Sunday, May 19, 2013

Eurohelgin

Þrátt fyrir að vera ennþá í prófum, leyfði ég mér samt að hafa smá gaman. Föstudagurinn fór reyndar í lærdóm í skólanum, en mig langaði samt sem áður að vera pínu sumarleg og því varð þetta dress fyrir valinu



Hjá fjölskyldunni minni og vinafólki hafa verið haldin Eurovision partý nánast síðan ég man eftir mér. Þetta árið var engin undantekning og ég er mjög ánægð með úrslitin í ár! Laumu-uppáhaldið mitt var samt Cezar frá Rúmeníu - þvílík snilld! 

Eurovisionförðunin hjá mér í ár var mjög einföld. Eyeliner og varalitur. Breytti þó aðeins útaf vananum og notaði gullllllfallegan silfurgráan eyeliner frá Mac sem heitir Little black bow. Liturinn sést því miður ekki nógu vel á myndunum, en googlið þennan lit - hann er uuuhgeðslega flottur! Geggjaður sem  augnskuggi líka. Varaliturinn sem ég er með á myndunum heitir Costa chic og er líka frá Mac. Ég er yfirleitt ekki hrifin af varalitunum með frost áferð - en þessi er algjör undantekning. Það er svona ár síðan ég keypti mér hann, sá konu með hann og fannst hann svo geggjaður að ég dreif mig út í búð og splæsti í eitt stykki. Hinsvegar leit ég út eins og vitleysingur með hann svo ég notaði hann aldrei. Svo var vinkona mín með hann um daginn og hann var mjög flottur á henni, en hún notaði mjög lítið af honum. Ég prófaði það og viti menn - hann var bara bjúdd!




Nei - það var ekki 80's þemapartý, en svona var ég klædd. Bolur frá Ginu Tricot, Dr. Denim solitaire buxur, Topshop jakki og bleikir og fínir skór líka frá Topshop. Kostuðu litlar 5000 kr á útsölu, síðasta parið og í minni stærð. Ég hef lengi haldið því fram að ég hafi yfirnáttúrulega hæfileika þegar kemur að útsölum. Þetta getur ekki alltaf verið tilviljun...
Henti svo á mig fullt af gullkeðjum og dóti og var svona ljómandi sumarleg! :)


Vona að þið hafið átt góða euro-helgi!

-Kara



No comments:

Post a Comment