Wednesday, December 31, 2014

Áramótaförðun nr. 2

Önnur förðun sem ég gerði, í þetta skiptið á sjálfa mig, reyndar fyrir jólaboð en er tilvalin fyrir kvöldið í kvöld fyrir þá sem vilja ekki fara alla leið í glimmerinu.
Varirnar eru í algjöru aðalhlutverki í þessari förðun enda einhver fallegast litur sem ég hef séð og alveg mattur svo hann helst extra lengi á, meira að segja með drykk í hönd. Hann heitir Fandango Purple og er Matte Me gloss frá Sleek.
Á augun notaði ég Full Exposure palletuna frá Smashbox og svo fallegan brons-glimmer eyeliner frá Make Up Store.





Takk fyrir að fylgjast með mér elsku þið öll hver sem þið eruð! Ég fæ nýjar og nýjar hugmyndir með hverri færslu og spennt fyrir nýju blogg-ári!  

Gleðilegt nýtt ár og góða glimmerskemmtun í kvöld!

Ást til ykkar!

-Kara

Áramótaförðun nr. 1

Ég plataði Telmu Lovísu litlu frænku mína í smá förðun þar sem Club augnskuggginn frá Mac var í aðalhlutverki. Yfir hann var svo glimmer frá Inglot sem er eins og Club í glimmerformi - en báðir litirnir eru mismunandi eftir því hvernig ljósið skín á þá. Club rauðbrúnn og grænn og Inglot glimmerið aðeins blágrænna og svo rauðbrúnt. Skrollið niður til að sjá hvaða vörur ég notaði á Telmu.






Húð: Mac Face and body - Helena Rubinstein Magic concealer - Rimmel Stay Matte - Body Shop Honey Bronze sólarpúður - Rimmel kinnalitur santa rose - theBalm Mary Loumanizer
Augu: Anastasia dipbrow pomade blonde - Mac Club - Inglot glimmer nr. 85 - Makeup Geek cocoa bear og peach smoothie - Maybelline Gel eyeliner
Varir: Make Up Store lip liner nude beauty - Mac Alluring Aquatic Enchanted One

Til þess að ná svona "winged out" (afsakið) bæði augnskugganum og eyelinernum setti ég límband frá neðri augnhárunum og í áttina að enda augabrúnarinnar til þess að fá skarpari línu.

Set svo inn annað aðeins einfaldara lúkk með varir í aðalhlutverki og smá glimmeri seinni partinn í dag :)


-Kara 




Monday, December 29, 2014

Fríhafnarkaup

Ég uppgötvaði svo frábært merki á flugvellinum í Austurríki (sem er glataður samt). Það heitir Rituals og er með allskonar vörur; húð-, bað- og snyrtivörur, ilmi fyrir heimilið, kerti o.fl. Ég keypti sett úr Laughing Buddha og ilm sprey sem er til að spreyja á sig og út í loftið og á rúmfötin og bara allsstaðar þar sem þú vilt góða lykt. Lyktin af þessari línu er Organic Mandarin og Yuzu sem er einhverskonar sítrus ávöxtur. Ótrúlega fersk og mild lykt. Í settinu er svo hreinsifroða, olía, skrúbbur og krem. Mun hiklaust panta mér fleiri svona vörur þegar þessar klárast. Vona að þeir sendi til Íslands!



Keypti líka maska sem Anna (Viviannadoesmakeup) hefur dásamað í langan tíma. Hann er frá merkinu Origins og er hugsaður til að nota yfir nótt og gefa húðinni þannig nægan tíma til að drekka í sig rakann úr maskanum. Í honum eru t.d. hyaluronic acid sem er notuð í fjöldamargar húðvörur og er talin græðandi og draga úr öldrun húðarinnar auk þess að gefa henni raka, avocado olía, mango butter og japanskur þari (mmm..). Maskinn líkist meira kremi en venjulegum maska - enda myndi venjulegur maski sennilega bara nuddast í koddann yfir nóttina. Lyktar ótrúlega vel og ég hlakka til að prófa hann!


Keypti mér svo bara eitt naglalakk hér heima en það er frá Essie, sem ég er agalega glöð að sé loksins fáanlegt hér á landi. Það heitir a cut above og er ljósbleikt/rose gold glimmer naglalakk. 


Sé fyrir mér að það væri fallegt bæði eitt og sér og þá fleiri en ein umferð svo glimmerið sé þéttara eða yfir annan lit. 


Þar til næst..





Sunday, December 28, 2014

Jólin og YSL

Halló aftur! ég er komin heim eftir sjö daga skíðaferð í Austurrísku ölpunum - frekar mikið öðruvísi að liggja í gufubaði kl. 6 á aðfangadag eftir langan (frekar snjólausan) skíðadag. Ég verð nú seint þekkt fyrir að vera framúrskarandi skíðamaður en eftir ferðina er ég orðin svona rétt sæmileg. Sem er gríðarleg framför! Náðum líka að troða inn einni H&M ferð og ekki skemmdi fyrir að útsalan var byrjuð. Gerði í fyrsta sinn temmilega skynsamleg kaup - sem innihéldu meðal annars tvennar gallabuxur (sem pössuðu!), hlýtt dúnvesti og pallíettutopp. Hann telst kannski ekki til skynsamlegra kaupa en fallegur er hann!

