Monday, June 23, 2014

Nýja förðunaraðstaðan mín

Mér finnst vel við hæfi að hundraðasta færslan á þessu litla bloggi sé um langþráðan draum minn að eignast fallegt snyrtiborð. Nú hefur hann ræst og allt dótið er komið á sinn stað. Fór í Ikea með mömmu og við völdum þessa fínu borðplötu (hér), Alex skúffueiningu (hér) sem aaaaallir á Youtube virðast eiga - enda sérlega hentug hirsla fyrir svona dót og stóran spegil með hvítum ramma (hér) sem ég á reyndar eftir að hengja upp á vegg. Hann er reyndar fínn svona eins og hann er, sé til hvort ég hengi hann upp.





Svo eru það skúffurnar. Í þær vantar allt skipulag. Á eftir að kaupa svona stamar mottur í Ikea svo það renni ekki allt út um allt þegar maður opnar skúffurnar. Þyrfi líka svona box til að hafa ofan í..seeeeinni tíma vandamál!

Meik, púður, primerar, kinnalitir og highlighterar. 

Stakir augnskuggar og varalitir (eitthvað af varalitum uppi á borðinu samt)

Augnskuggapallettur

Meik sem eru of dökk/ljós, snyrtibuddur og tómar umbúðir af augnskuggum.

Andlitsmaskar og gerviaugnhár

Svona lítur þetta nú út! :) er ótrúlega ánægð með þetta og hugsa að ansi mörgum stundum verði eytt við þetta borð. 

Læt svo fylgja með mynd af djamm-makeupi helgarinnar. Notaði Lorac Pro pallettuna og Mary Lou-Manizer bæði til að highlighta kinnbeinin og í augnkrókunum. Flamingo kinnaliturinn frá Sleek kom líka ótrúlega vel út þegar ég blandaði hann aðeins inn í highlighterinn. 



Finn alveg fyrir því eftir að ég byrjaði að nota Olay skrúbb-burstann hvað farðinn lítur miklu betur út á húðinni, allt annað!


Takk allir fyrir að kíkja í heimsókn hingað á bloggið - það verður miklu skemmtilegra að skrifa næstu 100 færslur við nýja snyrtiborðið :)


Ást og knús xoxo

-Kara





Wednesday, June 18, 2014

Ljómandi sumarhúð

Mér finnst eitt flottasta förðunartrendið í sumar ljómandi highlight-uð húð. En til þess að ná lúkkinu fullkomnu er nauðsynlegt að húðin sjálf sé í góðu standi. Ég er aðeins að missa mig í húðumhirðu þessa dagana. Ætlaði að kaupa mér Clarisonic húðhreinsigræjuna - sem er eins og stór rafmagnstannbursti fyrir andlitið á manni. Hreinsar húðina mun betur en bara hreinsikrem, örvar blóðrásina í andlitinu og hreinsar burtu dauðar húðfrumur. Eeen þannig er það bara að ég tímdi ekki rúmum 20þúsund kalli í stóran tannbursta..svo ég keypti mér töluvert ódýrari en svipaða græju frá Olay. Fæst í Hagkaup á 7000 krónur. Þetta notar maður kvölds og morgna og vá hvað mér líður strax betur í húðinni. Tók "fyrir" myndir og vona að ég geti sýnt ykkur "eftir" myndir ef þessi græja virkar eins vel og þeir hjá Olay halda fram!

Húð: The Porefessional Primer (Benefit) - Nars Sheer Glow (Deauville) - Girl Meets Pears (Benefit) - Coralista Blush (Benefit) - Baked Bronzer (Make Up Store)
Augu: Naked Lunch (Mac) - Phloof (Mac) - Telescopic maskari (L'Oreal) - Anastasia Brow Wiz
Varir: Choco Cream 715





Gaman að leyfa húðinni að njóta sín og leggja minni áherslu á augun svona til tilbreytingar :)

-kara



Thursday, June 12, 2014

Svíþjóðarkaup

Eitt og annað nýtt sem ég keypti í Svíþjóð:

Nars Sheer Glow í litnum Deauville. Ég á þetta í dekkri lit og held að þetta sé uppáhalds meikið mitt. Gott að eiga eitt ljóst til að geta blandað eftir því hvernig sólin skín hérna á landinu okkar

Ég var spenntust fyrir þessu! Þessi vara hefur fengið þvílíkt hype á youtube og er hugsuð fyrir háskerpumyndatöku. Er til í ótrúlega mörgum litum og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum!

Mest hypuðu maskarnir á youtube. Glam Glow. Tímdi aldrei að kaupa þá því þeir voru svo dýrir en þegar ég sá að þeir voru til í svona litlum túpum fannst mér tilvalið að skella mér á þá til að sjá hvort stóra krukkan væri auranna virði

Splæsti í einn svona - bestu varasalvar í heimi

Þetta voru hiklaust bestu kaup ferðarinnar. Fullkominn litur fyrir ljóskur (ash blonde). Nú hef ég loksins fundið hinn fullkomna augabrúnablýant

Þessa keypti ég reyndar á Íslandi en það var ást við fyrstu sýn - afsakið neglurnar...


