Wednesday, May 29, 2013

Náttúruleg förðun - skref fyrir skref

Fékk litlu systur lánaða til að gera ótrúlega einfalda náttúrulega förðun og tók mynd af hverju skrefi fyrir sig :) Læt myndirnar bara tala:


Hér er hún ómáluð og fre$h!


Byrjaði að gera hana smá gula með því að nota gula litinn í Cover all mix frá Make Up Store á allan roða í andlitinu.


Skellti svo Face and Body foundation yfir það


Svo fyllti ég aðeins upp í augabrúnirnar og setti mattan ljósbrúnan augnskugga í crease-línuna og ytri horn augnlokanna - notaði 217 bursta frá mac bæði til að setja augnskuggann á og blanda í leiðinni


Setti svo smá ljósan sanseraðan augnskugga bara á mitt augnlokið


Hér er ég búin að setja svartan eyeliner í efri vatnslínuna í auganu bara hægra megin - sjáið greinilega hvað það gefur mikla fyllingu í augnhárin. Enginn maskari þarna


Setti svo smá sólarpúður og kinnalit og blandaði vel við farðann svo engin skörp skil sæjust. Setti pínu Syrup varalit frá Mac og lét hana nudda honum vel inn í varirnar með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð. Þá var hún bara tilbúin! :)





Svona er hún sæt hún systir mín :)

--------------------------------------------------------------------

Auðveldast í heimi! 
-Kara**

Tuesday, May 28, 2013

Vörur sem ég nota daglega

Húðin er stærsta líffærið okkar og mikilvægt er að hugsa vel um hana. Það sem við setjum ofan í okkur skiptir ekki síður máli en það sem við smyrjum á húðina sjálfa. Mikilvægt er að drekka nóg af vatni, halda sætindum í lágmarki og borða nóg af grænmeti, ávöxtum og hollri fitu (avocado, hnetur, feitur fiskur o.fl. í þeim dúr).

Á kvöldin áður en ég fer að sofa finnst mér best að nota hreinsivörur frá Gamla Apótekinu. Ég er tiltölulega nýbyrjuð að nota þær en þær eru það allra besta sem ég hef fundið hingað til! Á kvöldin nota ég farðahreinsinn sem ég fann reyndar ekki mynd af. Hann er frekar þykkur og nær af öllum farða. Ég nudda honum vel á húðina og hreinsa svo burt með volgu vatni og bómull. Svo set ég andlitsvatnið í bómull og strýk yfir húðina. Ég set engin krem eða neitt svoleiðis - leyfi húðinni bara að anda yfir nóttina.
Þegar ég vakna þvæ ég mér með ísköldu vatni og nota svo líka andlitsvatnið til að hreinsa húðina betur eftir nóttina. 

Ég hef notað Nivea Aqua Sensation í frekar langan tíma og það hefur reynst mér mjög vel. Nota bæði rakakremið og augnkremið daglega. Ódýrt og gott!


Einu sinni í viku nota ég svo kornaskrúbb frá Nivea á andlitið og nota hann þá eftir farðahreinsinn og á undan andlitsvatninu.

Næst ætla ég samt að prófa þetta rakakrem frá Clinique:



Ég á ennþá eftir að finna "mitt" ilmvatn - en þessa stundina nota ég til skiptis þessi tvö:


þetta nota ég meira hversdags

og þetta ef ég er að fara eitthvað fínt - nánast gefins og fæst í Zöru :) kom mér skemmtilega á óvart. Líka til í aðeins svona hlýlegri og blómalegri útgáfu - í svipuðum pakkningum nema rauðum.



Áður en ég fer í sturtu þurrbursta ég alla húðina með þurrbursta frá Body Shop. Sérstaklega gott á sumrin til að halda húðinni fallegri. Örvar blóðrásina og sogæðakerfið, fjarlægir dauðar húðfrumur og gerir húðina mjúka og fallega. Eftir sturtu nota ég svo bodylotion frá Nivea. 



