Saturday, June 29, 2013

Makeup morguninn eftir

Í gær var afmæli hjá Telmu minni og það var aldeilis dömuboð í lagi. Ég reyndar var ekki mjög virk á myndavélinni en tók örfáar myndir samt. Ég málaði svo Telmu en gleymdi því miður að taka mynd af því sem er synd því hún var stórglæsileg - að vanda.
Ég gerði mitt makeup í flýti en mundi þó að setja Urban Decay primer potion á augnlokin áður en ég setti augnskugga og þegar allt var tilbúð setti ég Urban Decay all nighter sprey yfir til að allt héldist á sínum stað allt kvöldið þar sem við fórum aðeins á skrall niður í bæ.


Með Snædísinni minn og Möggunni minni


tókum fleiri góðar svona - sjá profile myndina mína á Facebook

Svo fór ég heim að sofa og gleymdi að taka af mér málninguna eins og vill gerast eftir svona kvöld. Hinsvegar þegar ég vaknaði hefði ég eiginlega bara getað skellt mér aftur í djammgallann og tekið round 2!
Svona 95% af augnskugganum voru ennþá á sínum stað, engar crease línur! Engir baugar og eyelinerinn alveg kolsvartur ennþá og ekkert klíndur. Meikið og púðrið héldu sér þokkalega vel líka og maskarinn var eins og nýásettur. Þvílík snilld sem þetta sprey er. Keypti lítinn brúsa í New York í apríl í fyrra og hann er eiginlega alveg búinn - en þetta er vara sem ég mundi hiklaust kaupa aftur!



Sólarpúðrið og kinnaliturinn voru reyndar að mestu farin af - skiljanlega eftir að nuddast í koddann í alla nótt - annars bara frekar til í djammið! Ath. að þessi er mynd er tekin kl. svona 2 áður en ég loksins drattaðist til að þrífa mig í framan.

Í kvöld er það svo Sálarball í Borgarnesi takk fyrir!


Eigið góðan laugardag kæra fólk! 


-Kara





Thursday, June 27, 2013

Pinterest makeup

Að sitja í lazy boy með teppi og hlusta á rigninguna er ekki mitt ideal sumarkvöld - svona miðað við að júnímánuður er að líða undir lok allavega. Á verkefnalista kvöldsins er að baka köku fyrir einn sætan pabba sem á afmæli á morgun en svo datt ég óvart í smá pinterest-rúnt og er ekki ennþá byrjuð að baka.
Hérna eru nokkrar myndir sem hafa safnast í möppuna mína síðustu mánuði. 
Ég er svo háð pinterest - það fer að verða vandamál 

















Jæja - ætla að hlunkast uppúr þessum lazy boy og fara að baka..

-Kara



Sunday, June 23, 2013

Helgin

Æj hvað þetta var yndisleg helgi! Sól og sumar og það lifnar yfir öllu. Brjálað að gera hjá mér um helgina, afmæli á föstudaginn, SJÖ útskriftarveislur á laugardagskvöldið og afmæli og útskriftarveisla í dag. Þetta krafðist auðvitað þriggja mismunandi outfit-a og förðunar meððí. Sem mér fannst aldeilis ekki leiðinlegt - enda búin að vera í myglaðari kantinum síðustu vikur!

Föstudagsdressið var svona:


Ný og fín skyrta frá h&m og gamlar og góðar buxur líka frá h&m. Skórnir eru 67 frá GS. Pabbi spurði mig svo hvort ég ætlaði að taka svaninn í kvöld - og átti þá við þessar gríðarstóru fjaðrir í eyrunum á mér. Less is more hefur ekki verið mín speki þegar kemur að eyrnalokkum..

Að sjálfsögðu varð ég svo að prófa Sleek dótið mitt og notaði Showstoppers pallettuna. Útkoman varð rosa bleik og smá fjólublá og agalega fannst mér augnskuggarnir fínir! Smellti á mig gerviaugnhárum og allt - enda tilefni til eftir próf :)








-------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Laugardagurinn fór svo aðallega í almenna leti og sólbað þar til útskriftarveislugeðveikin tók við - sjö veislur það kvöldið. Ég leit svona út (með og án gleraugna)


fyrst svona - eftir góða sundferð og 3 klst latt á svölunum


örlitlu seinna


notaði hina Sleek pallettuna í þetta - Ultra Matte V2


nýju nörda/sexyteacher gleraugun

-------------------------------------------------------------------------------------

Í dag var ég að flýta mér rosa og tók engar myndir. Fór í afmælisboð hjá einni yndislegri 16 ára litlu frænku og hitti þar familíuna og nýjasta fjölskyldumeðliminn - little red, aaaalgjört snúllubuff! Fór svo í útskriftarkaffiboð hjá myndarlegasta sjúkraþjálfara á Íslandi (staðfest) sem var að útskrifast í gær - einstaklega vel heppnað eintak sem ég nældi mér í!


