Wednesday, May 1, 2013

Mac Rebel

Uppáhaldsvaraliturinn minn er Rebel frá Mac. Hann var búinn að vera á óskalistanum mjög lengi en var alltaf uppseldur. Svo kom hann loksins aftur og ég brunaði í Kringluna og keypti mér hann og varð sko ekki fyrir vonbrigðum.
Hann er svona fjólubleikur á litinn og mér finnst hann meira svona haust/vetrar varalitur en er svo búin að prófa mig aðeins áfram og fann 3 mismunandi leiðir til að nota hann :)



Svona lítur hann út


Ég biðst afsökunar á myndgæðunum - er alls ekki orðin nógu góð í að taka sjálfsmyndir á myndavélina mína og kann alls ekki að láta einhvern taka myndir af mér einni - finnst það alltaf eitthvað vandræðalegt. Finn eitthvað útúr þessu vonandi..
afsakið líka myndasvipinn minn - ég kann engan annan

Hér er ég með eina umferð af Rebel - setti mjög lítið og nuddaði vörunum saman. Þá verður hann svona fallega bleikur.


Hér er ég með nokkrar umferðir í viðbót og þá verður hann miklu dekkri og meira svona dökkvínrauðfjólublár - kann ekki alveg að lýsa þessum lit..mjög fallegur allavega!


Svo ef maður er kannski að fá sér smá gott að drekka og vill ekki klína varalit á glasið - þá er mjög sniðugt að þurrka varalitinn af, því það er mjög sterkur litur í honum og bleiki liturinn situr eftir vörunum eftir að maður þurrkar hann af. Skella svo smá glossi yfir og voilá! Skærbleikur varalitur sem klínist ekki í neitt :)


Svo er auðvitað hægt að breyta honum með því að nota mismunandi varablýant undir. Ég hef prófað að setja skærbleikan varablýant undir og það kom mjög vel út. Mig langar líka að verða mér útum svona blackberry litaðan varablýant til að hafa undir, þannig að ef þið vitið um góðan svoleiðis blýant megið þið endilega láta mig vita:)

xx
Kara






1 comment: