár...



Afsakið annars bloggleysið. Búið að vera brjálað að gera en nú fer allt að komast í rútínu aftur og miiiiikið er ég glöð með það. Gengur allt meira smooth þannig.

Um að gera svo að setja á sig fallegan varalit til að hressa upp á annars gráan dag!

-Kara









Sunday, August 17, 2014

Grunge með Lorac Pro

Ást mín á Lorac Pro pallettunni nær engri átt - þvílík gersemi! En ég hafði ekki enn notað bláa litinn í henni svo ég ákvað að leika mér aðeins með hann og úr varð frekar ó-Körulegt grunge smokey. Margir segja að dökk augu og áberandi varir séu no-no en þegar maður er einn heima í tilraunastarfsemi við snyrtiborðið skiptir það svosem ekki miklu máli svo ég ákvað að prófa Rimmel Apocalips fljótandi glossvaralit-hybrid að setja punktinn yfir i-ið. Hann er alveg skærbleikur og mér finnst hann draga áberandi fram græna litnn í augunum sem er skemmtilegt með svona bláum augnskugga.


Lorac Pro. Umbúðirnar eru alveg mattar sem er mjög fallegt fyrst en svo er hún bara ansi fljót að verða mjög subbuleg. 


Litirnir eru hver öðrum fegurri


Hér er blái liturinn sem ég notaði (þetta er baugfingur btw, lofa)


Þessar vörur voru í aðalhlutverki



Skyggði ytri hluta augans með svarta litnum (sem heitir því frumlega nafni Black), litinn Nude í innri hornin og Taupe til að blanda út skilin og blandaði alveg upp fyrir agunbeinið.


Notaði Sephora blýantinn inn í neðri vatnslínuna. Mér fannst svartur aðeins of mikið, en þessi er svona silfur/grár og passaði ljómandi vel við bláa litinn


Frekar fínn þessi! Hann heitir Nova og fæst hér




Fínasta haust-djamm-förðun! Með aðeins dekkri eða nude vörum jafnvel þegar sólin er farin



-Kara

Monday, August 11, 2014

90's varir og heimilisendurbætur

Ég fór í Ikea með peningana sem frúin í skattinum gaf mér og ákvað að kaupa loksins það sem hefur vantað uppá síðan við fluttum til þess að setja punktinn yfir i-ið í stofunni - svo hún verði kósí og fín. Keypti í leiðinni stól við snyrtiborðið og ljós til að setja við spegilinn. Á svo agalega handlaginn pabba sem festi ljósin við spegilinn, tengdi snúrur og allt sem þurfti til að fá smá baksviðs glamúr lúkk á snyrtiborðið. Það sem hann gerir ekki fyrir litlu stelpuna sína - sama hversu hégómlegt honum finnst þetta áhugamál mitt. Sem það kannski er...eeeen við lítum framhjá því.


Erum að "passa" þennan guðdómlega sófa og hann fær að njóta sín svona á móti kósí hlunkasófanum þar sem ég eyði (alltof)miklum tíma. Myndir úr framköllun fengu loksins að fara upp á vegg og nýja mottan gerir þetta allt miklu huggulegra. Kostaði litlar 6900 krónur! Svo eru púðarnir í leðursófanum líka nýir, einnig úr Ikea að sjálfsögðu.

Þarna er búið að festa tvö Musik ljós á Stave spegilinn. Stóllinn Tobias er svo mjög glaður með það að vera loksins kominn heim til mín.


Nú - að öðru. Kylie Jenner hefur svo sannarlega vakið athygli í förðunarheimnum fyrir að troða brúnleitum 90's varalit aftur í tísku. Youtube er morandi í sýnikennslumyndböndum um hvernig skal líta út eins og Kylie Jenner. Nú lít ég hreint ekki út eins og Kylie en fattaði í gær þegar ég var búin að mála mig að varirnar mínar voru ansi svipaðar þessu nýja trendi hennar. Ég var svo heppin að næla mér í litinn Enchanted One úr Alluring Aquatic línunni hjá Mac, sem er á sumum hinn fullkomni nude litur, en aðeins brúnleitari á mér - sem er hið besta mál þar sem 90's varirnar eru óðum að ryðja sér til rúms aftur, þökk sé fröken Jenner. 

