Monday, January 20, 2014

Hvít húð og nýtt snyrtivöruskipulag

Þar sem sumarið í fyrra var hrikalegt og sólin skein í svona 3 daga breyttist húðliturinn lítið. Þar af leiðandi er ég orðin hvítari núna en ég hef verið mjög lengi. Ég ákvað þess vegna að gera smá litaprufu á öllum fljótandi förðunum mínum. Ég tók smá dropa og setti á kjálkalínuna og strauk aðeins niður á hálsinn til að sjá hvort liturinn passaði bæði við húðina á andlitinu og hálsinum. Það kom í ljós að bara 2 af 7 voru í réttum lit, hinir voru alltof dökkir, hef bara ekki tekið eftir því undanfarin skipti sem ég hef notað þá..hef bara ákveðið að þeir væru í réttum lit og skellt þeim á mig samt.

Fór og keypti mér einn gamalt og gott, Maybelline Dream Matte Mousse í lit sem var nógu ljós. Annars er líka gott að eiga tvo liti af sama meikinu, annan dökkan og hinn ljósan og blanda saman til þess að búa til réttan lit, breyta bara hlutföllunum milli árstíða. Svo er alltaf gott að nota bara brúnkukrem. Ég mæli sérstaklega með St. Tropez og Dove bodylotion-inu sem byggir upp brúnku smám saman. Svo stendur líka Kanebo Sensai Bronzing gelið alltaf fyrir sínu, gefur góðan raka og fallegan lit í andlitið.

Svo er líka tilvalið þegar maður er með svona hvíta húð að poppa aðeins uppá hana með fallegum kinnalitum. Kinnalitirnir frá Sleek eru geggjaðir, ótrúlega litsterkir og þarf lítið til að fá fallegan lit. Þeir eru líka hlægilega ódýrir og hægt er að fá frábærar pallettur, Blush by 3. Kosta litlar 1700 krónur svo það er vel hægt að leyfa sér að fá sér fleiri en eina. Hægt er að velja úr 8 mismunandi pallettum. Ein þeirra, California, inniheldur kremkinnaliti og svo er ein sem inniheldur 1 krem og 2 púður, Pink Lemonade. Annars eru allir hinir púðurlitir. Ef maður vill svo kaupa staka liti kosta þeir litlar 800 krónur og til eru 11 stakir litir. Ég á sjálf 2 staka liti, flamingo og golden rose - báðir eru gullfallegir og ég er á leiðinni að panta fleiri. Kannski aðeins dekkri tóna sem virka vel á fölri húð. Vinkona mín sýndi mér líka um daginn Maybelline krem kinnalit, þeir hafa ótrúlega fallega áferð og blandast fallega við húðina.

Að öðru..síðan við fluttum hefur það mest notaða af snyrtidótinu verið í Godmorgon kassa frá Ikea og restin, allir augnskuggarnir, varalitir sem komust ekki fyrir o.fl, hafa fengið að húka í kassa og gleymast þess vegna stundum. Ég fór í Söstrene Grene og keypti 3 glæra kassa, 2 litla og 1 stóran til þess að skipuleggja dótið betur. Ég sá reyndar þegar ég var að raða í gær að ég hefði vel mátt kaupa allavega 2 í viðbót, verkefni morgundagsins.

Fyrir þá sem eiga hóflegt magn af snyrtidóti (semsagt ekki ég...) eru Godmorgon hillurnar frá Ikea algjör snilld! Þægileg hólf fyrir allt og auðvelt að halda öllu vel skipulögðu. Læt hérna fylgja myndir af nýja skipulaginu.






Eini gallinn við þetta annars fína box er þetta hólf..það kemst mjög lítið fyrir í því ef hitt boxið ofaná á að komast fyrir líka
Glimmer í boxi
Eyelinerar og varablýantar í boxi
Stakir augnskuggar í boxi






Vona að þið hafið átt góðan mánudag!
-Kara  xx

No comments:

Post a Comment