Wednesday, October 30, 2013

Pallíettukjólar

Nú er farið að síga á seinni hluta ársins og þá fer ég að leiða hugann að dressi og förðun fyrir jól og áramót. Einhverjum finnst það eflaust undarlegt að pæla svona mikið í því..eeeeen ég ELSKA pallíettur og glimmer og allt sem glitrar og ef jól og áramót eru ekki tími fyrir pallíettur og glimmer..hvenær getur maður þá notað svoleiðis?

Ég var svo heppin að finna loksins hinn fullkomna vintage pallíettukjól fyrir afmælið mitt í september og fékk hann í afmælisgjöf. Fyrir ykkur sem eruð í leit að svoleiðis fann ég síðu þar sem úrvalið af kjólum er ótrúlega gott og verðið mjög sanngjarnt - þeir sem ég skoðaði voru allt frá 6000 kr upp í rúmar 20000 kall.
Hér eru nokkrir sem vöktu athygli mína á síðunni etsy.com þegar ég sló inn "sequin dress"
Smáatriðin í þessum finnst mér mjög falleg, ekkert ósvipaður mínum kjól reyndar. Tók samt herðapúðana úr.

Svartur og klassískur

Þetta snið hentar eflaust ekki öllum, allavega ekki mér, en ef þið eruð langar og mjóar með endalausa fótleggi gæti þessi verið mjög fallegur.

Skemmtileg smáatriðin á þessum

Ef ég væri ekki fátækur námsmaður (með einn fallegan pallíettukjól inni í skáp sem þarf ekki meiri samkeppni í bili...) myndi þessi rata beinustu leið heim til mín! Fáránlega fallegur


Gleðilegt pallíettu-pelsa-season!


Fann svo þessa mynd sem mér finnst eiginlega þurfa að vera í ramma uppá vegg heima...



No comments:

Post a Comment