Tuesday, July 23, 2013

Auðveld hversdagsförðun

Á sumrin finnst mér gott að nota léttan farða og eins lítið af snyrtivörum og hægt er. Ég keypti mér nýlega nýtt BB cream, Nude Magique BB Cream frá L'Oreal. Það er með svokölluðum smart pigment capsules, en kremið er hvítt á litinn þegar það kemur úr túbunni en aðlagast svo húðlitnum þegar það kemst í snertingu við húðina. Mér finnst L'Oreal kremið betra en Maybelline BB kremið að því leiti að áferðin er náttúrulegri. Eini gallinn finnst mér að light er örugglega of ljóst fyrir mig og ég rétt kemst upp með medium núna að sumri til. Annars er hægt að gera það aðeins meira svona 'dewy' með því að setja það á beint eftir að rakakrem er sett á, annars er ekki nauðsynlegt að setja rakakem undir þar sem kremið sjálft gefur góðan raka.

Jæja nóg um það - hér er mín sumar-hversdagsförðun í nokkrum skrefum:


Freknufés með enga málningu og engar augabrúnir (þarf að fara að lita þær en nenni því aldrei)


Hérna er L'Oreal Nude Magique BB cream komið á (og ég augljóslega virkilega ánægð með það hahah). Ég ber það á mig með fingrunum bara - langfljótlegast!


Skellti augabrúnum á mig. Notaði augabrúnakittið mitt frá Sleek og Mac 266 bursta


Maskari - Maybelline Illegal Length, hann er í miklu uppáhaldi hjá mér


Svo finishing touch, smá kinnalitur, Rose Gold frá Sleek og sólarpúður frá Make Up Store
Reyndar finnst mér annar galli á þessu kremi að það 'grípur' sólarpúðrið eiginlega of vel og litlu gull-agnirnar verða alltof shiny, allavega í sólarljósi. Kannski betra að setja smá púður (helst blothing powder) yfir kremið áður...gott að vera vitur eftirá!

Það eru til fleiri vörur í Nude Magique línunni og hér getiði séð myndband frá Trendnet förðunarsnillingnum Ernu Hrund þar sem hún notar kremið, hyljarann og kinnalitinn



Ætla að fjárfesta í restinni af línunni fljótlega - hlakka til!

-kara:)

No comments:

Post a Comment