Thursday, October 31, 2013

Augnskuggapallettur

Snyrtivörur eru ákveðin fíkn. Það er alveg á hreinu. Á ákveðnum tímapunkti fara vörurnar að taka frekar mikið pláss og þá er sniðugt að eiga svona Z palette. Það eru tómar pallettur þar sem hægt er að hafa alla augnskuggana á einum stað. Ég hafði hugsað mér að splæsa í 2 svona. Eina fyrir Mac augnskugga og aðra fyrir NYX og fleira. 
Ef svo þið eigið ekki augnskugga til að fylla í svona pallettu en viljið hafa nóg úrval af litum án þess að það kosti of mikið er til endalaust úrval af tilbúnum pallettum frá hinum ýmsu merkjum. Ef þið eruð í vogarmerkinu og þjáist af valkvíða munuð þið sennilega enda á að þurfa að eignast þær allar...

BH Cosmetics eru með ótrúlega mikið úrval af litum á góðu verði


Önnur frá BH


Allt sem þú þarft fyrir náttúrulega förðun - Urban Decay Naked Basics

Naked 2

Naked




Sleek Palletturnar eru SNILLD. Sterkir litir, ódýrar og í flottum pakkningum.

The Balm Meet Matt(e)

Önnur frá The Balm

Lorac Pro Palette 

Stila Pallettur 


Nóg er úrvalið - og um að gera að fletta þeim upp á youtube og sjá hvernig litirnir koma út áður en þið splæsið í eina (eða tvær eða sex)




Wednesday, October 30, 2013

Pallíettukjólar

Nú er farið að síga á seinni hluta ársins og þá fer ég að leiða hugann að dressi og förðun fyrir jól og áramót. Einhverjum finnst það eflaust undarlegt að pæla svona mikið í því..eeeeen ég ELSKA pallíettur og glimmer og allt sem glitrar og ef jól og áramót eru ekki tími fyrir pallíettur og glimmer..hvenær getur maður þá notað svoleiðis?

Ég var svo heppin að finna loksins hinn fullkomna vintage pallíettukjól fyrir afmælið mitt í september og fékk hann í afmælisgjöf. Fyrir ykkur sem eruð í leit að svoleiðis fann ég síðu þar sem úrvalið af kjólum er ótrúlega gott og verðið mjög sanngjarnt - þeir sem ég skoðaði voru allt frá 6000 kr upp í rúmar 20000 kall.
Hér eru nokkrir sem vöktu athygli mína á síðunni etsy.com þegar ég sló inn "sequin dress"
Smáatriðin í þessum finnst mér mjög falleg, ekkert ósvipaður mínum kjól reyndar. Tók samt herðapúðana úr.

Svartur og klassískur

Þetta snið hentar eflaust ekki öllum, allavega ekki mér, en ef þið eruð langar og mjóar með endalausa fótleggi gæti þessi verið mjög fallegur.

Skemmtileg smáatriðin á þessum

Ef ég væri ekki fátækur námsmaður (með einn fallegan pallíettukjól inni í skáp sem þarf ekki meiri samkeppni í bili...) myndi þessi rata beinustu leið heim til mín! Fáránlega fallegur


Gleðilegt pallíettu-pelsa-season!


Fann svo þessa mynd sem mér finnst eiginlega þurfa að vera í ramma uppá vegg heima...



Monday, October 28, 2013

Rihanna og Mac

Ég er spennt! 


Þessi gullllllfallega lína sem er samstarf Rihönnu og Mac kemur í verslanir hérlendis í lok október/ byrjun nóvember. Halló gjaldþrot! 

Þessi klára youtube skvísa setti inn myndband þar sem hún notar augnskuggana úr Her Cocoa Quad pallettunni. Ótrúlega fallegir litir og ég vona að ég nái að næla mér í þessa.



Gleðilegan mánudag!

Wednesday, October 16, 2013

Bestu hyljararnir

Þegar það er svona erfitt að vakna á morgnanna er hyljari það allra nauðsynlegasta í snyrtibudduna. Hér eru þeir sem mér finnst bestir (í röð eftir hversu vel þeir hylja):


Helena Rubinstein Magic Concealer. Þessi heitir ekki Magic Concealer að ástæðulausu. Aðeins í dýrari kantinum en vel þess virði þar sem það þarf aðeins örlítinn dropa til að hylja undir augun. 


Cover All Mix frá Make Up Store. Guli liturinn hylur rauðleita bletti, sá bleiki hylur bláan, t.d. bauga undir augum og þann húðlitaða nota ég svo að hinir blandist betur við húðina. Guli og bleiki eru meira svona lita-correctors, svo þennan hyljara nota ég frekar áður en ég set meik eða dagkrem og svo léttari hyljara yfir ef þarf.


Collection 2000 Lasting Perfection Concealer. Þessi fæst að vísu ekki á Íslandi, en það er minnsta mál í heimi að panta hann að utan eða plata einhvern á leið til London að kippa honum með fyrir sig. Kostar um 4 pund sem er ca 800 kr. 