Mary Lou-Manizer: fallegasti highlighter í heimi

Orð eru óþörf. Besta snyrtibudda sem ég hef séð


Svo til að sýna ykkur hvernig Makeup Forever HD foundation kemur út þá er þetta ég með ekkert framan í mér:


Og hér með eina létta umferð af MUF HD (ég nota litinn 117)

Jafnar fullkomlega út húðlitinn og felur það sem þarf að fela þannig að freknurnar fái samt að sjást í gegn. Áferðin ótrúlega náttúruleg og manni líður eins og maður sé ekki með neitt framan í sér. Ótrúlega léttur farði.

Svo var Bryndís svo góða að kaupa fyrir mig Lorac Pro í USA. Ég var alveg að fara að kaupa mér Urban Decay Naked 1 og 2 en hætti við þegar ég fékk þessa. Þetta er hin fullkomna palletta. Fyrir alla! Litirnir eru fáránlega mjúkir og pigmentaðir, auðvelt að vinna með þá og bara eru svo gullfallegir að ég á ekki orð. 
Hún varð smá skítug í ferðatöskunni..

Það eina sem mér finnst vanta í þessa pallettu er litur á milli cream og taupe, aðeins ljósari mattur brúnn til að setja í crease-ið..eitthvað eins og mac omega eða svoleiðis. Fyrir utan það - fullkomin!


Hér er ég með litina bronze yfir allt augnlokið, mauve í crease-ið og espresso til að skerpa á skyggingunni. Anastasia Brow Wiz á augabrúnunum og Makeup Forever HD foundation í smettinu. Eyelinerinn er L'Oreal


Fallegur varalitur frá Guerlain sem fylgdi með sem kaupauki í Hagkaup á tímabili. Fáránlega fallegur!


Svo ætla ég að flytja til Svíþjóðar einhverntímann. Það er allt svo gott í Svíþjóð.

-Kara 
xo





Wednesday, June 4, 2014

Mest notað í maí

Þessar vörur eru allt og sumt sem ég hef notað í andlitið í maí - allavega svona á daginn. Hef svo skellt á mig betri grímunni þegar ég fer eitthvað fínt.

1. Mac Pro Longwear hyljari - BESTI HYLJARI Í HEIMI. Grínlaust sko. Fáránlegt. Kaupið hann.
2. Elf augabrúnakitt + Mac 266 - enda alltaf aftur á þessu, sama hvaða augabrúnavörur ég kaupi. Gefur langfallegasta litinn fyrir minn háralit og gefur náttúrulega áferð. Burstinn er líka snilld.
3. Sensai bronzing gel. Gamalt en gott, svaaaka er ég glöð að hafa enduruppgötvað það! Var aldrei neitt sérlega hrifin af því en nú held ég að ég muni aldrei geta lifað án þess. Eins gott að leið mín liggur í fríhöfnina í vikunni því túpan mín er að verða búin.
4. Maybelline kremkinnalitur - mjög lítið af þessu goes a long way (engin leið til að þýða þetta). Náttúruleg áferð og endist lengi á andlitinu.
5. L'oreal million lashes. Fínn hversdagsmaskari, gerir augnhárin löng og þykk og falleg. Með góðum gúmmíbursta


Ég kíkti aðeins yfir google docs skjal sem ég bjó til fyrir löngu þar sem ég set inn snyrtivörur sem ættu helst að rata ofan í körfuna mína erlendis. Hann er orðinn vandræðalega langur og ég held að í Svíþjóðarferðinni í næstu viku læðist eitthvað ofan í pokann hjá mér. Ég er ansi hrædd um að peningarnir sem frúin í LÍN gaf mér endist ekkert svo lengi...

-kara
xo

Sunday, June 1, 2014

Nýtt hár

Ég er svaaaka ánægð með nýja hárið mitt. Það er hvítt! Mig langaði svo að breyta til svo ég ákvað að láta aflita það og er mjög sátt með útkomuna! Afsakið myndirnar - gæðin ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tók ekki heldur betri myndir af augnförðuninni en notaði aungskuggana mína frá Makeup Geek




Ég eeeeeeelska þennan varalit. Held að hann verði ansi mikið notaður í sumar!

Svooo fór ég í smá leiðangur í dag og kíkti í Intersport. Þar sá ég skó - fyrstu viðbrögðin mín voru: "ojj hvað þetta eru ljótir skór..". En svo hugsaði ég hmm kannski eru þeir samt soldið sætir? Og mátaði þá. Hef aldrei farið í eins þægilega skó!  Og þeir litu svo þúsund sinnum betur út á fæti en í hillunni, voru svo afmyndaðir þar einhvernveginn. Ég var sannfærð..svo skemmdi ekki fyrir að þeir kostuðu 6.490 krónur...svo auðvitað ég keypti 2 pör...



Fullkomnir fyrir sumarið og þessir svörtu snilld í vinnuna þar sem maður er á hlaupum allan daginn.

OG svo keypti ég 7 Sálin Hans Jóns míns diska saman í pakka á 2.599 - geeeeri aðrir betur.

Góð kaup dagsins - nú er kauppása þar til í Svíþjóð næstu helgi (og sko skórnir voru eiginlega keyptir með Svíþjóðarferðina í huga þannig að þeir teljast ekki með...einhverjir fleiri sem réttlæta svona öll kaup með einhverju bulli?..)

Aaaaallavega - eigið góðan sunnudag! Hér er eitt uppáhalds lagið mitt..það er um skó. Auðvitað.



-kara