Þarf að fjárfesta í svona litlum og meðfærilegum bursta..á bara svona risa eins og hérna fyrir neðan

Hann er samt fínn því maður nær líka aftan á bakið :)

Gott að þurrbursta húðina reglulega yfir sumarið - þá helst t.d. liturinn betur á okkur:)
En sjaldan er góð vísa of oft kveðin, sérstaklega þegar kemur að því að minna á sólarvörn! Sólin er oft sterkari en við gerum okkur grein fyrir hérna á litla Íslandi - gott að nota rakakrem með sólarvörn og muna eftir sólarvörn áður en við förum í sund svo við endum ekki eins og ég og Sara einn góðan sólardag hérna um árið:



Annars bara bíðum við og vonum að sólin fari að láta sjá sig!

-Kara











Friday, May 24, 2013

Hollar morgunverðarpönnsur

Þegar ég hef nægan tíma fyrir morgunmat finnst mér mjög gott að fá mér pönnukökur sem ég bjó óvart til einu sinni. Ég henti saman allskonar í skál og úr urðu þessar snilldar pönnukökur í hollari kantinum!

1 dl hafrar
2 egg (nota bara eggjahvítur eða 1 egg og 2 hvítur ef ég á þær til)
hálfur stappaður banani
kanill eftir smekk (mér finnst gott að hafa helllling af kanil)

Svo bara hræra eins og vindurinn og henda á pönnu. Nota ísskeið sem skammtara og þá koma út 4 pönnukökur. Ég set svo yfirleitt ost ofaná. Í uppskriftinni eru ca 300 kcal.


Ég hef verið að prófa mig áfram með allskonar pönnukökur og hér eru fleiri uppskriftir:

2 egg
stappaður banani

Hræra saman - á pönnu - upp í munn!

Svo einfaldar eru þessar :)

----------------------------------------------------------------

2 egg
2 msk kotasæla
smá hveitikím

Hræra - steikja

Þessar eru ný uppfinning hjá mér - mér fannst þær mjög góðar :)


líta meira að segja út eins og alvöru pönnukökur!


-----------------------------------------------------------------

Svo tvær aðeins matarmeiri og henta kannski betur sem hádegismatur

Hveitikímsklattar

1 1/2 dl hveitikím
1 msk vatn (það þarf furðulega lítið vatn í hveitikím - setjið frekar minna og bætið við)
salt
oregano/pizzukrydd/paprikukrydd...hvað sem ykkur dettur í hug

Steikja svo á pönnu. Ofaná finnst mér ótrúlega gott að setja kotasælu og sweet chilli sósu! Fáránlega gott combo það! Gott líka bara sem ídýfa fyrir grænmeti eða með fullt af brytjuðu grænmeti útí sem salat með mat.

----------------------------------------------------

Hveitikímsbrauð:

1 - 1/2 dl hveitikím
smá vatn
1 egg
1 tsk lyftiduft
paprikukrydd

Hræra saman og setja í brauðgrill (dreifa aðeins úr því). Grillað með t.d. skeið á milli svo grillið sé pínu opið og brauðið nái að lyfta sér.
Mér finnst gott að grilla þar til brauðið er alveg að verða tilbúið og setja þá ost og skinku/kjúklingaálegg, brjóta svo saman og grilla þannig.



Hveitikím er stútfullt af næringarefnum og ég nota það mikið í staðinn fyrir venjulegt brauð. Tekur enga stund að skella í svona brauð/klatta. Líka hægt að nota klattana sem pítsubotn. Það er ótrúlega gott!
Hveitikímið er samt ekki beint bragðgott, en allt annað þegar búið er að krydda það aðeins, með oregano, paprikukryddi eða hverju sem er :) Það tekur líka nokkrar tilraunir að fá rétta þykkt á deigið - getur verið mjög leiðinlegt að steikja ef það er of þurrt eða of blautt.



