Sunday, September 14, 2014

Aðeins of gaman í gær?

Stundum er bara októberfest - svo þarf maður stundum að fara útúr húsi daginn eftir. Þá fyrst sér maður hvaða kraftaverk snyrtivörur geta gert. Var ekki í stuði fyrir mjög metnaðarfulla förðun en þessar fjórar vörur geta vakið ansi þreytulegt andlit til lífsins. Mín útgáfa af no makeup-makeup er gerð með eftirfarandi vörum:


Collection lasting perfection concealer. Hann er besti hyljari í heimi - engin spurning! Fæst því miður ekki á Íslandi en ef þið þekkið einhvern á leið til London myndi ég fá viðkomandi til að kippa með sér svona 30 stykkjum..Ég nota litinn 2 light. Það var ekki sjón að sjá mig þegar ég settist við snyrtiborðið í morgun (eða um 4 leytið..svoleiðis dagur bara). Ég hefði eiginlega átt að taka fyrir og eftir myndir því það var eins og ég hefði verið fótósjoppuð eftir að ég klíndi þessum undir augun á mér.

Kanebo Sensai Bronzing Gel. Ég hélt um tíma að þetta væri of-hypeaðasta vara í heimi og túpan lenti aftast í skúffunni um tíma. En þvílík dásemd sem þessi vara er og ég er mjög glöð að hafa enduruppgötvað hana. Gefur ótrúlega hraustlega, ferska og ljómandi áferð á húðina og pínu ponsu lit. Bara rétt svo maður líti ekki út eins og liðið lík. Hyljari + bronzing gel og þá þarf ekkert meik. Bara skella þessu á með fingrunum eða bursta. Mér finnst voða gott að nota RT buffing burstann. Passa bara að setja hyljarann á undan. Ég hef ekki hugmynd um hver minn litur er reyndar. Örugglega ljósasti.

Anastasia brow wiz. 2, 3 strokur yfir allra berustu svæðin á augabrúnunum, ekkert að móta þær eða skerpa neitt. Svona bara til að láta þær líta út fyrir að vera til staðar. Ég nota litinn ash blonde. 

Maskari að eigin vali. Þennan, YSL baby doll, er ég nýbúin að uppgötva og ooooh my lord þetta er besti maskari sem ég hef prófað. Segi það og skrifa. Fékk prufu af honum um daginn og svo aðra prufu sem kaupauka og keypti hann svo í fullri stærð en tími ekki að opna hann þar til prufa nr. 2 er alveg búin. Vil ekki að neitt af þessari dásemd fari til spillis!

Nú er það popp og mynd undir sæng. 

p.s. hætt að drekka


-Kara 



No comments:

Post a Comment