Monday, December 2, 2013

Vetrarvaralitir

Hér eru 6 uppáhalds rauðu/dökku varalitirnir mínir. Myndirnar gera mismuninum á þessum 3 rauðu ekki alveg nógu góð skil, en þeir eru mjög ólíkir samt sem áður, hvort sem þið trúið mér eða ekki

Maybelline - 540 Hollywood Red



Mildur rauður litur sem passar við allt og fer öllum. Lyktar eins og play-doh leir..ahhh minningar

-------------------------------------------------------------

Maybelline - 527 Lady Red


Ekta glansandi skær-rauður varalitur. Fullkominn t.d. fyrir klassíska eyeliner+rauðar varir comboið

---------------------------------------------------------------------

Mac - Russian Red


Hinn eini sanni. Mattur, eldrauður og helst á allan daginn/kvöldið. Gerir það sem nánast enginn annar rauður varalitur gerir..gerir tennurnar EKKI gular (!!) heldur bara hvítar og fínar! Mamma mín spurði mig hvort mér fyndist hann ekki "of rauður"...en ég svaraði að það væri ekki til neitt sem heitir of rauður varalitur. Þessi er í algjöru uppáhaldi.
---------------------------------------------------------------

Mac - Rebel


Sennilega einn vinsælasti Mac varaliturinn og mjög oft uppseldur hér á landi. Er mun meira fjólublár/bleikur heldur en sést á myndinni, en í eldri færslu (hér) sýndi ég 3 mismunandi leiðir til að nota Rebel.

--------------------------------------------------------

NYX - Violet Ray


Þessi hefur mjög sérstaka áferð, ótrúlega mjúkur svo ég bjóst ekki við að hann entist mjög lengi á vörunum en hann entist í svona 4 klukkutíma án þess að ég þyrfti að laga hann til (var meira að segja með drykk við höndina megnið af tímanum)

-------------------------------------------------------------------

Mac - Cyber


Sá nýjasti í safninu og sá dekksti sem ég hef þorað að nota. Mamma yrði sennilega ekki heldur hrifin af þessum - en mér finnst hann ótrúlega flottur og hvet ykkur til að prófa ykkur áfram með svona dökka liti, mér finnst allt klæða mann ef maður ákveður að það klæði mann!

----------------------------------------------------------------------------------------

Svo er mjög gott þegar maður er með svona áberandi varaliti að setja einn fingur hálfpartinn upp í sig aðeins inn fyrir varirnar og loka munninum varlega til að ná litnum sem sest of innarlega og mun annars enda á tönnunum stuttu seinna..afar óheillandi.


No comments:

Post a Comment