Verði ykkur að góðu! :)

-Kara



Wednesday, May 22, 2013

Förðunarborð

Eins og staðan er núna er allt snyrtidótið mitt í stóru boxi í skúffunni hjá mér. Mjög svo skipulögð óreiða. Er með eitt stórt allskonar hólf - eitt fyrir varaliti, eitt fyrir maskara o.s.frv. Mig langar svo roooosalega í almennilega aðstöðu fyrir sífellt stækkandi snyrtivörusafnið mitt. Ég rakst á síðu seim heitir Muji og er með fullt af sniðugum hirslum fyrir snyrtivörur (sjá hér). Þvílíkur draumur fyrir skipulagsperra eins og mig!

Annars langar mig mest af öllu í snyrtiborð með fallegum stól, spegli og góðri lýsingu. Helst með glærum toppi svo ég sjái allt dótið. Gerist alltof oft að ég noti ekki það sem lendir neðst í hrúgunni. Leiðinlegt þegar fallegir augnskuggar verða útundan. Eins og að gera upp á milli barnanna sinna hahah..






Muji hirslur þarna sýnist mér






Maður má nú láta sig dreyma...

  • -Kara


Sunday, May 19, 2013

Eurohelgin

Þrátt fyrir að vera ennþá í prófum, leyfði ég mér samt að hafa smá gaman. Föstudagurinn fór reyndar í lærdóm í skólanum, en mig langaði samt sem áður að vera pínu sumarleg og því varð þetta dress fyrir valinu



Hjá fjölskyldunni minni og vinafólki hafa verið haldin Eurovision partý nánast síðan ég man eftir mér. Þetta árið var engin undantekning og ég er mjög ánægð með úrslitin í ár! Laumu-uppáhaldið mitt var samt Cezar frá Rúmeníu - þvílík snilld! 

Eurovisionförðunin hjá mér í ár var mjög einföld. Eyeliner og varalitur. Breytti þó aðeins útaf vananum og notaði gullllllfallegan silfurgráan eyeliner frá Mac sem heitir Little black bow. Liturinn sést því miður ekki nógu vel á myndunum, en googlið þennan lit - hann er uuuhgeðslega flottur! Geggjaður sem  augnskuggi líka. Varaliturinn sem ég er með á myndunum heitir Costa chic og er líka frá Mac. Ég er yfirleitt ekki hrifin af varalitunum með frost áferð - en þessi er algjör undantekning. Það er svona ár síðan ég keypti mér hann, sá konu með hann og fannst hann svo geggjaður að ég dreif mig út í búð og splæsti í eitt stykki. Hinsvegar leit ég út eins og vitleysingur með hann svo ég notaði hann aldrei. Svo var vinkona mín með hann um daginn og hann var mjög flottur á henni, en hún notaði mjög lítið af honum. Ég prófaði það og viti menn - hann var bara bjúdd!




Nei - það var ekki 80's þemapartý, en svona var ég klædd. Bolur frá Ginu Tricot, Dr. Denim solitaire buxur, Topshop jakki og bleikir og fínir skór líka frá Topshop. Kostuðu litlar 5000 kr á útsölu, síðasta parið og í minni stærð. Ég hef lengi haldið því fram að ég hafi yfirnáttúrulega hæfileika þegar kemur að útsölum. Þetta getur ekki alltaf verið tilviljun...
Henti svo á mig fullt af gullkeðjum og dóti og var svona ljómandi sumarleg! :)


Vona að þið hafið átt góða euro-helgi!

-Kara



Monday, May 13, 2013

Makeup helgarinnar

Gleðilegan mánudag kæra fólk! Vona að þið hafið átt góða helgi :)
Helgin mín var rosa fín og ég hafði svo sannarlega tilefni til að gera mig fína - fór í afmæli á föstudaginn og próflokapartý/afmæli á laugardaginn, þó ég sé ekki búin í prófum ennþá.