Vona að þið hafið átt góða helgi í sólinni! :)

-Kara



Wednesday, June 19, 2013

Neglur dagsins


Ég vona að þið afsakið bloggleysið, er í prófum núna en klára á föstudaginnnnn! Þá verður sko gaman! Tók smá forskot á sumarfrísfílinginn til að kæta mig í lestrinum og skellti á mig Melina naglakakkinu sem eg fékk frá Make Up Store fyrir þáttöku í instagram leik:) það borgar sig sko að taka þátt í svona, þetta er í þriðja sinn sem ég fæ eitthvað fallegt í facebook/instagram leik! 
Svaka fínt appelsínugyllt naglalakk-er með 2 umferðir


Ætla svo að reyna ad taka upp eitt sýnikennsluvideo um helgina og setja það inn á mánudaginn:)

-kara

Thursday, June 13, 2013

Sleek sending!

Mikil ósköp hvað pósturinn gladdi mig í dag! Fékk sendinguna mína frá Sleek Makeup sem innihélt allskonar góðgæti :)
Því miður var myndavélin mín með einhvern skæting svo að ég læt símamyndir duga í þetta sinn


Byrjaði vel

Omnom


Varalitirnir heita Mystic (hann varð fyrir smá hnjaski, greyið - alfarið mér að kenna, kom mjög heill úr pakkanum) og Tangerine Scream. 


Mystic er smá mattur mjög skær fjólublár og Tangerine Scream er ótrúlega fallega appelsínurauður


Kinnalitirnir Flamingo og Rose Gold


Flamingo er skærbleikur og mattur en Rose Gold er sanseraður og hefur oft verið líkt við Orgasm frá Nars. Orgasm er samt aðeins bleikari 



Pantaði mér Face Contour kittið í litnum light. Dökki liturinn er alveg mattur og þess vegna tilvalinn til að skyggja. Highlighterinn er svo aðeins sanseraður. Hlakka til að prófa, hefur fengið mjög góða dóma þetta kitt.


Stalst aðeins í augabrúnakittið áður en ég tók myndina. Pantaði óvart í dark, en það var svo bara ekkert svo dökkt. Ég er með litað ljóst hár, svo augabrúnirnar eru aðeins dekkri og ég hef bara haldið þeim svoleiðis, ekkert verið að lýsa þær. Þessi litur hentar mér ágætlega bara. Skv. leiðbeiningum frá Sleek notar maður fyrst litaða gelið með skáskornum bursta og fer svo yfir með púðurlitnum til að halda gelinu. Þetta er strax orðið uppáhalds!


Hér er svo pallettan Ultra Matte V2 - hún var mun minni en ég bjóst við haha. En það er eini gallinn. Þessir litir eru allir mattir og dökkir, mjög sterk litapigment í þeim og óóótrúlega fallegir. Á plastinu fyrir framan sjáið þið svo nöfnin á litunum.


Þetta er hin pallettan sem ég pantaði. Hún heitir Showstoppers og er limited edition. Mikið af glimmerlitum og líka mjög sterk pigment.


Á myndinni er ég með augabrúnagelið og púðrið (virka aðeins dekkri á myndinni samt), Rose Gold kinnalitinn og Mystic varalitinn. 

------------------------------------------------------------

Get lofað því að þetta verður ekki það seinasta sem ég panta frá Sleek! :) Hvet ykkur til að kíkja á síðuna hjá þeim, mjög mikið úrval. Það eru líka allar youtube-skvísurnar að missa sig yfir 3 lita kinnalitapökkunum og varalitapallettunum sem eru nýjar.

