Tuesday, October 28, 2014

Tveir varalitir

Til þess að breyta hvaða förðun sem er í kvöldförðun er einfaldast einfaldlega að skella á sig varalit. Á eftirfarandi myndum má sjá mig - á þriðjudagskvöldi - í náttfötum - stífmálaða. Notaði nokkra gamla góða augnskugga frá Mac sem ég hef verið að vanrækja eftir að ég fékk Lorac Pro.









Húð: Rimmel Match Perfection, Rimmel Stay Matte, Collection 2000 hyljari nr. 2, Butterfly collection kinnalitur terracotta
Augu: Mac Bronze og All that glitters, YSL baby doll maskari, L'Oreal Color Riche svartur eyeliner
Augabrúnir: Anastasia Brow Wiz, Maybelline Brow Gel
Varir: Mac Hue (þessi bleiki) og Mac Diva (þessi rauði)






Sunday, October 26, 2014

Fyrsta tilraun í sósulitun

Ég fæ stundum vinkonur mínar til mín í förðun fyrir sérstök tilefni og málaði eina fína Þórhildi í gær fyrir stórafmæli. Setti þó ekki sósulit framan í hana eins og titillinn gefur til kynna..það kemur á eftir.



Eftir að því var lokið tók við aðeins öðruvísi verkefni, en Kári var að fara á árlegt grímubal vinahópsins og fór sem Buddha munkur. Hárið fékk að fjúka og hann keypti 5 metra af efni til að vefja utan um sig. Þetta var fyrirmyndin:


Ég hafði heyrt einhversstaðar að sósulitur væri ódýr og einföld leið (ekki vel lyktandi leið samt..oj) til að breyta húðlit svo við keyptum svoleiðis. Nú er Real Techniques Cheek Brush ekki bara uppáhalds burstinn minn í kinnalit heldur líka sósulit. Það er svo nánast ógerlegt að ná jöfnum lit með þessum viðbjóði svo hann leit út eins og hann væri með brunasár í andlitinu og á bakinu eða með einhvern húðsjúkdóm. Eeeeen heppnaðist nokkuð vel miðað við fyrstu sósulitun.

Það lítur kannski út eins og ég hafi eytt miklum tíma í að gera detail-uð brunasár í andlitið á honum en nei - ég er bara svona léleg að vinna með sósulit.


Veit ekki hversu vel séð það er að þeir séu með tattoo..eeen það skipti svosem minnstu fyrir þetta tilefni.

Ég fór svo í búningapartý með bekknum mínum þar sem við vorum kúrekar og indíánar. Þetta var indíánabúningurinn minn. 


Fór svo í bæinn með bekkjasystur minni sem var búin að taka af sér kúrekahattinn sinn. Ég var ekki svona séð að taka með mér auka föt en fjaðrirnar vöktu mikla lukku.

Nú er svo (vanda)mál (vanda)málanna að finna nýjan búning fyrir næstu helgi. Ég er svo hugmyndasnauð fyrir svona...verð örugglega slutty pumpkin.



Vona að þið hafið átt góða helgi!










Tuesday, October 21, 2014

Marín fær makeover

Litla systir mín fór á árshátíð um daginn og við ákváðum að prófa að lita á henni hárið. Hana langaði að breyta til og hefur aldrei látið lita það áður. Agalega hugguleg systrastund þetta - hárlitun og vax. Ég hef aldrei litað hár áður en þökk sé ítarlegum leiðbeiningum gekk þetta stóráfallalaust fyrir sig og aldrei að vita nema við gerum þetta aftur. Sparar alveg nokkra tíuþúsundkalla.


Svona leit hárið út fyrir litun. Athugið að liturinn er mjög skrýtinn eins og allir aðrir litir sem draga í sig birtuna af græna baðherberginu mínu. Marín er ekki með grænt/gult hár


Spennt fyrir litun hjá hár-amateurnum

Svo kom þetta bara ansi vel út og á árshátíðinni var hún voða sæt og fín




Förðun:

Húð: Nars Sheer Glow í litunum Deauville og Punjab. Mac Studio Fix púður, Benefit Hoola, Mary-Lou Manizer highlighter
Augu: Lorac Pro palette (en ekki hvað), augnhár frá Red Cherry (man því miður ekki hvaða týpa), Maybelline gel eyeliner, YSL babydoll maskari
Augabrúnir: Sleek eyebrow kit
Varir: NYX Beige gloss


