Thursday, September 19, 2013

Fljótlegasti kvöldmatur í heimi

Í alvöru. Fyrir utan örbylgjunúðlur. Það liðu ca 30 mín frá því að ég byrjaði að elda og þar til maturinn var kominn á borðið. Ég er nýflutt og ísskápurinn er smátt og smátt að fyllast, en ég kann alls ekki að elda fyrir 2, svo ég elda bara fyrir svona 4-6..og á svo bara afganga í aðra máltíð eða nesti:)
Þegar ég elda er ég ekkert mikið fyrir að fylgja uppskriftum, hendi bara einhverju saman og þetta til dæmis kom mjög vel út! Ef þið eruð í tímaþröng þá er þetta ansi þægilegur og fljótlegur kvöldmatur:)

1 pakki af nautahakki
2-3 stórar gulrætur
1/2 sæt kartafla
1/2 brokkolíhaus
1 dós gular baunir
nokkrir sveppir
dass af pasta (ég notaði lífrænar spelt skrúfur frá Sollu..þær voru nefnilega á tilboði)
1 krukka salsa sósa
1 lítil dolla af rjómaosti

Allt skorið í bita, hakkið steikist á einni pönnu á meðan pastað sýður í öðrum. Smá olía í stóran pott og kartöflurnar, gulræturnar, brokkolíið og sveppirnir sett ofan í eitt af öðru. Svo er hakkinu og pastanu blandað við grænmetið og sósunni og rjómaostinum blandað við allt saman. Allt í eldfast mót, rifinn ostur yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Yuuum! (Var svo glorsoltin að ég gleymdi að taka mynd af góðgætinu áður en ég reif matinn í mig...enda býður þessi réttur ekki beint uppá glæsilega framsetningu, svolítið gums bara.)



Verði ykkur að góðu!
-Kara



No comments:

Post a Comment