Monday, January 5, 2015

Í stíl

Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir að lesa bloggið árið 2014!

Skólinn byrjaður aftur og ég byrjuð á öðru verknámstímabilinu mínu. Ekki láta ykkur koma á óvart ef það verður smá lægð á blogginu núna eins og í síðasta verknámstímabili þar sem ég lufsaðist um í lufsufötunum mínum allan daginn.

En ég ætla að sýna ykkur einu snyrtivöruna sem leyndist undir trénu í ár, Maybelline Color Drama blýantur í litnum Fab Orange. Ég veit eitt fyrir víst og það er að ég mun kaupa mér alla þessa liti. Áferðin er svo sannarlega ekki síðri en á "alvöru" varalit, extra auðveldur í ásetningu og endingin alvöru góð!



Með þessum er tilvalið að setja á sig naglalakk í sama lit, úr matte línunni frá Barry M sem heitir Copacabana og fæst hér


Sést því miður ekki nógu vel á myndinni hvað það er matt en það er aalveg matt og aaalveg rosalega fallegt! 
Segið svo að það vinni aldrei neinn í þessum facebook leikjum! Takk fotia.is! 

Vona að þið hafið átt góða byrjun á árinu og farið inn í það með gleði í hjarta og allt svoleiðis - á þessu ári þarf ég að læra að slaka á - tala fallega um og við mig sjálfa (hljómar agalega væmið en er víst afar nauðsynlegt) og skipuleggja mig vel. Markmiðin eru fleiri en ég deili þeim ef til vill í sér færslu. Ætla ekki að leggja á ykkur eitthvað svo dramatískt svona í blábyrjun ársins.





No comments:

Post a Comment