Á föstudaginn reyndi ég að herma eftir henni Lindu minni Hallberg og gerði mitt besta til að endurskapa þetta lúkk hér:


Ég notaði reyndar aðeins dekkri brúnan ofan á augnlokin og ekki alveg eins þykka línu undir...EN svona var útkoman:




Ég var ágætlega ánægð með útkomuna 

Vörurnar sem ég notaði á augun voru:
Mac Brun
NYX ultra pearl mania í einhverjum fallegum brúnum lit
NYX blátt augnskuggatríó
Mac blacktrack eyeliner
Maybelline The Rocket maskari

Á varirnar: 
Mac staunchly stylish varablýantur
Mac Innocence Beware varalitur

Á húðina:
Mac Face and Body foundation
Mac Studio Fix Powder
MUS cover all mix
MUS wonder powder Sahara
Body Shop kinnalit sem er svo gamall að nafnið sést ekki lengur

NYX vörurnar fást í Bæjarlind 14-16 Kópavogi. Ég hef aaaaldrei farið tómhent út úr þessari búð. Útsöluhornið er snilld. Augnskuggarnir eru líka snilld og glossin eru snilld! Allskonar snilld bara..mæli með að þið tékkið á þessu.

------------------------------------------------------

Eins og ég hef svo minnst á áður þá á ég það til að vera svo lengi að mála mig að hárið verður útundan. Þar varð þó breyting á á laugardaginn þar sem ég gerði heiðarlega tilraun til að krulla á mér hárið. Fyrstu krullurnar voru svo fáránlegar að ég reyndi að slétta þær úr. Þá urðu þær bara svona ljómandi fínar!

Hér er útkoman:



Svo keypti ég mér ótrúlega fínt naglalakk úr Bond línunni frá OPI. Þetta heitir Honey Rider og er með liquid sand áferð sem sést ekki alveg nógu vel á myndinni en er ó svo rosalega fallegt!


Maekup kvöldsins var svo í einfaldari kantinum eins og sést á þessari mynd:


Á augun notaði ég Mac Phloof og Brun, Blakctrack eyeliner og Russian Red varalit :)



---------------------------------------------------------------------

Eigiði góðan rigningardag kæra fólk! 

-Kara:)



Thursday, May 9, 2013

Litrík förðun fyrir sumarið

Ef þið vitið ekki hver Linda Hallberg er - þá eruð þið in for a treat! Hún er sænskur makeup artist sem mér finnst alveg bera af þegar kemur að förðunarbloggsíðum. Hún setur inn ný look nánast daglega og alltaf jafn gaman að skoða þau. Ég hef svona reynt að leika eitthvað af þeim eftir-með misjöfnum árangri þó..

Hún er óhrædd við að leika sér með liti og þar sem sólin er búin að vera svo indæl að skína á okkur síðustu tvo daga, þá finnst mér tilvalið að sýna ykkur nokkrar sumarlegar og litríkar förðunarhugmyndir í boði hinnar sænsku Lindu :)

Líka gaman að taka það fram að hún notar nánast bara vörur frá Make Up Store





















Vona að þið eigið góðan dag í sólinni!

-Kara

Monday, May 6, 2013

Nokkrir punktar um mataræði og líkamsrækt - Part 2


Ég afsaka fyrirfram hvað þetta er langt blogg - það er samt ekkert bull, ég lofa!

-Settu þér MARKMIÐ. Skrifaðu þau niður og skrifaðu niður HVERNIG þú ætlar að ná þeim, HVENÆR og hvaða HINDRANIR gætu verið á leiðinni. Hugsaðu svo hvernig þú getur komist yfir þær hindranir. Hugsaðu líka um HVER gæti hjálpað þér að ná þeim. Það er nánast ómögulegt að breyta um lífsstíl án stuðnings frá sínum nánustu.