Rimmel Wake Me Up Concealer. Hef varla notað annað en þennan síðan ég fékk hann. Wake me up farðinn og hyljarinn eiga það sameiginlegt að innihalda öööörlitlar glitrandi agnir sem sjást varla, en gera þvílíkan mun og láta líta út fyrir að húðin sé glóandi og, eins og nafnið gefur til kynna, vel vakandi. Fæst heldur ekki hér heima reyndar en hægt að panta á asos.com (enginn sendingarkostnaður!)


Síðastur en alls ekki sístur - Reflex Cover frá Make Up Store. Ég nota hann þá daga sem ég þarf ekki lífsnauðsynlega á hyljara að halda heldur vil bara aðeins fríska upp á andlitið og lýsa upp augnsvæðið. Þessi er smá spari þar sem hann gefur svo fallega áferð.

Best er að dúmpa hyljaranum á með fingrunum eða setja hann á með þar til gerðum bursta, en ekki dreifa úr honum með fingrunum. Þannig fæst þéttari þekja og fallegri áferð.


Mér finnst svo best að setja hyljarann eftir að ég set farðann á (nema Cover All Mix) og festa svo hyljarann betur með litlausu púðri svo hann haldist lengur. Best finnst mér að nota Blothing Powder frá Make Up Store, Rimmel Stay Matte Pressed Powder eða Rimmel Match Perfection Loose Powder (einnig á asos.com). Þá nota ég Real Techniques Setting Brush, þennan litla, bleika.




-kara







Monday, October 7, 2013

Glaðningur frá póstinum

Rimmel sendingin mín kom loksins í dag. Fátt betra en svona glaðningur á mánudegi!

Rimmel Match perfection - 200 soft beige

Rimmel Wake Me Up Foundation og Concealer - 200 soft beige

Rimmel Match Perfection laust púður - litlaust

Rimmel Stay Matte litlaust púður

Rimmel Kate Moss 107 og 113




Rimmel Apocalips - Luna og Big Bang


Fjalla betur um vörurnar fljótlega! :)

-Kara





Sunday, October 6, 2013

Meistaranammi

Þökk sé Röggu Nagla uppgötvaði ég QuestBar. Ég er nú venjulega á þeirri skoðun að svona prótein stykki séu bull og vitleysa og alveg eins hægt að troða próteindufti í mars-stykki, en fyrst Naglinn gúdderar þetta...þá hlýtur að vera eitthvað varið í þetta!

Innihald í QuestBar: whey protein isolate, milk protein isolate, isomalto-oligosaccharide (hvað í ósköpunum er það?.. sjá hér), náttúrulegt hnetu- og möndlusmjör, hnetur, möndlur og kasjúhnetur, sjávarsalt og náttúruleg bragðefni, lo han guo (sjá hér), stevia, erythrol og sucralose.
Í einu stykki eru 160-210 karólínur og teljast lágkolvetna fyrir þá sem spá í svoleiðis. 

Fæst t.d. í Krónunni og mun koma í stað fyrir laugardagsnammi hjá mér hér eftir! Skemmir ekki fyrir að þetta bragðast eins og alvöru nammi! 




Wednesday, October 2, 2013

Uppáhalds í september

September favourites


Nokkrir radom hlutir sem hafa staðið uppúr þennan mánuðinn:

Benefit They're real maskari - mikið umtalaður og ekki að ástæðulausu! Er líka á fínu verði í Saga Shop í flugvélum Icelandair
Lancome Hypnose Doll Eyes - limited edition - keypti þennan augljóslega umbúðanna vegna, en hann er snilld að innan sem utan!
Real Techniques burstarnir komu loksins til Íslands, það gladdi mig rosa rosa rosa mikið!
Collection 2000 hyljarinn - þvílík snilld! Takk Bryndís!
Bourjois Color boost - er það vaxlitur? varalitur? gloss? allavega mjög fallegur og ódýr og sterkur litur. Minn er í litnum fuschia libre
Nike Lunarlon skórnir mínir - eins og að hlaupa á skýi.
& Other Stories body lotion - lyktin..óó lyktin, hún er SVO góð!! Hún heitir Lemon daydream
Essie Midnight Cami - fullkomið haust/vetrar naglalakk. Burstinn er svo breiður að það þarf nánast bara eina stroku yfir nöglina. Ein umferð er líka meira en nóg.
L'oreal Nude Magique BB Cream - þarf bráðum að kaupa mér nýtt því það er að verða búið, enda mikið elskað og notað
Crabbies Ginger Beer - alveg ótengt snyrtivörum, en ef þið eruð þreytt á að kaupa alltaf Somersby mæli ég með þessum Engiferbjór! ótrúlega ferskur og góður




Gleðilegan miðvikudag - hafið það gott!
-kara