Sunday, October 6, 2013

Meistaranammi

Þökk sé Röggu Nagla uppgötvaði ég QuestBar. Ég er nú venjulega á þeirri skoðun að svona prótein stykki séu bull og vitleysa og alveg eins hægt að troða próteindufti í mars-stykki, en fyrst Naglinn gúdderar þetta...þá hlýtur að vera eitthvað varið í þetta!

Innihald í QuestBar: whey protein isolate, milk protein isolate, isomalto-oligosaccharide (hvað í ósköpunum er það?.. sjá hér), náttúrulegt hnetu- og möndlusmjör, hnetur, möndlur og kasjúhnetur, sjávarsalt og náttúruleg bragðefni, lo han guo (sjá hér), stevia, erythrol og sucralose.
Í einu stykki eru 160-210 karólínur og teljast lágkolvetna fyrir þá sem spá í svoleiðis. 

Fæst t.d. í Krónunni og mun koma í stað fyrir laugardagsnammi hjá mér hér eftir! Skemmir ekki fyrir að þetta bragðast eins og alvöru nammi! 




No comments:

Post a Comment