-Finnst þér leiðinlegt í spinning eða að hamast á hlaupabretti eins og hamstur? Farðu þá í hóptíma, crossfit, tabata, zumba eða farðu út að hlaupa í náttúrunni og ferska loftinu
-Þú þarft ekki að eiga líkamsræktarkort til að koma þér í form. Æfingar með eigin þyngd heima í stofu eða úti í garði geta gert alveg sama gagn. Farðu út að ganga, hlaupa, hjóla eða synda. Nike Training Club appið er líka snilllld!


-Ekki eyða öllum deginum á pinterest í leit að motivational myndum – ef hvatningin kemur ekki frá þér sjálfum/sjálfri er ólíklegt að þú finnir hann á netinu!



-Þú þarft ekki að fara í mælingu til einkaþjálfara til að sjá stöðuna. Taktu reglulega myndir og ummálsmælingu til að sjá árangur erfiðisins. Það er ekkert eins hvetjandi og að sjá árangurinn svart á hvítu! Ég setti saman um daginn nýja mynd af mér og mynd síðan í ágúst og fékk sjokk. Mjög glöð að ég tók "fyrir" myndina. Svoleiðis ætla ég ekki að verða aftur. Tek svo nýja í desember og sé vonandi ennþá meiri árangur :) 


-Þú græðir mun meira á því að taka stutta og erfiða æfingu heldur en eins og hálfs klukkutíma dútl á skíðavélinni. Ef þú ert ennþá sæt eftir æfinguna – þá varstu líklegast ekki að taka mjög vel á. Það er í góðu lagi að afskræmast aðeins í framan í síðustu 2-3 repsunum!


-Ekki vera hrædd við að lyfta lóðum. Ef þú ert ekki viss hvernig á að gera einhverja æfingu, leitaðu þá upplýsinga hjá þjálfara eða á netinu (t.d. bodybuilding.com eða pulsthjalfun.is). Ekki heldur afsaka þig með því að þú þorir ekki að lyfta innan um alla sterakögglana..þeir eru ekki að horfa á þig – þeir eru að horfa á sig í speglinum! Vöðvar nota líka meiri orku heldur en fita og þess vegna er grunnbrennslan hærri hjá þeim sem hafa meiri vöðvamassa.


-Vöðvar eru þyngri en fita. Ef þú ert að borða 100% og æfa 100% en vigtin haggast ekki ertu líklegast bara að bæta á þig vöðvum.



-Fáðu þér æfingafélaga og ákveðið tíma sem þið mætið í ræktina. Það er erfðiðara að beila á einhverju þegar það bitnar á öðrum. Ég reyndar æfi best ein því ég tala svo mikið að ef ég fer með einhverjum í ræktina kem ég engu í verk...en það er annað mál!


-Sættu þig við að það tekur TÍMA að léttast. Þú bættir ekki á þig kílóunum á einum degi – þau fara ekki af á einum degi. Taku einn dag í einu og klappaðu þér á öxlinga þegar vel gengur
-ÞÚ verður að hafa trú á ÞÉR og því sem þú ert að gera. Ef allar hugsanirnar sem fara í gegnum hugann eru neikvæðar, þá er árangurinn eftir því. Hugsum jákvætt og verum glöð vei! :) Þá er allt svo miklu skemmtilegra og auðveldara!


-ÞÚ verður að hafa trú á ÞÉR og því sem þú ert að gera. Ef allar hugsanirnar sem fara í gegnum hugann eru neikvæðar, þá er árangurinn eftir því. Hugsum jákvætt og verum glöð! :) Þá er allt svo miklu skemmtilegra og auðveldara!


Ef þú last þetta allt - takk fyrir það - vona að þetta verði einhverjum hvatning :)

Munum svo bara eftir GÆSinni - ég GET ég ÆTLA ég SKAL!






-Kara :)