Monday, September 8, 2014

Skref fyrir skref - gel eyeliner

Mér finnst oft vanta eitthvað framan í mig þegar ég fer eitthvað fínt og er ekki með eyeliner. Oftast verður gel eyelinerinn frá Maybelline fyrir valinu þegar ég hef tíma til að vanda mig. Ef ekki nota ég L'Oreal Superliner Perfect Slim eða Maybelline gel-pennann. 



Lengst til vinstri er burstinn sem fylgir með eyelinernum frá Maybelline. Hann er mjög fínn ef maður vill fá frekar þykka línu. Silicone Liner burstinn frá Real Techniques er í miðjunni. Mér finnst gallinn við hann að maður þarf að setja svo oft meira gel á burstann. Mac 210 burstinn er svo mitt aðalvopn í baráttunni við jafna línu báðum megin.

Svona set ég á mig eyeliner - þessi aðferð verður yfirleitt fyrir valinu og mér finnst auðveldast að ná línunni eins báðum megin með henni. Ef ég byrja á að gera spíssinn út og dreg inná augnlokið verður hann oft fallegri en ekki séns að ná honum eins báðum megin...

1. klára alla aðra augnförðun fyrst - augnskugga og svoleiðis stúss


2. mér finnst best að byrja innst og halda hárunum lárétt þétt uppað augnháralínunni. Læt hann svo fylgja formi augans. Byrja semsagt með oddinn á ská niðurávið og svo réttist hann við. 


 3. klára línuna meðfarm augnhárunum. dreg svo línu frá horni augans og í áttina að enda augabrúnarinnar eins langt og ég er í stuði fyrir að hverju sinni.


 4. Tengi svo línurnar saman - efri línan endar vanalega ca á miðju augnlokinu


5. fylla inní



Voilá! 

Gangi ykkur vel! 






No comments:

Post a Comment