Gaman að gera þennan litla durg soldið sæta fyrir Stuðmannaball (so jealous)








Sunday, October 19, 2014

CoolCos

Ég verð eins og lítið barn í nammibúð þegar ég frétti af nýjum snyrtivörumerkjum á Íslandi og stökk því í Smáralind um leið og CoolCos búðin var opnuð í Smáralind. Merkið er danskt og allar vörurnar eru paraben- og ilmefnafríar. Ég reyndar viðurkenni það að ég pæli afar sjaldan í því hvað er í vörunum sem ég set framan í mig eeeen fyrir ykkur skynsömu konur sem gerið það þá er þetta frábær viðbót við snyrtivöruflóruna hér á landi. 

Í fyrstu ferðinni minni keypti ég stick eyeshadow penna í litnum 04. Liturinn er fáránlega fallegur og ég hugsaði hann strax sem góðan grunn undir svona brún/fjólublátóna augnskugga eða bara einan og sér. Á umbúðunum stendur að hann eigi að endast í 8 tíma og svona no-transfer. Ég var hinsvegar ekki alveg nógu ánægð með það, en hann eiginlega fór allur af þar sem ég reyndi að blanda útlínurnar. Það þarf aðeins að byggja upp litinn ef maður vill blanda vel, en liturinn er vel þess virði! Líka þykkur blýantur og mjög fljótlegt að setja á sig.


Svo fallegur!


Svo stóðst ég ekki mátið og skellti mér á gráan blautan eyeliner. Ég hef ekki unnið mikið með gráa liti og var þess vegna mjög spennt að prófa hann á mér og sjá hvernig hann kæmi út með grænum augum. Það er ótrúlega auðvelt að vinna með hann og hann helst á endalaust! 10 stig fyrir endingu! Kemur ótrúlega fallega út fannst mér og gaman að breyta til frá venjulega svarta eyelinernum.







Hér er svo sami eyeliner og gerviaugnhár frá Red Cherry sem eru einnig tiltölulega ný hér á landi og svooooo falleg. Búin að kaupa mér 4 pör og stefnir í að ég kaupi mér allar tegundirnar. Þarna er ég með #DW sem eru frekar stutt og svona "wispies" sem þýðir að þau eru ekki alveg bein heldur svona smá í kross og út um allt sem kemur mjög vel út. Varaliturinn er Russian Red frá Mac og kinnaliturinn er Flamingo frá Sleek (fæst á haustfjord.is)


Mæli hiklaust með að þið kíkið á Cool Cos búðina í Smáralind. Hún er uppi á sama gangi og ísbúðin. Flottar vörur á góðu verði, frábær þjónusta og mikið úrval.


Vona að þið hafið átt góða helgi!




Sunday, October 5, 2014

Uppáhaldsburstar

Þessi færsla hefur heldur betur dregist. EN hér er hún.

Þetta eru uppáhaldsburstarnir mínir: 




Mac 187 - nota hann aðallega í sólarpúður þessa dagana en mér finnst líka gott að nota hann í léttari fljótari farða, sérstaklega Mac face and body og fleiri í þeim dúr sem þekja ekki mikið.


RT expert face brush - þéttur bursti í þægilegri stærð sem ég nota í alla fljótandi farða. Ótrúlega mjúkur og góður. 



RT blush brush - þennan nota ég í sólarpúður og kinnalit. Hann dreifir litnum mjög jafnt vegna þess hvernig hann er í laginu og tekur ekki upp of mikið af lit sem mér finnst gott því ég á það til að setja alltof mikinn kinnalit með öðrum burstum. Betra að nota þennan og byggja litinn upp.


RT contour brush - þessi bursti er algjör snilld. Nota hann aðallega til að skyggja undir kinnbeinum þegar ég fer í þann pakka en hann er líka frábær í highlighter og að blanda hyljara undir augunum.


RT setting brush - þessi elska er uppáhaldið mitt til að púðra yfir hyljarann undir augunum til þess að hann hreyfist ekki til. Stundum vil ég ekki púðra allt andlitið svo áferðin á farðanum fái að halda sér en samt mikilvægt að púðra yfir hyljarann svo hann haldist betur á og "crease-i" ekki. Þá set ég yfirleitt það sem er eftir í burstanum á mitt ennið og svo við hliðarnar á nefinu.


