Saturday, April 27, 2013

Gallabuxur

Ég fékk nýjar buxur í dag og er svo glööööð með það að ég varð að deila því með ykkur!

Að finna gallabuxur sem passa á mig er nefnilega eitthvað það allra leiðinlegasta sem ég geri. Þegar maður er með læri á stærð við stæltan karlmann og ballett-kálfa þá er fátt sem passar. Ef buxurnar passa á fæturnar eru þær of stórar að ofan og ef þær passa að ofan...þá eru þær örugglega stuttbuxur. Ég fann blessunarlega fyrir nokkrum árum snið í Topshop sem passaði mér, sniðið heitir Jamie og eru frekar teygjanlegar skinny jeans. Ég sleppi því svo yfirleitt núorðið að máta þær og kaupi bara alltaf sömu stærð, þær koma í mörgum mismunandi litum og eru á fínu verði, sem betur fer. Kemur reyndar fyrir að sumir litir séu örlítið stærri/minni en aðrir þó það séu sömu númer en þær hafa reynst mér mjög vel!
Þær eru með passlega háum streng, maður þarf  hvorki að hafa áhyggjur af muffin top né plömmer.




Svo var ég svo heppin um daginn þegar Telma mín kom til að fá lánuð föt hjá mér, að ég mátaði buxur sem hún á sem eru frá Dr. Denim og heita Solitaire. Þær eru svartar og mjög teygjanlegar, eiginlega bara jeggings, og mjög háar í mittið. Dr. Denim tekur hugtakið "figure-hugging-jeans" á allt annað level með þessum buxum get ég sagt ykkur. Eignilega svona aðhaldsbuxna-fílingur í þeim, kemst samt bókað í splitt í þeim. Þær eru SVO þægilegar! Þær passa líka örugglega á hvaða vaxtarlag sem er, því buxurnar mínar í M litu út á herðatrénu fyrir að vera svona XS og teygjast fáránlega vel. Þær eru líka til í fleiri litum og svo eru til aðrar týpur sem eru ekki alveg eins háar í mittið. 




Passa við allt og ekki skemmir fyrir að þær kostuðu litlar 8900 kr sem telst nú frekar lítið fyrir buxur á þessu landi okkar!
Mæli með að þær sem eru í sömu sporum og ég skelli sér í Dr. Denim og prófi þessa dásemd. Veit ekki hvernig er með venjulegar gallabuxur hjá þeim, þ.e.a.s. hvernig stærðirnar eru og sniðin en ég mun eflaust athuga það og láta ykkur vita. Það eru nefnilega svo margir fallegir litir til og allskonar fínir og sætir sokkar líka :)


Vona að þið eigið góða helgi!
xx

1 comment:

  1. Okei þetta er snilld ad heyra..ég leaks Dr denim strákabuxurnar enough hef aldrei þorað að máta sjálf..ætla deffó ad fara ad máta :D

    ReplyDelete