Vona að þið eigið góðan dag, ég mun allavega líklegast brosa í allan dag - þarf svo lítið til að gleðja mig :)

-Kara

Saturday, June 8, 2013

Í hárið

Mér finnst þykkt og glansandi hár ótrúlega fallegt en ég er því miður ekki svo heppin að skarta því sjálf. Ég er með frekar flatt og fíngert hár sem tekur illa við krullum og svoleiðis ef ég er ekki með neitt í því. Ég eeelska Bed Head vörurnar og þegar ég vil eiga góðan hár-dag, þá eru þessar vörur algjört möst:


Bed Head Epic Volume Shampoo & Conditioner
Fyrst fannst mér þetta ekkert spes sjampó því það gerði hárið svo stamt eftir að ég skolaði það úr, en með næringunni og annað hvort Queen for a Day eða Small Talk varð það miklu meðfærilegra og auðveldara að vinna með. Líka miklu þykkara og flottara!


Nota annað hvort þetta sprey eða Small Talk (hérna fyrir neðan)

Fyrir bæði gildir nokkurn veginn sama aðferðin. Sett í hárið þegar búið er að þurrka hárið með handklæði og svo blásið. Fyrst þegar ég fékk spreyið skildi ég ekkert í því af hverju það virkaði ekki, þá vissi ég ekki að það virkjaðist við hitann frá blæstrinum. Spreyið er reyndar líka hægt að setja í þurrt hár og blása svo til að hressa við hárið t.d. ef þú vilt fá volume í það fyrir kvöldið en nennir ekki að þvo það fyrst :)



Ekki skemmir heldur fyrir hvað það er ótrúlega góð lykt af þessum vörum!
Bed Head vörurnar fást á mörgum hárgreiðslustofum og einnig á frábæru verði í Kosti og Iceland.

Fyrir bad-hairdays þegar maður sefur aðeins yfir sig, þá er Batiste þurr-sjampóið líka algjör snilld. Gefur lyftingu og þurrkar upp fituna í rótinni. Líka gott að hafa svona með sér í útilegur og svoleiðis. Algjört möst fyrir þjóðhátíð ef þið nennið ekki í pakkaða sundlaugina


Batiste þurrsjampóið fæst m.a. í Hagkaup


----------------------------------------------------------

Góða helgi! 
-kara*

Tuesday, June 4, 2013

Gleðilegan júní!

Vá hvað tíminn flýgur! Árið að verða hálfnað og sumarið (ætti að vera) komið! Byrjuð í sumarvinnunni minni á leikskólanum - þá er sumarið komið hjá mér..þó ég hafi verið í úlpu og regnbuxum og með húfu og vettlinga úti í dag. Ekkert meira hressandi fyrir húðina en að fara út í smá íslenskt rok og rigningu!

Í kvöld fór ég svo út að borða með kennurunum í Listdansskólanum og ákvað að prófa að setja eitthvað nýtt í hárið á mér. Ég hef verið mun duglegri að prófa mig áfram með hárgreiðslur eftir að ég klippti það stutt. Útkoman var einhverskonar rockabilly-half-updo sem kom bara ágætlega út..voða krúttlegt allavega. Förðunin var svo 2 - mín förðun, svona þægilegt day to night förðun. Notaði Maybelline Master Precise eyeliner-túss, einstaklega hentugur í svona hrað-förðun. Eitt strik og förðunin er tilbúin! Skellti svo smá púðri yfir (var bara með BB cream undir frá því fyrr um daginn) og Russian Red frá Mac setti svo punktinn yfir i-ið :)


Bolurinn og fínu silfur-gallabuxurnar eru úr H&M. Skórnir eru 67 skór úr GS. Skellti mér á þá í gær, eina sem vantaði í skósafnið voru svona fín látlaus ökklastígvél. Nú tek ég mér góða skókaupa-pásu!


Rockabilly hárið


Naglalakk vikunnar er svo þetta fína pastel bláa naglalakk sem ég man bara alls ekki hvar ég keypti..rosa sætt samt


Eyeliner með spíss og rauður varalitur. Combo sem getur ekki klikkað!

----------------------------------------------------------------

Í byrjun hvers mánaðar verð ég alltaf extra metnaðarfull! Ég datt í smá motivational quotes leit í gær og svo tókst mér með undraverðum hætti að fara í ræktina fyrir vinnu í dag. Pottþétt þessum quote-um og eftirfarandi myndbandi að þakka!



Og svo þetta video..eins amerískt og dramatískt er það er - er svo mikið til í þessu. Þó það sé reyndar um hafnarbolta er hægt að yfirfæra það á allt annað sem við gerum!





-------------------------------------------------------------------------

Svo bara ef við syngjum "sól, sól, skín á mig..." nógu oft - þá kemur hún stóra gula! 
Það allavega virkaði aaaaalltaf þegar ég var í leikskóla


-kara