Sunday, January 11, 2015

Laugardagskvöld

Ég og Steinunn skelltum okkur í dansgallan í gær og settum upp sparifésið. Notuðum báðar YSL pallettuna sem ég skrifaði um hér. Við fórum fyrr um daginn í Smáralind í leit að djammdressi fyrir Steinunni en auðvitað kom Steinunn út tómhent og ég með snyrtivörur. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Útsalan í CoolCos var agalega girnileg og varalitirnir á rúmar 1600 kr stykkisvo auðvitað keypti ég tvo - en ekki hvað. Ræð ekkert við mig.

Steinunn er ekki vön að vera mikið máluð svo ég reyndi að halda aftur af mér með augnskuggana og var mjög ánægð með útkomuna:






Ég hrúgaði aðeins meira á augun á mér og annar CoolCos varaliturinn var svo fallega nammibleikur að ég stóðst ekki mátið og skartaði honum stolt vð pallíettutopp úr H&M sem lýsti upp andlitið á mér þegar ég tók myndirnar. 



Ég hef svo tekið ástfóstri við krullujárn sem hefur legið að mestu ónotað ofan í skúffu síðan ég fékk það því ég var eitthvað feimin við að nota það þegar ég var stuttklippt. Nú hefur hárið tekið þvílíkan vaxtakipp sem ég tek fagnandi og krulla eins og ég eigi lífið að leysa. 

Mæli með að þið kíkið á varalitina hjá CoolCos!

Knús





2 comments:

  1. Okei vá, þessi bleiki varalitur fer þér þvílíkt vel!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk! :) hef aldrei átt svona barbie lit áður, love it

      Delete