Saturday, June 29, 2013

Makeup morguninn eftir

Í gær var afmæli hjá Telmu minni og það var aldeilis dömuboð í lagi. Ég reyndar var ekki mjög virk á myndavélinni en tók örfáar myndir samt. Ég málaði svo Telmu en gleymdi því miður að taka mynd af því sem er synd því hún var stórglæsileg - að vanda.
Ég gerði mitt makeup í flýti en mundi þó að setja Urban Decay primer potion á augnlokin áður en ég setti augnskugga og þegar allt var tilbúð setti ég Urban Decay all nighter sprey yfir til að allt héldist á sínum stað allt kvöldið þar sem við fórum aðeins á skrall niður í bæ.


Með Snædísinni minn og Möggunni minni


tókum fleiri góðar svona - sjá profile myndina mína á Facebook

Svo fór ég heim að sofa og gleymdi að taka af mér málninguna eins og vill gerast eftir svona kvöld. Hinsvegar þegar ég vaknaði hefði ég eiginlega bara getað skellt mér aftur í djammgallann og tekið round 2!
Svona 95% af augnskugganum voru ennþá á sínum stað, engar crease línur! Engir baugar og eyelinerinn alveg kolsvartur ennþá og ekkert klíndur. Meikið og púðrið héldu sér þokkalega vel líka og maskarinn var eins og nýásettur. Þvílík snilld sem þetta sprey er. Keypti lítinn brúsa í New York í apríl í fyrra og hann er eiginlega alveg búinn - en þetta er vara sem ég mundi hiklaust kaupa aftur!



Sólarpúðrið og kinnaliturinn voru reyndar að mestu farin af - skiljanlega eftir að nuddast í koddann í alla nótt - annars bara frekar til í djammið! Ath. að þessi er mynd er tekin kl. svona 2 áður en ég loksins drattaðist til að þrífa mig í framan.

Í kvöld er það svo Sálarball í Borgarnesi takk fyrir!


Eigið góðan laugardag kæra fólk! 


-Kara





1 comment:

  1. Þú ert nú meiri snillinn - takk fyrir að gera mig fríða

    ReplyDelete