Thursday, August 28, 2014

Youtube made me buy it

Það er "tag" á youtube sem heitir Youtube made me buy it þar sem youtube-skvísurnar tala um vörur sem þær hafa séð talað um á youtube og keypt svo í kjölfarið. Ég er sek um nokkur svoleiðis kaup...

Efri röð: Rimmel Match Perfection - Rimmel Wake Me Up - Nars Sheer Glow - Makeup Forever HD Foundation - All-in-one BB creme frá Body Shop
Fyrstu 3 meikin eru þau sem Tanya Burr hefur dásamað hvað mest. Bæði Rimmel meikin eru frábær, sérstaklega miðað við hvað þau eru ódýr! Nars meikið er svo ennþá betra og gefur svo ótrúlega fallega áferð. Ég er sek um að eiga 2 liti af öllum þremur. 
Skellti mér svo á  MUF HD Foundation þegar ég var í Svíþjóð þar sem nánast allir sem ég fylgist með á  youtube hafa talað um þetta meik sem þeirra uppáhalds. BB kremið er svo frá Body Shop. Kremið sjálft er frekar þykkt en áferðin ótrúlega náttúruleg og falleg. Jafnar út húðlitinn án þess að þekja of mikið. 

Neðri röð: Mary Loy-Manizer frá theBalm - Rimmel Stay Matte - Benefit Hoola - Benefit Coralista
Þetta er held ég bara uppáhalds highlighter allra sem ég hef séð tala um hann. Enda er hann fáránlega fallegur. Rimmel Stay Matte púðrið er eins og sést vel elskað og þetta er meira að segja dolla nr. 2, ekki oft sem ég kaupi sömu vöruna 2x í röð! Næstu 2 eru svo frá Benefit og voru í Benefit jóladagatalinu mínu. Ég mun hiklaust kaupa þessar tvær í fullri stærð þegar þær klárast. 


Á þessari mynd í einni klessu eru: Mac og Makeup Geek augnskuggar - Pixi palletta - elf eyebrow kit - Lorac Pro - Anastasia Brow Wiz og Dipbrow Pomade og Nyx Jumbo Eyepencil í litnum Milk
Það nýjasta í þessari hrúgu er pixi pallettan en ég hreinlega varð að kaupa hana eftir að ég sá þetta myndband. Shannon á shaaanxo elskar elf augabrúnakittið og það geri ég líka enda fáránlega ódýrt og akkúrat litur fyrir mig. Anastasia vörurnar eru svo nýjar (týndi gamla brow wiz *grát*) en þær eru það besta sem ég hef prófað á augabrúnirnar! Nyx blýanturinn er góður sem base undir augnskugga og Lorac Pro pallettan er bara svo falleg. 

Bourjois Rouge Edition Velvet Pink Pong- Lipstick Queen Hello Sailor - Bourjois Color Boost Fuchsia - Rimmel Kate Moss 107 og 113 - Rimmel Apocalips Big Bang, Nova og Luna - Rimmel Nude Delight
Svosem ekki margt um þetta að segja nema kannski (augljóslega) að það sé ekki beint erfitt að sannfæra mig um að ég verði að eignast eitthvað...

Mac Fix Plus - Real Techniques: buffing brush, contour brush, exper face brush, blush brush, powder brush, setting brush (x2), silicone liner brush - Mac: 217 (x2), 266 og 239
Held að fix+ sé mögulega ofmetnasta og mest hype-aða vara í snyrtivörubransanum. Ég get allavega vel án þess verið og skil ekki alveg af hverju öllum finnst þetta svona mikið must. En ég nota það nú samt oft (til að klára það..) og þá aðallega eftir að ég er búin að mála mig til að "setja" förðunina (þó ég sjái kannski ekki mikinn mun..nema eitthvað sem ég ímynda mér til að réttlæta kaupin á vörunni?) og svo til að bleyta shimmer augnskugga til að fá smá metal áferð. Burstarnir eru hinsvegar allir hið mesta þarfaþing og eru allir jafnmikilvægir. Sumir meira en aðrir þó. Væri til í að eiga svona 3 í viðbót af bæði 217 og setting burstanum. Því ég er löt að þrífa burstana mína..


---------------------------------------------------

Svona er ég mikill sökker fyrir því sem aðrir segja að ég þurfi að eignast...en það er samt ekki ein einasta vara þarna sem ég sé eftir að hafa keypt og eiga flestar alveg skilið það hype sem þær fá á netinu , allavega að mínu mati :)


-kara

6 comments:

  1. búin að prófa sigma burstana? Sigma F80 er klárlega bursti sem youtube lét mig kaupa :) hann er geggjaður!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Keypti F80 limited edition eftir að hann kom til Íslands eftir að hafa slefað yfir honum á netinu endalaust. Ást við fyrstu sýn <3

      Delete
  2. Vá ég er svo ánægð að hafa aldrei fundið þetta dót því ég væri líklegast á götunni! Top 5?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahaha oh lord..uuuu ok Nars Sheer Glow - Anastasia Brow Wiz - RT setting brush - Mary-Loumanizer - Lorac Pro...
      allavega í augnablikinu!

      Delete
  3. Hvaða lit notaru í Rimmel Stay matte púðrinu? :)

    ReplyDelete