Tuesday, January 20, 2015

Húðumhirðan mín

Fyrir um 2 árum gerði ég það að vana að hugsa extra vel um húðina mína alla daga! Ég held að það hafi verið svona max fjórum sinnum á þeim tíma sem ég hef "gleymt" að þrífa framan úr mér málninguna á kvöldin. Eftir að ég sá myndband með Pixiwoo systrum og einhverjum húð-expert sem vöruðu við að nota bara hreinsiklúta hef ég alltaf notað hreinsiklútana bara til að taka málninguna af og svo annarskonar húðhreinsivörur til að þrífa húðina sjálfa.
Síðan ég fékk svo Olay hreinsiburstann hefur húðin mín orðið allt önnur og meira að segja Kári sem notar líka burstann dáist að því í laumi hvað hann sé með mjúka húð allt í einu.

Ég er með frekar "normal" húð - þ.e.a.s. hvorki þurra né feita, en verð eins og margir smá feit í kringum nefið og á enninu þegar fer að líða á daginn. Hef aldrei átt í neinum vandræðum með húðina mína, en eins og aðrir förðunaráhugamenn og -konur hætti ég sennilega aldrei að reyna að finna nýjar vörur til að "fullkomna" húðina. Allur farði lítur 100x betur út á hreinni, vel nærðri húð!

Ég hef notað sömu vörurnar núna í u.þ.b. tvo mánuði og húðin mín hefur aldrei verið eins góð. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna Olay hreinsiburstann sem ég nota í sturtunni daglega eða annan hvorn dag. Með honum nota ég ýmist Neutrogena visibly clear pink grapefruit fíngert kornakrem (alls ekki fyrir alla að nota kornakrem og skrúbb saman! mín húð virðist þola ansi mikið) eða milda hreinsimjólk frá Nivea. Þessar ódýru vörur hafa reynst mér afar vel en ég skipti alltaf um hreinsi um leið og einn klárast til að húðin mín verði ekki of vön einni vöru. Kannski bara ég að vera sérvitur?

Svooo er það hin heilaga þrenning (eða ferna..)


1. L'Oreal Skin Perfection Serum - þetta nota ég á þurra hreina húð beint eftir að ég skrúbba hana með bursta eða kornakremi. Fæst t.d. í Hagkaupum og þegar ég klára hin kremin ætla ég pottþétt að prófa rakakremið og augnkremið líka. 

2. Benefit It's Potent eye cream - á meðan serumið er að vinna sig inn í húðina set ég augnkremið undir augun, ofan á augnlokin (hentar e.t.v. ekki öllum) og alveg út að gagnauga. Fæst t.d. á Asos. Mæli með því ef þið viljið prófa þessa húðumhirðulínu frá Benefit (ein sú allra besta sem ég hef prófað!) að þá fæst hér sett með mini útgáfum af öllu í línunni. Endist ótrúlega vel og alltaf hægt að kaupa fulla stærð þegar hitt klárast :)

3. Blue Lagoon mineral moisturizing cream - þessu kremi var ég ekki mjög hrifin af einu og sér því það nærir bara efstu lög húðarinnar og mér fannst ég ekki fá nægan raka. Hinsvegar eftir að ég fékk L'oreal serumið finnst mér fullkomin blanda að setja þetta á eftir að ég set augnkremið á, þegar serumið er komið vel inn í húðina. Þá finnst mér húðin haldast góð allan daginn og mér líður eins og ég hafi nært hana vel og vandlega niður í dýpstu húðlögin. 

4. Origins drink up - intensive. Þessa vöru nota ég t.d. þegar ég er að fara eitthvað fínt daginn eftir og vil að húðin sé extra vel nærð og falleg. Öflugur rakamaski með hinum ýmsu innihaldsefnum, olíum og sýrum sem dekra við húðina á meðan þú sefur. 


Ef þið viljið versla vörurnar ykkar hér á klakanum mæli eindregið með L'oreal línunni - ódýrar vörur miðað við flest annað sem fæst hér á landi og hægt að fá rakakrem, augnkrem, serum og svona þreytu"bana" krem sem er eins og létt bb krem. Love it!

Annars ef þið eruð í netverslunarpakkanum eða eigið leið til útlanda fljótlega mæli ég með að prófa Benefit kittið og Origins maskann! Aaahahahalgjör snilld!


Gleðilegt húðdekur!



1 comment:

  1. Vá ég hef alveg hundsað skincare línuna frá Benefit, eins og þau eiga mikið af skemmtilegum snyrtivörum! Nú ertu alveg búin að kveikja áhuga minn haha :)
    Ég þarf nefnilega klárlega að fara að vera duglegri í andlitsþvottinum, allt of oft sem ég læt klútana duga (veit það er ljótt að heyra).

    ReplyDelete