Saturday, September 7, 2013

Nýtt uppáhalds

Ég er búin að vera ansi löt við blogg í sumar - en hinsvegar hef ég verið ansi dugleg að versla snyrtivörur, svo að ég býst við að það verði nóg af vöruumfjöllunarfærslum næstu daga. Nú er skólinn kominn á fullt og veðrið ógeðslegt að vanda og þá er best að sitja bara heima að læra..og blogga. Ætla líka að reyna að taka upp fleiri video, því mér finnst sjálfri svo gaman að horfa á svona video og vona að einhverjar ykkar geti kannski fengið innblástur eða lært eitthvað af videounum :)

En að aðalástæðu þessarar færslu : ég fjárfesti loksins í Nars Sheer Glow farðanum sem mér finnst aaaaaallir búnir að vera að tala um - og ekki að ástæðulausu greinilega. Ég hef aldrei orðið svona hrifin af farða við fyrstu sýn. Áferðin er ótúlega falleg og "dewy", ótrúlega auðvelt að skella á sig með höndunum í flýti, eða dunda sér við það með bursta. Hægt að hafa frekar létt rétt til að jafna út húðlitinn eða setja aðra umferð til að hylja betur. Áferðin verður svo náttúruleg og frískleg og mjög auðvelt að blanda og vinna inn í húðina.  Ég sé smá eftir því að hafa ekki keypt líka ljósari lit fyrir veturinn og helst bara tvö stk af hvoru. 
Ég hef líka heyrt að þetta meik sé jafnvinsælt hjá þeim sem eru með frekar feita húð og þeim sem eru með mjög þurra húð.
Eini gallinn við þetta annars snilldar meik er sá að það er engin pumpa svo maður þarf að hella farðanum úr til að nota hann. Sem mér finnst hrikalegt því að ég er hrædd um að það sé þá erfitt að ná farðanum úr þegar lítið er eftir. 


Ef þið eruð á leið til útlanda á næstunni eða viljið panta á netinu þá er þetta eitthvað sem ég mundi hiklaust mæla með að þið prófið :)


No comments:

Post a Comment