Tuesday, September 24, 2013

Fyrir og eftir + meistaramánuður

Nú nálgast Meistaramánuður óðum og ég hef aldrei nennt að standa í svoleiðis veseni áður. Núna í ár langar mig hinsvegar að taka þetta með trompi og komast almennilega inní rútínuna sem er hægt og bítandi að myndast með skólanum og haustinu. Það er oft talað um það í sambandi við markmiðasetningu að segja sem flestum frá settu markmiði til þess að vera undir meiri pressu. Ég vinn best undir pressu og ætla þess vegna að deila með ykkur frekar persónulegum myndum sem ég hef nú ekki lagt í vana minn að setja á veraldarvefinn.

Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar maður hættir skyndilega að æfa 24 tíma á viku og fer að vinna á leikskóla með besta mat í heimi og nóg af honum (og skortur á sjálfsstjórn kemur þarna einhversstaðar inní líka..) þááá verður sko more to love! Það gerðist aldeilis hjá mér og mér brá eiginlega við að sjá hvernig ég var orðin..Bætti á mig a.m.k. 11 kílóum á einu ári! Var löngu hætt að stíga á vigt undir lokin því ég vissi alveg að mér myndi ekki þykja skemmtilegt að sjá hvað hún hefði að segja.
Svo um haustið hætti ég að vinna á leikskólanum og þá fóru alveg 5 kíló á svona 3 mánuðum. Ég ráfaði samt alltaf hálf stefnulaus um World Class og borðaði alveg hollt en allt svo random eitthvað - engin hugsun á bakvið það. Í desember fór ég svo í fjarþjálfun hjá Loga Geirs og þá fóru hlutirnir að gerast! Var í þjálfun fram í lok apríl og hér er það sem gerðist:



Þó ég sé alls ekki kominn á þann stað sem ég vil vera (fituprósentalega séð..) þá er ég komin langleiðina og þar kemur meistaramánuðurinn til sögunnar. Ég er búin að reyna að viðhalda þeim árangri sem ég náði í þjálfuninni síðustu mánuði og það hefur gengið mjög vel. Nú er hinsvegar kominn tími á nýja árangursmynd. Ég ætla að gefa mér 3 mánuði og bæta svo við þriðju myndinni. Nú verður allt sett á fullt. 

Ég ætla að njóta þess að hreyfa mig og njóta þess að borða góðan mat. Mat sem nærir líkamann og nýtist honum. Ég ætla ekki að neita mér um neitt sem mig langar í heldur njóta þess í hófi!

Kem svo örugglega með smá update inn á milli förðunarblogganna :)


Hvet alla til að skora á sjálfan sig og taka Meistaramánuðinn með trompi!


-kara:)



1 comment: