Friday, February 14, 2014

Árshátíðarförðun #2

Þetta lúkk er töluvert dramatískara en það síðasta, en þetta er hinsvegar meira í áttina að því sem ég er vön að setja á mig þegar ég fer út. Kannski ekki alveg með glimmerinu og litunum, en svona..

Ég veit að það er alls ekki fyrir alla að hafa glimmer OG liti OG þykkan eyeliner allt í einum graut en mér finnst það fínt og ég vona að ykkur finnst það líka :)


1. Fyrir

2. Notaði meik frá Make Up Store og e.l.f. augabrúnalit. Notaði svo Helena Rubinstein Magic Concealer undir augun og Rimmel Stay Matte Púður yfir hyljarann og aðeins á ennið og nefið


 3. Setti Chrome glimmer frá Make Up Store yfir allt augnlokið og svo Pollution Microshadow (líka frá Make Up Store) meðfram augnhárunum og svo upp við augnbeinið.


 4. Blandi blandi blandi


 5. Setti svo hvítan lausan glimmeraugnskugga frá Make Up Store innst á augnlokin og inn í augnkrókana


 6. Eylineeeeer (Gel eyeliner frá Maybelline)


 7. Scale Microshadow frá Make Up Store upp við neðri aughnárin, svo fjólublátt glimmer frá Gosh yfir og aftur Scale til að mýkja aðeins glimmerið því línan varð aðeins of skörp fyrir minn smekk. Ég spreyjaði Fix+ frá Mac á burstann áður en ég setti hann í glimmerið og það var þvílíkur munur að nota það svona blautt, miklu meira áberandi og festist betur á!


 8. Varaliturinn er Rimmel Kate Moss nr. 113 og NYX Beige gloss yfir


 Notaði Hoola Bronzer frá Benefit til að skyggja undir kinnbeinunum og Dandelion kinnalit líka frá Benefit...


Og já..ég kann bara einn svip..


Djók, tvo!


Góða helgi kæra fólk! 

-Kara

No comments:

Post a Comment