Thursday, October 31, 2013

Augnskuggapallettur

Snyrtivörur eru ákveðin fíkn. Það er alveg á hreinu. Á ákveðnum tímapunkti fara vörurnar að taka frekar mikið pláss og þá er sniðugt að eiga svona Z palette. Það eru tómar pallettur þar sem hægt er að hafa alla augnskuggana á einum stað. Ég hafði hugsað mér að splæsa í 2 svona. Eina fyrir Mac augnskugga og aðra fyrir NYX og fleira. 
Ef svo þið eigið ekki augnskugga til að fylla í svona pallettu en viljið hafa nóg úrval af litum án þess að það kosti of mikið er til endalaust úrval af tilbúnum pallettum frá hinum ýmsu merkjum. Ef þið eruð í vogarmerkinu og þjáist af valkvíða munuð þið sennilega enda á að þurfa að eignast þær allar...

BH Cosmetics eru með ótrúlega mikið úrval af litum á góðu verði


Önnur frá BH


Allt sem þú þarft fyrir náttúrulega förðun - Urban Decay Naked Basics

Naked 2

Naked




Sleek Palletturnar eru SNILLD. Sterkir litir, ódýrar og í flottum pakkningum.

The Balm Meet Matt(e)

Önnur frá The Balm

Lorac Pro Palette 

Stila Pallettur 


Nóg er úrvalið - og um að gera að fletta þeim upp á youtube og sjá hvernig litirnir koma út áður en þið splæsið í eina (eða tvær eða sex)




No comments:

Post a Comment