Nakin í framan að prófa mig áfram með stillingar á myndavélinni fyrir nýju lýsinguna

 Kara Jenner 

djók.




C-c-c-c-c-close up 

Hreint ekki svo slæmur litur á vörunum. Mun sennilega sjást skarta þessum varalit oftar þegar líður á haustið.


Vörurnar sem ég notaði:

Húð: L'oreal Lumi Magique primer - Mac Pro Longwear Hyljari (Nw20) - Nars Sheer Glow (í litnum Deauvillie) - Benefit Hoola - Mary-Lou Manizer frá theBalm - 
Augabrúnir: E.l.f. eyebrow kit (í litnum ash) - Nars eyebrow gel
Augu: Makeup geek peach smoothie, creme brulée og cocoa bear - Mac Teddy eyeliner - Maybelline Colossal maskari
Varir: Makeup Store Nude Beauty - Mac Enchanted One






-kara

Thursday, August 7, 2014

Wonderful in Waikiki

Hér er lúkk sem ég gerði með nýju Stila pallettunni minni sem ég pantaði um daginn - þessi hér:


Útkoman var svona:




Skemmtileg tilbreyting að hafa smá blátt með undir. Framlengdi aðeins línuna undir auganu í lítinn væng og það kom mjög skemmtilega út :)

Mjög fallegir litir og allir (nema blái kannski) hafa mikið notagildi - hægt að leika sér helling með þá!

Tilvalið lúkk fyrir sérstök tilefni :)

ást og knús
-Kara

Tuesday, August 5, 2014

Augabrúnir fyrir óþolinmóða

Ég er búin að reyna að halda aftur af mér og láta augabrúnirnar mínar vaxa eins og illgresi en þær gera það ekki. Önnur helst bara alltaf eins og er í fínu standi fyrir utan eitt ör sem fer í gegnum hana. Hin er heldur óstýrlátari og vex bara í allar áttir. Nú gefst ég upp og ætla að reyna að ná sæmilegu formi á þær, fyrst Cara nafna mín Delevigne og ég getum ekki verið í stíl. Því miður.
Mér finnst fallegast að línan undir augabrúnunum sé sem "hreinust" - þráðbein alveg - og svo mega hárin fyrir ofan vera aðeins óreglulegri (en samt ekki óregluleg..æj þið vitið) til þess að vera ekki með þetta ofplokkaða lúkk. Hreint ekki smart finnst mér.
Til þess að ná þessari línu beinni án þess að eyða óralöngum tíma í að plokka hvert og eitt hár (með mjög gömlum plokkara úr Tiger..) er um að gera að prófa svokallað "threading". Ég reyndi þetta heima einhverntímann í fyrra og það tókst fáránlega vel. Síðan þá þóttist ég ætla að safna þykkum augabrúnum en þegar það fór í vaskinn datt mér þetta aftur í hug.

Til að gera þetta einfalt:

1. Náðu þér í tvinna. Hvaða tvinna sem er.
2. Mældu ca. 2ja framhandleggja lengd og slíttu (bíttu, klipptu, hvað sem er..) hann í sundur
3. Bittu saman endana og þú ert komin með hring
4. Snúðu upp á miðjuna á hringnum þannig að úr verði einhverskonar x-laga form.
5. Leggðu þráðinn þétt upp að augabrúninni og færðu x-ið í miðjunni að hárinu sem þú vilt ná svo það klemmist í snúingnum og fer upp með rótinni
5. Farðu alltaf á móti stefnunni sem hárið vex!

Þetta hentar prýðilega augabrúnum og öllu öðru andlitshári.

Hér eru svo tvö sýnikennslumyndbönd af Youtube. Hreimurinn í seinna myndbandinu er alveg kostulegur en hún sýnir svo vel close up af þessu í action





Meiri snilldin! og ég lofa að þetta er auðveldara en það virðist vera!

Ást og knús

-Kara