Saturday, December 21, 2013

Jólastress og dagatals-góðgæti

Þetta jólafrí hefur fyrst og fremst einkennst af hlaupum hingað og þangað, hittingum og brunch-um og kaupum og vinnum. Nú sit ég undir sæng með smákökur eftir vægast sagt magnaða Jólatónleika Baggalúts - frábær tónlist og uppistand í kaupbæti - flutt af frábærum tónlistarmönnum og snillingum með meiru. Nú næ loksins að sýna ykkur allt sem hefur komið upp úr jóladagatalinu góða frá Benefit frá því í síðustu dagatalsfærslu. Fyrst ætla ég aðeins að deila með ykkur lítilli sögu um eina jólastressaða Köru.

Tók mjög gott nánast bíómynda-móment heima hjá mér áðan með tárum og öllu tilheyrandi eftir mjög stressandi og langan jólagjafaleiðangur með þremur fýluferðum, góðri umferðarteppu eftir 6 bíla árekstur (ekki ég sem betur fer) og góðum 10 mínútum í að komast út af hverju einasta bílastæði sem ég fór inná. Að ógleymdu jólatrénu - hér á bæ er ekkert slíkt komið í hús og mér er greinilega mjög í mun að hafa fyrstu jólin okkar á þessu heimil fullkomin. Sem jól eru eiginlega aldrei - en þau koma samt alltaf og eru alltaf jafn yndisleg. Ég ætla aðeins að reyna að slaka á núna og njóta þess að sofa út og vera með fjölskyldunni og hvet ykkur til að gera það líka. Þó að jólatréð okkar verði lítið og bert og skakkt, einhver gjöf sé í vitlausri stærð eða ein eða tvær gjafir týnist..já það gerðist líka..þá er bara að reyna að hlæja að því - þó það hafi ekki verið mjög fyndið í dag (eða mér fannst það ekki..Kára fannst ég mjög fyndin og dramatísk). Nú ætla ég bara að njóta þess sem eftir er af fríinu og vinda mér í umfjöllun um nokkrar vörur sem leyndust í Benefit dagatalinu mínu :)



Allt draslið


girl meets pearl: einn besti highlighter sem ég hef prófað og ber nafn með rentu - áferðin er eins og perla
"that gal": á túpunni stendur brightening face primer. Mjög góður undir farða og gefur fallega ljómandi áferð
the POREfessional: einn mest umtalaði primerinn þetta árið. Á að gera svitaholur minna sýnilegar og slétta úr húðinni svo við höfum fallegan grunn fyrir farðann. Ég sá pínu mun á minni húð en ég er reyndar ekki með mjög sýnilegar svitaholur - prófaði svo að setja á Kára og það var enginn smá munur! Primerinn er með örlitlum ljósbrúnum lit og maður finnur ekki fyrir því á húðinni - smá eins og maður sé að bera eitthvað ímyndað krem á sig. Mæli hiklaust með þessum fyrir þær sem vilja fela sýnilegar svitaholur! Já og bara þess vegna fyrir stráka sem vilja fullkomna húð en ekki nota beint snyrtivörur.


sugarbomb: fallegt brúnleitt gloss sem glansar mjög mikið - ótrúlega fallegt til að poppa uppá rauðleita, bleika eða nude varaliti
coralista: gloss í sömu línu og coralista kinnaliturinn, kóralbleikt gloss sem gefur ekki mikinn lit en gerir samt mikið fyrir látlausa förðun eða smokey



total moisture facial cream: rakakrem í sömu línu og augnkremið sem ég sagði frá í síðustu dagatalsfærslu. Þetta er án nokkurs vafa besta rakakrem sem ég hef prófað! Var búin að vera með þurrkublett á hökunni í nokkrar viku og eftir að nota þetta krem í nokkra daga var hann horfinn og hefur ekki sést síðan. Nota það bæði kvölds og morgna svona í kuldanum og augnkremið líka. Mun hiklaust kaupa þetta í fullri stærð þegar það klárast


posetint: svipað og benetint, fljótandi kinna- eða varatint í skærbleikum lit. Þornar fljótt og skilur eftir sig mjög skemmtilegan bleikan blett ef maður blandar það ekki fljótt inn í húðina. Annars mjög fallegur litur sem hentar vel á sumrin
stay don't stray: læddist með inn á myndina en átti bara ekkert að vera þar..talaði um það í síðustu dagatalsfærslu hér ef þið viljið lesa um hann
highbeam: geggjaður highlighter. Hann er svona ljósbleik-kremaður með glans-ögnum.
ohh la lift: krem með ögnum sem endurkasta ljósi og á að virka eins og lyfting fyrir augnsvæðið. Hef því miður ekki prófað það enn, en læt ykkur vita ef þetta gerir kraftaverk :)
sunbeam: highlighter eins og highbeam nema gylltari á litinn. Óóóótrúlega fallegur!


bad gal waterproof kohl liner: ótrúlega góður vatnsheldur svartur eyeliner. Tilvalinn til að setja í vatnslínuna og tightline (efri vatnslínuna)
hoola bronzer: hið margrómaða sólarpúður. Fullkomið til að skyggja, ekki of bleikt, ekki of gult og ekki með glimmeri. Mun pottþétt kaupa mér þetta líka í fullri stærð þegar þetta klárast. Hef verið að nota það með Real Techniques contouring burstanum - algjörlega foolproof leið til að skyggja andlitið!
bad gal lash: mjög fínn maskari sem gefur augnhárunum þykkt án þess að virka of gervilegt. Mæli algjörlega með honum!



No comments:

Post a Comment