Wednesday, October 2, 2013

Uppáhalds í september

September favourites


Nokkrir radom hlutir sem hafa staðið uppúr þennan mánuðinn:

Benefit They're real maskari - mikið umtalaður og ekki að ástæðulausu! Er líka á fínu verði í Saga Shop í flugvélum Icelandair
Lancome Hypnose Doll Eyes - limited edition - keypti þennan augljóslega umbúðanna vegna, en hann er snilld að innan sem utan!
Real Techniques burstarnir komu loksins til Íslands, það gladdi mig rosa rosa rosa mikið!
Collection 2000 hyljarinn - þvílík snilld! Takk Bryndís!
Bourjois Color boost - er það vaxlitur? varalitur? gloss? allavega mjög fallegur og ódýr og sterkur litur. Minn er í litnum fuschia libre
Nike Lunarlon skórnir mínir - eins og að hlaupa á skýi.
& Other Stories body lotion - lyktin..óó lyktin, hún er SVO góð!! Hún heitir Lemon daydream
Essie Midnight Cami - fullkomið haust/vetrar naglalakk. Burstinn er svo breiður að það þarf nánast bara eina stroku yfir nöglina. Ein umferð er líka meira en nóg.
L'oreal Nude Magique BB Cream - þarf bráðum að kaupa mér nýtt því það er að verða búið, enda mikið elskað og notað
Crabbies Ginger Beer - alveg ótengt snyrtivörum, en ef þið eruð þreytt á að kaupa alltaf Somersby mæli ég með þessum Engiferbjór! ótrúlega ferskur og góður




Gleðilegan miðvikudag - hafið það gott!
-kara

No comments:

Post a Comment