Förðunin í ferðinni var afar minimalísk og því engar spennandi förðunarmyndir þaðan. Hinsvegar fór ég á tjútt kvöldið fyrir flugið (guð hjálpi mér) og var þar af leiðandi ekki sú allra hressasta á leiðinni - EN um kvöldið notaði ég nýju YSL pallettuna mína sem ég gaf sjálfri mér í jólagjöf, því bara af hverju ekki? Skellti líka með einu glossi frá Tanya Burr, Lunch Date, en það er ótúlega fallegt nude litað gloss og lyktin ekki síðri. Ég var vandræðalega spennt að opna YSL pallettuna, en hún var á 40% afslætti á feelunique.com og er fyrsta svona lúxus augnskuggapalletta sem ég splæsi í. Umbúðirnar eru svo fáránlega fallegar og innihaldið einnig.




Ég hafði svo langan tíma til að gera mig til að ég krullaði á mér hárið! Sem er eitthvað sem ég geri kannski 1x á ári því ég enda alltaf á því að vera svo lengi að mála mig að hárið endar alltaf eins. Þegar ég hef gert tilraun til að krulla á mér hárið áður en ég geri mig til hefur það yfirleitt lekið úr áður en ég fer út úr húsi. Hinsvegar eftir að ég lét aflita hárið á mér hefur það haldist miku betur og krullurnar héldust alveg þar til morguninn eftir. Getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var smart.

Hér er svo útkoman: 



Undir glossinu er ég með nude beauty varablýant frá Makeup Store. 

Þessi förðun með ýktum eyeliner og smá glimmeri kemur sterklega til greina sem áramótaförðunin í ár! 


Vona að þið hafið notið íslensku jólanna, borðað yfir ykkur og legið flöt undir teppi allan daginn. 
Talandi um teppi! þá fékk ég draum minn uppfylltan í einum jólapakkanum í ár - flísteppi með ermum. Þvílík snilld. Til að vega upp á móti því fékk ég Polar Loop úr til að minna mig á að standa upp úr sófanum af og til :) 



Thursday, December 18, 2014

Jólaglamúr

Kominn tími til að gera almennilega jólaförðun! Ég notaði Lorac Pro pallettuna mína og gerviaugnhár nr 217 frá Red Cherry. Þar sem ég sat í náttfötunum og hafði í huga að taka málninguna af mér um leið og myndatökunni var lokið tyllti ég bara augnhárunum á, ekki með lími, sem er ástæðan fyrir að innra hornið á vinstra auganu er ekki alveg fast á - reynið að láta það ekki fara í taugarnar á ykkur..

Á vörunum er Riri woo varablýanturinn úr Rihönnu línunni frá Mac og svo Rimmel Apocalips Big Bang.







Þar hafiði það! Loksins skellti ég í alvöru glamúr lúkk - mun sennilega skarta einhverju svipuðu á aðfangadag sem verður þó aðeins öðruvísi en venjulega á hóteli í Austurríki, en vá hvað ég hlakka til! Mun taka með mér myndavél og snyrtivörur þannig að aldrei að vita nema ég hendi einhverju framan í mig eða systur mína og schkelli því hingað inn :)


Jólakveðja frá mér 
xx



Tuesday, December 16, 2014

Próflokavinnuförðun

Þó svo að ég hafi brunað beint í vinnuna eftir síðasta prófið, þó með stuttu stoppi í sófanum og smákökudunknum, langaði mig aðeins að gera mig til í tilefni dagsins. Sem grunn notaði ég fjólubláaun augnskuggapenna frá Pixi og svo Oh So Special pallettuna frá Sleek, setti ljósbleikan shimmer lit á mitt augnlokið og skyggði með dekkri fjólubláum lit. Útkoman var mjög látlaus, ekki of mikill glamúr fyrir vinnuna - alveg svona semi+ fínt :)
Fann fyrrverandi uppáhalds varablýantinn minn í skúffunni og gerði línuna ööörlítið útfyrir varirnar, blýanturinn er frá Nivea Beauty (sem ég veit ekki hvort fást lengur?..) og er nr. 06 soft pink. Yfir er varaliturinn Lovelorn frá Mac.




Annars þarf ég að fara að finna stillingu á myndavélinni sem deyfir ekki litina svona mikið - en þetta er ennþá sú besta sem ég hef fundið með lýsingunni á snyrtiborðinu. Allt í vinnslu. Ef einhver ljósmyndasnillingur gæti gefið mér ráð væri það frábært. Væri líka frábært ef hún gæti photoshoppað þessi ósofnu útgrátnu prófastress augnu - venjulega er hvítan í augunum á mér frekar hvít sko...


Annars segi ég bara gleðilegt jólafrí, njótið! 



Thursday, December 11, 2014

Einföld jólaförðun + myndband

Í gær settist ég við snyrtiborðið og tók upp myndband af þessu ofureinfalda jólalúkki með uppáhaldsaugnskuggann minn í aðalhlutverki. Það er satin taupe frá Mac og ef það er einn augnskuggi sem allir ættu að eiga þá er það þessi! Hann er svona brúntóna með smá fjólubláum tón og lítur vel út á öööööllum. Ég held að ég hafi mælt með honum við allar vinkonur mínar. Á vörunum er ég svo með aðra vinsæla Mac vöru, varalitinn Rebel, sem er einmitt ein af fyrstu vörunum sem ég bloggaði um hér.




Læt fylgja með nokkrar eilítið hressari með limited edition svipum




Læðast alltaf nokkrar svona með hverri förðunarmyndatöku en þær enda yfirleitt í ruslinu..af augljósum aðstæðum

Myndbandið er svo komið á Youtube. Mæli með því að setja einhverja skemmtilega tónlist í gang á meðan þið horfið því ég er ekki orðin alveg nógu sjóuð í myndbandabransanum til að tala inná myndbandið og tónlistin sem Youtube býður uppá til löglegra nota er hrikaleg. 




Stefni á að setja inn annað um helgina :)


Ást og friður

xx Kara