Tuesday, January 7, 2014

Náttúrulegar augabrúnir

Það er fátt leiðinlegra en að kaupa dýrar snyrtivörur sem valda manni svo vonbrigðum og eins er fáránlega skemmtilegt að kaupa ódýrar snyrtivörur sem koma manni skemmtilega á óvart. Ég hef fylgst með Shannon á youtube frekar lengi og hún er alltaf að tala um e.l.f. augabrúnakittið. Ég hef keypt nokkrar vörur frá e.l.f. á frábæru verði en oft kemur fyrir að vörurnar séu eftir því. Hinsvegar er þetta augabrúnakitt frábær vara sem ég mun halda áfram að kaupa aftur og aftur! Kostar litlar 1090 krónur :) Fann fyrir stuttu hinn fullkomna augabrúnalit fyrir ljóshærðar þegar ég keypti Omega augnskuggann frá Mac en þessi vara mun veita honum mikla samkeppni. Annars væri líka mjög flott að nota bæði gelið og Omega saman. Það verður svona spari.



Vinstra megin er gel og hægra megin púður. Ég hef bara notað gelið en gott að nota púðrið ef maður vill að liturinn endist lengur. Það fylgir lítill bursti með sem ég reyndar notaði ekki, mér finnst best að nota 266 frá Mac til að móta augabrúnirnar. Tekur örstutta stund og gefur mjög náttúrulegan lit. Tilvalið fyrir stelpur með ljóst hár.


Fyrir svona hversdagslúkk er ég ekkert að vanda mig voða mikið, rétt bara fylla upp í. Annars er hægt að gera neðri hlutann með skarpari línu og jafnvel setja hyljara undir til að fá "hreinni" línu. Hér eru svo nokkrar sýnikennslur um augabrúnir







2 blogg á einum degi...met!


-kara


No comments:

Post a Comment