RT buffing brush - uppáhalds af þeim öllum. Nota hann í öll meik og stundum til að blanda hyljara. Virkar líka vel í púður. Vinnur eiginlega bara alla vinnuna við að blanda fyrir mann.




Ég er agalega veik fyrir limited edition og þess vegna keypti ég þessa tvo Sigma bursta í afmælis-kopar-útgáfu um leið og þeir lentu á klakanum. F80 þessi stóri er sennilega mest lofaði bursti á Youtube og stendur svo sannarlega fyrir sínu. Þéttur flatur kabuki bursti sem er ótrúlega þægilegt að vinna með. Þessi litli er svo E65 og hann nota ég aðallega í Anastasia dip brow pomade sem er litað augabrúnagel. Fullkomin stærð fyrir það! Líka góður í gel eyeliner.



Makeup store 107 - nota þennan alltaf þegar ég set ljósan lit yfir allt augnlokið eða ef ég ætla bara að nota einn augnskugga yfir allt. 

Mac 217 - sennilega vinsælasti bursti Mac bara ever. Skiljanlega. Hann er ómissandi. Ef þú ætlar að kaupa þér einn förðunarbursta myndi ég kaupa hann - hiiiiiklaust. Nota hann í allt sem við kemur augnförðun, hvort sem það er að setja lit á augun, blanda, nota undir neðri augnhárin eða hvað. Virkar í allt. 

Mac 228 - bestur i nákvæmnisvinnu eins og að dekkja alveg uppvið augnhárin, skyggja ysta hluta augnloksins, setja augnskugga undir augun og allskonar bara.

Mac 210 - þennan nota ég mest í gel-eyeliner en líka til að búa til svipaða línu með augnskugga ef ég vil fá aðeins mýkri meira smokey línu.


Þetta eru svo nýju uppáhaldsburstarnir mínir - enda limited edition (heh) og ég var ekki lengi að stökkva út í búð og skella mér á þá. Þeir voru á fáránlega góðu tilboði á aðeins 5500 krónur! Er búin að prófa þá alla núna og get ekki sagt annað en þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.



Vona að þið getið litið framhjá því hversu skítugir burstarnir mínir eru...

Svo eru vandræðalega margir burstar á óskalistanum og ég vona að þeir rati einn daginn í safnið. 


Von að þið eigið huggulegan sunnudag. Á dagskrá í dag eru heimilis- og burstaþrif. Gríðarlega spennandi dagur framundan

Góðar stundir

-Kara







Wednesday, October 1, 2014

Dagsins

Ástæðan fyrir að ég hef ekki bloggað mikið undanfarið er að ég hef verið í þessum pakka..

Outfit dagsins (og síðustu vikna):
Undir þessu eru svo dýrindis íþróttabuxur og svartur/grár bolur úr H&M

Makeup dagsins (sem og síðustu vikna):

Ekki neitt. Jú rakakrem reyndar.

Hárgreiðsla dagsins (og allra daga):

Þessi klessa.


Er semsagt búin að vera í verknámi í skólanum, skrifa skýrslur og lesa auk þess að vera í fjarþjálfun með mjög krefjandi prógram sem tekur sinn tíma OG semi í 2 vinnum..bráðum 3. 

Svo átti ég afmæli um daginn og gerði mig mega sæta. En eins og það er nú gott að geta lifað í núinu og ekki þurfa að taka myndir af öllu alltaf..þá er þetta eina myndin sem ég tók af mér í afmælinu:


Það fengu allir tattoo í afmælinu og ég valdi mér bláan glimmerhöfrung á bringuna. Frábært að ná þessu  af. 

Þetta var svo hin myndin sem náðist af mér:

Smart.
 Telma samt sæt.

Nú langar mig eftir langt lélegt bloggtímabil að fara að taka mig á og mig langar ótrúlega að vita, þið allar sem lesið þetta, um hvað ykkur finnst skemmtilegast að lesa. Sýnikennslur, vöruumfjallanir, eitthvað meistaramánuðs-tengt eða hvað sem er, endilega látið mig vita! annars kemur bara eitthvað svona bull..

Ætla samt að koma með færslu um uppáhaldsburstana mína á morgun eða seinna í kvöld - stay tuned :)


ást og friður
-Kara