Tuesday, July 2, 2013

Bestu/verstu snyrtivörurnar

Ég hef verið ansi dugleg að kaupa mér snyrtivörur í gegnum tíðina en síðan ég uppgötvaði förðunar-samfélagið á Youtube hef ég rannsakað allar vörur og lesið mér til um þær/skoðað dóma áður en ég kaupi eitthvað sem mig langar í. 
Ég ætla að nefna hérna nokkrar vörur sem ég hef annað hvort notað upp til agna og keypt aftur og aftur eða mundi kaupa aftur og svo nokkrar sem ég hef ekki verið nógu ánægð með.

Hér eru þær sem ég elska, dýrka og dái!



Maybelline The Colossal Volum' Express maskarinn stendur alltaf fyrir sínu! Einn besti Maybelline maskarinn að mínu mati. Ein umferð fyrir hversdagsförðun og tvær + fyrir dramatíska kvöldförðun


Hreinsivörurnar frá gamla apótekinu - best í heimi


Mac Face and Body foundation - fyrsti fljótandi farðinn sem ég keypti mér og sá eini sem ég hef klárað og keypt aftur og aftur



Smashbox photo finish primer. Keypti svona litla túbu í Sephora sem er alveg að klárast. Ætla pottþétt að fjárfesta aftur í svona. Gerir áferðina á farðanum fallegri og lætur hann endast miklu lengur



Augnskuggar frá NYX. Ótrúlega endingagóðir og sterkir litir. Helmingi ódýrari en t.d. Mac og endalaust litaúrval. Er líka mjög hrifin af loose pearl eyedust-inu. Hér er facebook síða NYX á Íslandi



Kinnalitir frá Sleek - mig langar í þá alla!



Svo eru því miður nokkrar vörur sem hafa ekki ratað eins ofarlega á listann - sem dæmi:


Nú verða eflaust margir hissa því þetta er af mörgum talinn maskarINN - en hann því miður gerir bara alls ekki neitt fyrir mín augnhár. Mér finnst líka ekki þægilegt að hafa svona litla greiðu.


Þeir örfáu litir sem ég prófaði í þessari ollu mér miklum vonbrigðum. Um leið og ég ætlaði að blanda aðeins út línurnar þá bara hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu. Eflaust eru samt einhverjir sem eru í lagi - geri kannski vísindalega könnun á því síðar. 



Maybelline The Falsies Feather-Look. Eins og ég dýrka venjulega falsies maskarann þá er ég alls ekki hrifin af þessum - mér finnst hann bara láta augnhárin mín líta út fyrir að vera ósköp einmanna strá hér og þar og afskaplega lítið annað.




Maybelline Master Shape brow pencil. Keypti mér þennan þegar gamli góði var alveg búinn. Hélt að þessi væri eins en nei ónei aldeilis ekki. Þessi er svo mjúkur að hann er eiginlega bara litað vax. Þarf að ydda hann í hvert einasta skipti sem ég nota hann og endist því örstutt ólíkt hinum. Notaði áður eldri týpu frá Maybelline sem virðist því miður ekki vera til sölu lengur.


Mac Blacktrack eyeliner. Þessi á reyndar heima bæði í uppáhalds og óuppáhalds. Hann er yndislega fallegur og þægilegur i notkun þegar hann er nýr en þornar svo fljótt! Ég er ekki mikið í að nota svona blautan eyeliner nema kannski um helgar og þess vegna fer lítið af honum í einu en nú á ég hálfa dolluna eftir og allt orðið skraufþurrt. Ég keypti svo Maybelline Gel eyelinerinn og hann er geggjaður! Hlakka til að sjá hvort hann endist lengur en þessi.



-----------------------------------------------------------------------------------------

Auðvitað erum við mismunandi eins og við erum margar/mörg - það sem mér finnst glatað gæti verið í uppáhaldi hjá einhverjum öðrum og öfugt. Væri gaman að heyra frá ykkur hvort þið séuð sammála eða ósammála mér í þessum efnum :)

-Kara



No comments:

Post a Comment